Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 5
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, Skeggjagötu 1, Reykjavik, simi 3156 ■ Svafa Þórleifsdóttir, Hjallaveg 14, Reykjavik, simi 6685 Þóra Vigfúsdóttir, Njálsgötu 72, Reykjavik, simi 5199 Útgefandi: Mál og menning Menningar- og minningarsjóður kvenna Eftir Svöfu Þórleifsdóttur Á síðustu æviárum frú Bríetar Bjarnhéð- insdóttur mun hún eigi ósjaldan hafa vikið að því í viðræðum við vini sína, að nauðsyn bæri til, að eitthvað yrði gert, senr að því miðaði að lyfta undir og styrkja íslenzkar konur til framhaldsnáms, ritstarfa og lista. Taldi hún mikla nauðsyn að stofna sjóð, er hefði þetta hlutverk nreð lröndum. Má ætla, að frú Bríet hafi, sem margar aðrar mikil- hæfar konur, saknað þess sárt að hafa eigi í æsku átt meiri nrenntunarkost en raun varð á. Hefur sjálfsagt einnig legið á bak við sú hugsjón, að æskilegast væri, að hver kona gæti átt. þess kost að stunda hvert það nánr, er lrenni væri hugleikið og hæfileikar henn- ar stæðu til, lrvort sem unr bóklegt eða verk- legt nám væri að ræða, en hins vegar hefur frú Bríeti verið ljóst, að enn ætti langt í land, að konur stæðu jafnt að vígi og karlar í því efni. Nokkru eftir andlát frú Bríetar eða nánar frá skýrt 27. september 1941, þá er 85 ár voru liðin frá fæðingu frú Bríetar, af- hentu börn hennar stjórn Kvenréttindafé- lags íslands 2000 krónur, er voru dánargjöf frú Bríetar, gefnar í því skyni, að af yrði stofnaður sjóður í þeim anda, er heúni hafði melkorka orðið svo tíðrætt um á efri árum. Næstu ár á eftir vann svo K. R. F. í. með Laufeyju Valdimarsdóttur í fararbroddi að því að finna sjóðnunr lieiti og fornr, auk þess senr finna varð honum tekjulindir, sem gerðu það kleift að uppfylla þau fyrirheit, senr sjóðstofnuninni fylgdu. í ágústmánuði 1945 var svo skipulagsskrá sjóðsins staðfest af forseta íslands og heiti sjóðsins ákveðið, en það er Menningar- og minningarsjóður kvenna. Hafði þá lrið upp- haflega stofnfé sjóðsins aukizt svo, mest af minningargjöfum um brautryðjandann í réttindamálum kvenna og stofnanda sjóðs- ins, frú Bríeti, að hann unr þetta leyti nanr um 26.000 krónum. í skipulagsskránni er ráðgert, að tekjur sjóðsins verði einkunr dánar- og minningar- gjafir, áheit og annað því um líkt, svo og tekjur af ýmiss konar starfsemi, er til kunni að verða stofnað, sjóðnum til tekjuauka. í 7. grein skipulagsskrárinnar stendur svo þetta: „Sjóðnum skal fylgja sérstök bók og skal. ef óskað er. geyma í lrenni nöfn, myndir og lrelztu æviatriði þeirra, sem minnzt er með 31

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.