Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Side 6

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Side 6
4 úTVARPSÁRBóK ýta nndir stofnun útvarpsnotendafjelag'a út um land- ið með því að semja og íyrir sitt leyti að samþykkja frumvarp til laga fyrir samband íslenzkra útvarps- notendafjelaga. 1 haust ljet það auglýsa í útvarp- inu, að þau fjelög, sem til væru, gætu fengið upp- kast af frumvarpinu sent og eins einstakir menn, sem áhuga hefðu á því, að kynna sjer þetta mál og þá ef til vill beita sjer fyrir stofnun fjelagsskapar innan síns umhverfis. Því miður hafa undirtektir orðið fremur daufar. Mun það mest að kenna því, að fjelagsskapur er hvergi til og örðugleikar ýmsir á stofnun fjelaga og menn tregir til að leggjast í silana. Þegar menn nú kynnast hvernig hugsað er, að ná öllum eða sem flestum útvarpsnotendum í einn hóp með stofnun smádeilda um land allt, þá fer von- andi að rakna fram úr þessu máli og útvarpsnotend- ur með samtökum sínum að ná þeim áhrifum á út- varpsmál, sem þeim ber. En vegna þeirra, sem þessa grein lesa, en hafa ef til vill ekki möguleika á að sjá frumvarpið, þá skal hjer stuttlega lýst grindinni í þeirri lagasmíð. öll útvarpsnotendafjelög landsins mynda með sjer landssamband og halda þing annaðhvort ár. Geta öll fjelög sent þangað fulltrúa, 1 fyrir hverja 50 íjel. eða færri. Eins geta fjelög slegið sjer saman um fulltrúa til sparnaðar. Sambandsþing kýs sambands- stjórn, þar fer fram prófkosning fulltrúaefna í út- varpsráð og þar fara fram umræður um öll málefni útvarpsnotenda, sem þangað hefur verið stefnt. Sam- bandsstjórn sjer um útgáfu árbókar útvarpsnotenda. önnur ákvæði eru um almenn skipulagsákvæði o. s. frv. Alls er frumvarpið í 22 gr.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.