Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 10

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 10
10 SUMARGJOFIN ingar við. Honum virlist mennirnir vera ólíkir því sem þeir væru allir bræður. Það, sem sjerstaklega vantar, er bræðra- þel. Hann seltist nú niður og reit grein mikla um bræðralag. Hún átti að koma út daginn eflir. Þegar hann las greinina aftur, þótti honum hún svo góð, að hann trúði varla, að sjálfur hann hefði ritað Jiana. Verði farið eftir orðum og anda greinar minnar, þá verður hjer bylting mikil. Flýtti hann sjer nú af stað til heitmeyjar sinnar. En hann flýtti sjer svo mikið, að hann stje ofan á fótinn á húndinum, sem lá við dyrnar. En ritstjór- inn flýtti sjer svo mikið, að hann tók varla eftir þessu og heyrði ekki vein hans nje sá að hann hröklaðist undan á þrem- ur löppunum. Þegar hann hafði lesið grein sína fyrir unnustuna brosti hún og mælti: „Þetta er yndislcgt í alla staði, hjartans vinurinn minn. Hvenær eigum við að Ijetta okkur upp í kveld?“ Rit- stjórinn strauk hár sitt og mælti: „Ligg- ur þjer þetta þyngst á hjarta? Jeg liefi verið dreginn á tálar. Jeg hjelt að þú værir sál sálar minnar. Jeg hugði þig kunna að meta allar mínar hugsanir. En nú kemst jeg að því, að hafa blekt sjálf- an mig á því að leggja lag mitt við fjað- urskreyttan fábjána“. Og hann þaut út og á leið til árinnar. Hann hafði í hyggju að stytta sjer aklur. En meyjan sat eítir harmi lostin og horfði á eftir fögrum vonum. Ráðherrann einsetti sjer að rita fagur- lega uin systlcinaband mannanna. Hann hafði mikinn hug á að gera menn og konur hamingjusamar. Nú ritaði hann betur en hann var vanur. Andagipt hans hafði aldrei verið svo mikil. Svona mikla mælsku vissi hann ekki, að hann ætti til. En þegar hann var í mesta næði að semja ritgjörð sína, þá var herbergishurðin opn- uð, og inn kom Friðsemd dóttir hans. Hún var með hund. Hann þoldi ckki a& stíga í eina löppina. „Líttu á, pabbi“, sagði litla stúlkan. ,;Hundurinn hefir irieitt sig ákaflega. Getur þú ekki bundið um fótinn á honum?“ „Nei, nei“, sagði ráðherrann byrstur í bragði. Hann óttað- ist að gleyma einhverju úr ritgjörðinni. „Farðu í burtu, jeg er önnum kafinn“. En Friðsemd stóð kyr í sömu sporum. Hann æstist við þetta og ljet hana út með hundinuin og skelti í lás. Konan gráhærða vaknaði hjá barni sínu. Það var hraust og glatt. Þegar maður hennar heyrði að hún var vöknuð, fór hann inn til hennar og sagði: „Þú þarft ekki að hraða þjer, Rut. Jeg og börnin erum farin að eta. Þú vaktir svo lengi með barnið í gærkveldi. En nú hefir þú sofið vcl. Og nú sje jeg að þú ert hress. Það er engu líkara en að þú hafir yngst um 10 ár“. Konan hló. Fór hún á fætur og gegndi hússtörfum sínum. En i sálu hennar var sólarbjarmi. Hugur hennar hvarflaði til æskudaganna. Hún hafði einu sinni ritað greinarkorn, áður en hún gift- ist. Og greinin birtist í tímariti. Gaman væri nú að hafa tíma til að rita þessar hugsanir. Jeg hygg að fleiri hefðu gott af að kynnast þeim. Og þegar börnin voru farin í skóla, gafst henni tórnstund, mitt í önnum sínum. Og þá reit hún þess- ar góðu hugsanir. En hávaði vakti alt í einu eftirtekt hennar. Hún sá litlu dóttur ráðherrans standa fyrir utan húsið. Var hún með lítinn hund gulan í fangi sjer. „Ó, hann hefir meitt sig í fótinn“, sagði Friðsemd litla. „Og enginn heima gelur bundið um þetta, af því að mamma er farin. „Komdu með hann“, sagði Rut. Hún skoðaði löpp hundsins, bar smyrsl á sárið og batt um það. Andlit Friðscmd- ar Ijómaði af fögnuði. „Heldurðu að þú vildir hjálpa mjer til að sjóða malinn?“

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.