Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 8
ana búið. Að þessu athuguðu tel ég ómaks- ins vert fyrir hvern þann, er til slíks sjóðs hyggst að stofna, að athuga gaumgæfilega, hvort ekki væri eins vel farið að setja það fé í Menningar- og minningarsjóð kvenna. Tala ég þetta einkum til þeirra, sem hafa í hyggju að minnast látinna merkiskvenna, þótt engan veginn sé hægt að telja það óviðeigandi að minnast karla á sama hátt. Af konu eru þeir þó allir fæddir og líf þeirra mjög tengt konum á ýmsa vegu. Ekki er mér kunnugt um, hvort hægt er að breyta tilgangi sjóðs, sem þegar er stofn- aður og staðfestingu hefur hlotið. En ætti ég hlut að einhverjum slíkum smásjóði til minningar um einhverja konu, mundi ég leita eftir, hvort þetta mætti takast og leggja heldur þá minningargjöf í Menningar- og minningarsjóð kvenna, ef hægt væri að fá þessu breytt. Svo miklar framtíðarvonir eru þessum sjóði tengdar, að hver þjóðrækinn íslend- ingur, hvort sem er karl eða kona, hlýtur þar að sjá möguleika til mikils þroska fyrir alla íslendinga. Því að hver neitar því, að konur beri meiri vanda af uppeldi barn- anna en karlar? Og hver þorir í fullri al- vöru að neita því, að fjölmenntuð kona hlýtur að hafa fyllri möguleika til þess að ala upp börn sín en hin, sem lítillar upp- fræðslu hefur notið? Jafnvel mætti gera sér vonir um, að þegar konan verður ,,jöfn að rétti, jafnt að vígi," til hvers konar náms, sem þessi sjóður óneitanlega stefnir að, kunni að rætast eitthvað a£ hinni djörfu og bjðrtu áskorun til kvenna, sem felst í þessu erindi úr Kvennaslag Guðmundar skálds Guðmundssonar: Verið mæður vona nýrra! Verið aldar ljós! Gerið landið hýrra, hlýrra, hrjósturkvist að blómgri rós! Greiðið veginn sumri og sólu. söng og kærleiksyl — hverjum ilmreyr, hverri fjólu hjálpið þið að vera til. Að minnsta kosti ættu konur að ala þá von í brjósti, að tilkoma þeirra sem virkra þátt- takenda í þjóðfélagsmálum yrði til þess að göfga og græða. Að öðrum kosti yrði hlutur þeirra þar eigi sá, sem vera ætti. Og engin stofnun er til hérlendis, sem eins miklar lík- ur eru til að um alla framtíð auki þroska og menningu íslenzkra kvenna eins og Menn- ingar- og minningarsjóður kvenna. Hann hlýtur því að verða óskabarnið, sem allir vilja hlúa að. Þeim, sem kunna að eiga einlwer erindi við sjóðinn og geta komið á skrifstofu hans, skal á það bent, að skrifstofan er á Skálholts- stíg 7 og er aðeins opin á fimmtudögum kl. 4—6 síðdegis. Hentast er, að öllum stærri minningargjöfum sé komið þangað og eins viðbótum við eldri minningargjafir. Þar fást einnig eyðublöð undir umsóknir um styrk úr sjóðnum og minningarspjöld eru þar einnig afgreidd. Annars fást minningar- spjöld sjóðsins á þessum stöðum í Reykja- vík: Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8, Bókaverzlun Braga Brynjólfssonai-, Hafnar- stræti 22, Hljóðfærahúsinu, Bankastræti 7, Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19, Bókabúðinni á Laugavegi 100, Bókabúð Laugarness og Bókabúð Sigvalda Þorsteins- sonar, Efstasundi 28. Á Akureyri fást minn- ingarspjöldin í Bókabúð Rikku, Bókaverzl- un Pálma H. Jónssonar og hjá Hönnu Möll- er í K. E. A. I Vestur-Skaftafellssýslu má fá spjöldin hjá frú Gyðríði Pálsdóttur á Segl- búðum. Ef einhver vill skrifa sjóðnum vegna ein- hverra erinda er áritunin: Menningar ,og minningarsjóður kvenna Pósthólf 1078 Reykjavík. Þeir, sem kynnu að vilja afla sér ein- hverra frekari upplýsinga um sjóðinn geta snúið sér til einliverrar af þeim konum, er nú skipa stjórn hans ,en þær eru: Katrín Thoroddsen, læknir, Teresia Guðmunds- son, veðurstofustjóri, Þóra Vigfúsdóttir, Ragnheiður Möller og Svafa Þórleifsdóttir. H MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.