Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 22

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 22
22 SUMARGJÖFIN Lýgi er oi'tast nær sprottin af hræðslu. Barn, sem er alið upp óttalaust, verður sannsögult vegna þess, að ekkert freistar ]>ess til ósanninda, en ekki vegna sið- ferðilegrar viðleitni. Barn, sem vingjarn- lega og viturlega er farið með er frjáls- legt í framgöngu og ófeimið, jafnvel við ókunnuga. En barn, sem elst upp við á- vítur og harðan aga gengur í eilífum ótta við að brjóta einhverjar reglur, þótt það hafist ekki annað að en ]>að, sern því er eðlilegt. Lítið barn gerir sjer í fyrstu ekki grein fyrir því að til sjeu ósannindi. Barnið uppgötvar þau síðar, við það að gefa fullorðna fólkinu gætur, og hræðslan hjálpar til. IJað tekur eftir því, að fullorðna fólkið skrökvar að því, og það kemst að raun um, að ekki er á- valt hættulaust að segja fullorðnum sannleikann. Þetta tvent kennir börnum að Ijúga. Forðastu þetta tvent, og barnið þitt lærir aldrei að bregða á ósannindi. Þegar dæma skal um hvort börn segja satt eða ekki verður að bcita varkárni. Minni barna er mjög áfátt, og þau vita oft ekki hverju skal svara einhverri spurningu, þótt fullorðnir hyggi þau fær um það. Skilningur þeirra á tímahug- myndum er mjög takmarkaður. Fjögurra vetra barn eða yngra getur naumast greint á milli gærdags og fyrir viku síð- an, eða á milli gærdags, og fyrir nokkr- um klukkustundum. Þegar það veit ekki hverju svara skai einhverri spurningu er því gjarnt að svara með já eða nei, eftir því sem málhreimur spyrjanda bendir til. Stundum talar barnið fyrir munn ein- hvers, sem það hefur hugsað sjer, eða skapað sjer i leikjum sínum. Stundum skilja menn þetta, en oft eru leikir tekn- ir sem alvara. Frásagnir smábarna geta þannig oft á yfirborðinu sýnst ósannindi, þótt barnið segi þær á engan hátt i því skyni að blekkja neinn. Á unga aldri hættir börnunum miklu fremur við að líta á hina fullorðnu sem því nær alvitra, og þess vegna auðvitað ekki unt að fara í kringum þá." Drengurinu minn, sem er tæpra 4 ára, finnur stundum upp á því að biðja mig að segja sjer eitthvað skemtilegt, sem kom fyrir hann sjálf- an einhverntíma þegar jeg var hvergi nærri. Og jeg er i varidræðum með að koma honum í skilning um að jeg viti það ekki. Fullorðnir fá vitneskju um marga hluti og með ýmsu móti, sem börn skilja ekkert i, og ]>ess vegna skilja þau ekki að þekkingu þeirra sjeu nokk- ur takmörk sett. — Um siðustu páska voru drengnum mínum gefin nokkur súkkulaði-páskaegg. Jeg varaði hann við að eta of mikið í einu, ella fengi hann ilt í magann. Jeg ljet sitja við að- vörunina og svo f jekk hann að vera sjálfráður um viðskifti sín við páska- eggin. Hann át of mikið og varð ilt af. En jafnskjótt og magapínan skánaði kom hann til mín, ljómandi af ánægju og sagði, næstum því sigri hrósandi: „Jeg varð veikur pabbi, — þú sagðir að jeg mundi verða veikur“. Hann var him- inglaður yfir því að hafa staðreynt þetta náttúrulögmál. Síðan er óhætt að láta lianri sjálfráðan, þóll hann fái súkku- Iaði til að gæða sjer á. Það ber sjaldan við, svo að honum er það jafnan nýnæmi, en hann man samt það, sem reynslan kendi honum. Og þar að auki trúir hann hiklaust þni, scni við segjum honum, lwað ltann hafi hcst af að horða. Eng- ar siðaprjedikanir, refsingar eða hótanir hefur þurft til þess að ná þessum ár- angri. Meðan hann var enn þá yngri reyndi hann oft á þolinmæði okkar og staðfestu. Nú er hann senn kominn á það skeiðið, þegar drengjum er títt að hnupla sjer sælgæti og ljúga sig úr klíp- um. Jeg er viss um að hann muni

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.