Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Síða 34

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Síða 34
32 ÚTVARPSÁRBÓK afnotagjald er greitt. Það er t. d. ekki sanngjarnt að fátækur heimilisfaðir kaupi tæki, og greiði allan reksturskostnað af því, en starfsfólk hans og nágrann- ar hafa þess not án kostnaðar. Þá mundi margfalt auðveldara og kostnaðarminna að innheimta þennan skatt með öðrum opinberum sköttum, en sjerstakt afnotagjald er altaf mun reynast örðugt að fá greidd, og hafa i för með sjer allkonar undanbrögð og lögbrot hjá útvarpsnotendum. Og ekki ætti það að vera út- varpsstarfseminni til hnekkis þótt allar þær þúsundir króna spöruðust, sem núverandi innheimtufyrirkomu- lag kostar útvarpið. Um tvær til þrjár krónur munar engan, en þessi skattur mundi samsvara þeirri upphæð sem nú ætti að fást inn í afnotagjöldum, án þess það kæmi til- finnanlega niður á nokkrum. Og hann mundi hjálpa til að auka notkun útvarpsins. Það yrði skattur til hins stórkostlegasta menningarmáls, sem nú er á dag- skrá — skattur, sem hjálpaði til glæða andlegt líf út um alla landsbygð. Og eftir þeim peningum ætti enginn sannur Islendingur að sjá. — Fyrst við höfum fengið útvarpið, má það ekki verða neinn vanskapningur. En það er hætt við að svo verði ef starfræksla þess byggist á gjöldum notendanna, eða framlagi úr ríkissjóði. Almennur skattur yrði að mínu áliti til þess að gera útvarpið að óskabarni þjóðarinnar, sem ekki yrði þolað að vanrækt væri. Og skatturinn mundi veita því tryggari tekjur og gera starfsemi þess ör- uggari. Gleöilegt komandi ár! Gunnar Baclimann.

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.