Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 15

Sumargjöfin - 21.04.1927, Blaðsíða 15
SUMARGJÖFIN 15 anna? Hver leyfir sjer að segja, að afl- vaki sá, er Jón Sigurðsson beitli áhuga- málunum sinum göfugu til sigurs, hafi verið peningar? Landsspítalinn er að verða einslconai Hávahöll allra landsins bygginga. Voru peningar afl þessa framtaks? Að segja það, væri níð um þær mörgu göfugu kon- ur, sein al' einskærum áhuga og dugnað' hafa beitt sjer fyrir þessu vinsæla líkn- arverki. Nei, dæmi sögunnar sanna, að aflvak' framkvæmdanna er ekki í ætt við aura Mannkynsins stórvirkustu og göfugustu mikilmenni hafa löngum fæðst, lifað , og dáið snauðir. En engan hafa þeir átt ann- arar handar mann — hvað þá meira — um framtak og framkvæmdir. Aflvaki framkvæmdanna er konungborinn. Hann er eldmóður einbeitts ’silja, en ekki pen- inga. Hann er að hitta engu síður hjá smáðum en hjá dáðum mönnum. Það gengur kraftaverki næst, hvað einbeittui vilji getur orkað mikils, oft við ómöguleg skilyrði, að mönnum virðist. Enginn skilji þó orð mín svo, að jeg á liti peninga ónýta með öllu. Jeg vil að eins skipa þeim í annað sæti, þó að óveg legra muni þykja. Peningar eru löngum verkfæri í hend mannsins, ónýtt í höndum aðburðaleys- ingjans, eins og öll verkfæri. Þeir eru sjálfu sjer ekkert verðmæti, heldur ávís- un á verðmæti. Það byggir enginn hús af bankaseðlum. Maður er viltur í stórhrk uppi á öræfum. Hann lætur fyrirberas< magnjnota af þreytu, sulti og kulda. At hverju gagni kæmi það þessum manni þótt hann fyndi fjárhirslu fulla peningum °f margar dagleiðir væru til matar of þúsa. Þarfir nýja tímans eru miklar og inarg- vislegar. Flestir munu viðurkenna þær strfni þær lil aukins og bætts lífs. Raddirn- ar eru háværar um fullnægingu þessara þarfa. Oss vantar þjóðleikhús, stúdenta- garð, þjóðkirkju, ráðhús, sundhöll, segja þessar raddir. Og þeir, sein hafa áhuga fyrir uppcldi, biðja um barnaskóla og bætt uppeldisskilyrði. Jeg vil leyfa mjer að dvelja nokkuð við hið síðastnefnda. Uppeldi er ekki einasta fyrir framtíðina, heldur einnig nútíðina. í dag koma marg- ir nýliðar á vettvang og bjóða lifinu þjón- ustu sína. í gær koinu aðrir i sömu er- indum. Og á morgun er von á enn öðr- um nýliðum, samkvæmt lögbundinni rás lífsins. Hvort munar um þetta mannslið, mun reynslan sanna. En uppeldið, sein nýliðum þessum var fengið, veldur þar um miklu. Það gagnar lítið glæsilegt leik- hús og góð sundhöll, ef uppeldið skilar mönnunum með brotna vængi og bilaða sundfætur. Það er úti-líf barna og umhverfi, er jeg vildi hjer sjerstaklega drepa lauslega á. Umhverfi barnsins er einskonar jarð- vegur, er þ'að dregur næringu sína úr og mótast af. Ef vel á að vera, þarf nátt- úrlega að fara móðurhöndum um þá mold. Gera það þannig, að það veki blundandi gáfur barnsins og þrár. Sjá um að það fullnægi hinuin ýmsu þörfum barnsins, og þó einkum starfsþránni. Um- hverfið á að hafa eitthvað að segja barn- inu. Og það, sem það segir því, þarf að sjálfsögðu að vera gott og göfgandi. Hvernig er umhverfi reykvisku barnanna? Forugar og ryksælar götur, harðar stjett- ir, óvistleg port, og áhöld auðvitað engin nema þau, er börnin sjálf skrapa saman úr ruslinu. Þetta er snnnköllud steineyði- mörk. Börnin lifa þarna á útigangi, en eiga þó hvergi griðland. Umfarendum eru þau til ama. Og löngum eru þau i erjum við lögregluna. Það er bæði broslegt og sorglegt í senn, að báðir aðiljar eru hjer að gera skyldu sína. Lögreglan að inna

x

Sumargjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumargjöfin
https://timarit.is/publication/613

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.