Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 13

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 13
SUMARGJÖFIN 13 Með þessum Jeikjum skapa þau sjer verk- efni, sem knýr þau til að hugsa og safna sjer þekkingu, einmitt um það, sem þeim er inest þörf á að vita um, en það er Jífið sjálft. Þarna er náttúran sjálf að verki, þetta er liennar skóli. Sama er að segja um aðra leil<i, sem taldir eru að Vera þroskaðri, t. d. ýmis- konar línattleiki. I>ar berjast tveir flolvltar uin að koma knettinum á einhvern ákveðinn stað — eða mark. —• Allur flojckurinn vinnur að þessu sameiginlega og hinn verst. Allra leyfilegra bragða er neytt, hvert tæki- , færi er -notað, og eflir því Iive samtökin eru góð, hversu vel einstaklingar flokks- ins gela samræmt karfta sína, fer sigur- sældin. í lífinu sjálfu út um víða veröld er svipaður Jeikur leikinn í óteljandi mynd- um og í römmustu alvöru. Menn keppa að settu takmarki. Heilír flokkar manna hafa sameiginleg hags- muna- og áhugamál. Þau koma í bága við hagsmuna- og áhugamál annara flokka, og svo er barist. — Alt veltur þá einnig á sannleiknum, enginn Jilekluir má slitna. Þróun þjóðfjelaganna er og verður alt- af barátta mismunandi heilda. — Heild- arJeikur, sem saklausir og drengilegir æskuleikir gætu ef til vill mildað nolck- uð og fegrað. Veltur því á miklu að þeir leilcir, sem æslculýðurinn temur sjer, sjeu fagrir og göfgandi, því ekki verður því neitað að mannkynið fær hróðurpartinn af uppeldi sinu gegn um leiki. Þetta vita og skilja margir ágætir uppeldisfræðing- ar, og hafa tekið leikina mjög til aðstoð- ar i starfi sínu. Þeir hafa sjeð það, að í saklausum og l'jörugum leikjuin tekur aeskulýðurinn með gleði inn þau beisku ]yf — reynslu og þekkingu, sem hann annars mundi ekki hafa viljað líta við. En leikirnir eru tvíeggjað sverð, eftir því hvernig þeir eru eða þeiin er beitt fer það uppeldi, sem þeir veita. Fagrir leikir og göfgandi miða að því að skapa hollan og siðaðan þegn, en ljólir leikir það gagnstæða. Þetta er mjög mikið athugunarefni fyr- ir oklcur Islendinga. Hjer hafa leikir sáralítið verið notaðir sem uppeldismeð- al beinlínis, og lítið sem eklcert hefur verið réynt til þess að hafa bætandi á- hrif á leilci harnanna. Hjer í Reykjavík fyllast Billiardstofurnar af börnum. Heilir hópar af strákum hanga undir húsveggj- um í heimskulegum klinkleikjum. Og smáhörn lnia til Icökur úr rusli af göt- unum og druJlu lir skolprennum. Allir mega sjá, að ekki verður það hreinlegt eða holt uppeldið, sem slcapast á þennan liátt. Virðist því vera kominn tími til að far- ið verði að hcfjast handa fyrir alvöru, um það, að bæta og auðga útilíf barn- anna hér í bænum, ei' ekki á ilJa að íara. Vil jeg í því sambandi benda á að til er milcið af útileikjum, sjerslalclega knattleilcjum, liæði fyrir telpur og drengi. Likir þessir eru iðkaðir ínilcið i Sví- þjóð og Danmörk. Árlega haldinn fjöldi námslceiða fyrir kennara i þeim. Þylcja leikir þessir hafa sjerstaJclega mikið upp- eldisfræðiJegt gildi og fyrir hreysti og heilbrigði hafa þeir eins ínikið gildi og íþróttir, þegar þær eru liest stundaðar. Væru þessir leikir upp telcnir lijer í þessum liæ og lit um sveitir landsins, þá er jeg þess fullviss, að það mundi verða mikill styrk- ur uppeldinu og mikið hæta þessa þjóð. Því fyrir utan alla aðra kosti eru þeir bráð skemtilegir og spennandi. En alt það, sein eykur saklausa gleði bætir mennina og miðar að þvi, að gera „heiminn að himnaríki“. Vald. Sveinbjörnsson.

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.