Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 20
íslenzkir minjagripir Eftir AuÖi Sveinsdóttur Svo virðist sem við íslendingar höfum sérstætt markmið í iðnaðarframleiðslu þeg'- ar við tökum okkur fyrir hendur að útbúa vörur til að selja eða setja í búðarglugga. Þá er eins og við gleymum öllu því góða sem við kunnum og álpumst á að framleiða einhvern óhroða, engu líkara en við leit- umst frekar við að treysta á ósmekk og menningarleysi kaupendanna en það gagn- stæða. Skemmst er að minnast minjagripanna frá stríðsárunum sem fylltu flesta búðar- glugga Reykjavíkur. Ámáluðu silki- og flau- elstuskurnar, gibsdótið gulgráa (sem var lík- ara því að hundur hefði skilið eftir sig á víð og dreif í sýningargluggum en að það væri gert af mannahöndum), tuttuguog- fimmeyringabeltin, fimmauraarmböndin logagylltu og einseyringahálsböndin sem seldust svo prýðilega og við héldum að Eng- lendingum og Ameríkönum þættu svo fall- eg. Við gættum þess ekki að þetta var ís- lenzkur smekkur, en hvorki enskur né amer- ískur; framleiðsla eftir eigin vali. Og liefði nokkrum hugkvæmzt að framleiða smekk- legan hlut hefði hann selzt eins vel. Útlend- ingarnir urðu aftur á móti að taka það sem til var svo þeir gætu sent vinum sínum og ættingjum svoh'tinn áþreifanlegan vott um menningu þess lands sem þeir gistu. Lítið hefur breytzt til batnaðar síðan. í fyrra kom liér fjöldi ferðamanna í skiptum við íslendinga sem fóru kaupstaðarferð til Skotlands með Heklu. Af tilviljun sá ég „minjagrip" sem kona úr þessum Iiópi keypti sér. Það var lopapeysa, lopinn þung- ur af óhreinindum og vélafitu, sem henni var sagt í búðinni að hún gæti þvegið úr heima hjá sér! Þessi groddi var með rykkt- um ermum eins og silkiblúsa og að öllu leyti illa sniðinn, veruleg liandaskömm, og kostaði 140 krónur eða rúm 5 pund ensk og var það liærra verð en konuna hefði dreymt um að borga fyrir fyrsta flokks skozka garn- peysu í heimalandi sínu. Hér á landi er og hefur alltaf verið fjöldi Ksthagra kvenna sem útbúa smekklega muni, stóra og smáa, til gjafa og til að prýða heimili sín eða jafnvel til að loka niður í kommóðuskúffu. En strax og varan á að vera til sölu taka þær upp fáránlegustu vinnubrögð, svo sem að hekla gisna smá- barnakjóla úr einföldum lopa sem þær vita fyrirfram að er gabb og einskisnýtt verk, þar sem lopinn drafnar í sundur eftir fáeina þvotta. Ekki dugir hér að bera við efnis- skorti. Því betra er að gera ekki neitt held- ur en þetta. Það ætti þó að vera eðlilegast að spinna lopann og þvo bandið áður en lögð er vinna í að útprjóna dýrar peysur til að selja út úr landinu. Við kvenfólkið ætt- um að líta til baka, aftur fyrir glysfram- leiðslu stríðsáranna, hvort ekki megi finna lítinn, laglegan hlut úr safni formæðra okk- ar. Það mætti áreiðanlega endurlífga marga smáhluti sem þær notuðu til orlofsgjafa og unnustugiafa, einfalda þá ef með þarf og notfæra sér á nýjan hátt sem minjagrip eða kveðju frá íslandi. Minjagripir mega um- fram allt ekki vera innfluttir eða stæling á einhverju útlendu sem aldrei hefur þekkzt í landinu. MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.