Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Síða 14

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Síða 14
12 úTVARPSÁRBóK Nýju öldulengdir útvarpsstöðva. Eins og flestum lesendum árbókarinnar mun kunn- ugt vera, var á síðastliðnu vori haldin enn ein ráð- stefnan til þess að ræða um og reyna að finna heppi- lega lausn á öldulengdavandræðunum. Er nú búið að berjast við þetta fargan í allmörg ár og lítið orð- ið ágengt. Skal hjer skýrt frá því lielsta, er gerst hefir. Á-árinu 1925 fjölgaði útvarpsstöðvum hjer í álfu svo mjög, að- fyrirsjáanlegt þótti, að eitthvað yrði að gera til þess að koma í veg fyrir að stöðvum yrði hlaðið niður með svo nálægum öldulengdum, að trufl- anir gætu hlotist af. Var þá stofnað alþjóðasam- band útvarpsins (Union Internationale de la Radio- phonie — seinna breytt í Radiodiffusion), sem boð- aði til umræðufundar um öldulengdir stöðvanna. Árangurinn af þeim fundi var svonefnd Genf-áaúlun (árið 1926) og var eftir henni öllum starfandi og áætluðum útvarpsstöðvum í álfunni úthlutað öldu- lengdum innan takmarkaðs sviðs. Pessi ráðstöfun stoðaði nú ekki mikið, því að sum ríkin fóru alls ekki eftir henni, auk þess bættust nýjir erfiðleikar við. Til ársins 1928 var hávaðinn af öllum útvarpsstöðvum af líkri stærð og gamla útvarpsstöðin hjer í Reykjavík, 1 til 1 kw í loft- neti, en á því ári var farið að byggja stærri stöðv- ar og jukust þá erfiðleikarnir að miklum mun. Var þá, í janúar 1929, samin ný áætlun, kend við Brussel, sem seinna á árinu var samþykt. á alþjóðafundi í Prag og hlaut nafnið »Prag-áætlunin«.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.