Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 28
sýndi fram á, að dóttir mín væri ófáanleg til að vera hjá Unkampógra-manninum, eft- ir að.hún hafði haft náin kynni af honum. Haldið þið að ég hafi þá öðlazt frið í liúsi mínu? Aðeins fáa daga. Dóttir mín húkti við arininn eins og sjúk kráka. Hún varð mjög mögur, og konan mín sagði að Un- kampógra-maðurinn hefði liaft gerninga í frammi við dóttur rnína. Ég gaf töfraiækn- inum af Uta-kynþættinum við Hvítafljót- ið, þrjá sekki af hveiti, til þess að eyðileggja galdraáhrifin, en það bar engan árangur. Þá fór ég sjálfur að hafa auga með Un- kampógra-manninum. Ég hugsaði með mér, að ef dóttir mín dæi eða virtist ætla að deyja, þá skyldi ég drepa hann. Ég komst að því að hann hafði lokað hús- inu, sem dóttir mín hafði búið í með hon- um, og þar voru læst inni öll húsgögn hans og búshlutir, sjálfur dvaldi hann mest uppi í fjöllunum lijá hestunum sínum. Allt þetta sagði ég konu minni, sem stöðugt áfelldist: mig. Þegar sá tími kom, að marka átti ungvið- ið, var liugur dóttur minnar enn myrkur og sjúkur. Hadatsé, sem smalaði fénaðinum, sagði mér að Unkampógra-maðurinn væri víst búinn að gifta sig aftur, hún hefði séð hann fyrir utan húsið lians, er hún reið þar framhjá. Vertu nú glöð, sagði ég við dóttur mína, — þegar brúðgumi hefur tekið brúði inn í hús sitt, hefur hann engan tínia til að hafa gerninga og galdra í frammi við aðrar kon- ur. Dóttir mín spurði: Er það satt að hann hafi tekið aðra konu inn í liúsið, sem hann byggði handa mér? Alla nóttina heyrði ég hvernig hún bylti sér í rúmi sínu, án þess að henni kæmi dúr á auga. Það voru galdrarnir, sem létu hana engan frið fá. Næsta morgun þegar ég var að marka í réttinni, kom konan mín Jdaupandi til mín. Dóttir mín var alveg horfin, slíkur var þessi satans kraftur. Allt fram í myrkur leituðum við að henni og spurðunr um hana hjá vin- um okkar, en enginn hafði séð hana. Um kvöldið grét konan mín og faldi tár- vott andlit sitt í feldinum, en ég fægði byss- una mína og bar á hana olíu. Úti fyrir dundi trumba töframannsins, til þess að verja húsin, því þegar mikill seiður hefur verið framinn veit enginn hve áhrif hans geta verið víðtæk, og þetta liafði frétzt, því konan mín og konur vina rninna höfðu mikið rætt um það. Strax þegar dagaði fórum við og vinir okkar alla leið til liúss Unkampógra-manns- ins. I leiðinni vöktum við upp nokkra elztu mennina meðal Unkampógra-kynflokksins, svo að þeir gætu verið vitni að því, sem nú átti að ske, samkvænrt gamalli venju. I ljóma rísandi sólar virtist húsið skugga- legt, en upp úr þakinu liðaðist grönn reykj- arsúla. Þegar við stóðum þarna — þó ekki of nærri húsinu, hver gat vitað hvaða galdrar kynnu að vera framdir þar inni — opnaðist Jiurðin og dóttir mín kom út. Hún sýndist lieil lieilsu, og hún liafði látið á sig alla sína skartgripi. Farðu, Jirópaði ég, farðu burt dóttir mín úr þessu liúsi og frá manninum, sem liefur með göldrum Jieillað þig til sín, og ég ætla að gefa lionum eina inntöku úr þessari. Um Jeið liristi ég byssuna. Þá svaraði dóttir mín, svo allir vinir mín- ir Jreyrðu, og elztu menn Unkampógra-kyn- stofnsins lteyrðu það einnig. Farðu leiðar þinnar gamli heimskinginn þinn, ég vil ekki lteyra nefnda galdra eða annað kvenfólk. Það var bara systir lians, sem var að lirista mölinn úr feldunum mín- um. Farðu lieim til þín, 'þú og vinir þínir og kornið aldrei aftur til þess að spilla á milli mín og mannsins míns! — Því segi ég það! Konur . . . ja, sjáið þið, konur . . . sagði Þruman. — Það var ekki fyrr, en dóttursonur minn fæddist að ltún fékkst til að fyrirgefa mér.“ Katrin Pálsdóttir þýddi. 54 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.