Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 44

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1933, Page 44
42 úTVARPSARBúK svið: segulsvið og rafmagnssvið (samsett úr kraft- línum), og er styrkleiki segulsviðsins mælikvarði á afl stöðvarinnar. Styrkleiki útvarpsins í móttökuloft- netinu fer eftir því, hversu sterkt segulsviðið frá stöðinni er og virkri hæð loftnetsins. Virka hæð loít- netsins er ekki sama og metrahæðin (hæð frá jörðu), heldur miklu minni. Er eigi fjarri sanni, að virka hæð meðalloftnets í bæjum sje um 1 meter, en nokkru meira þar sem netin standa á| bersvæði. Virka hæð inniloftnets mun vera nálægt hálfum meter. Segulsviðsstyrkleikinn er mældur í einingunni mikróvolt á meterinn (mikróvolt = 1/1.000.000 volt), sem þýðir, að segulsviðið spani svo eða svo mörg mikróvolt á hvern meter í loftnetinu (miðað við virk- an meter). Eftir því sem mikróvoltin eru fleiri, er orkan frá sendistöðinni meiri. Menn liafa fundið, með prófunum, eða mælingum, að til þess að útvarp heyrist vel í meðalstóru her- bergi, þarf hátalarinn að fá sem svarar 500 milli- watt, og í'er hjer á eftir bráðabirgðatafla yfir, hversu mikinn sviðsstyrkleik nokkrir móttakarar fjurfa, til þess að geta skilað hátalaranum þessu afli. Tveggja lampa [ Gi ipillampi E 424 spennistengd- ) tæki með J ur við hátalaralampann C 443 l endur- ( (pentnða). Hlutfall spennis 1:3. I lengslum. 1150 míkróvolt Do. með band- síu. Bandsía í loftnetsrás, gripil- lampi E 424, spennistengdur við hátalaralampa C 443 (pentóðu). Hiutfall spennis 1:3. 2300 mikróvolt

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.