Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 31

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 31
úTVARPSARBóK 29 Útvarpið og afnotagjöldin. i. Þótt saga útvarpsins í heiminum sé ekki löng er hún geysilega viðburðarík. Hvarvetna meðal siðaðra þjóða hefir það rutt sér til rúms og' einstakling-arn- ir lært að meta g'ildi þess. Engin nýung' hefir sig'lt slíku hraðbyri og' valclið jafn miklum straumhvörfum til bættra lífskjara manna. Þrátt fyrir þjettbygð og ákjósanlegustu samg'öngur hefir útvarpið allstaðar verið talið sjálfsagða hjálpin í framsóknarstarfi þjóð- anna. Og því þroskaðri sem þjóðirnar eru, því betur hafa þær skilið nauðsynina. Nú er svo komið að full- komin útvarpsstarfsemi er talin lífæð hvers þjóðar- líkama. Meðal vor fslendinga er útvarpsmálið komið á rek- spöl. Framtíðin ein getur skorið úr því hvaða þýðingu það hefir fyrir þetta afskekta þjóðfélag, en jeg er sannfærður um, að með viðunanlegum framkvæmd- um málsins sje runninn upft nýr dagur í þjóðlífi okk- ar; að samfara útvarpinu hafi opnast fleiri mögu- leikar fyrir þjóð vora til þess að geta yfirstigið örð- ugleikana í lífsbaráttunni. Pað kann að vera að almenningi, sem ekki hefir kynst hinni víðtæku starfsemi erlendra útvarpsstöðva, þyki þessi orð mín nokkuð djarft töluð. En við nán- ari athugun mun mönnum skiljast að sjerstaða okkar öll — fátækt, strjálbygð, sjósókn, samgönguerfiðleik- ar og' fróðleiksþorsti, gerir fullkomna útvarpsstarf- semi enn þýðingarmeiri hér en annarsstaðar. Fullkomið útvarp er eitt bezta meðalið til að auka

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.