Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 20
Elly Jannes: Austurlönd Eftir Ingu Þórarinsson Elly Jannes, mikilsvirtur kvenrithöfund- ur og blaðakona, sem starfar við samvinnu- blaðið Vi í Svíþjóð, hefur með bók sinni Österland, er út kom 1949, tekizt að draga að sér athygli svo fjölmenns lesendahóps, sem yfirleitt er hugsanlegur. Ferðasögur hennar eru léttar, lirífandi og fróðlegar, og þar sem hún kann einkar vel að beita myndavél, er bókin prýdd mörgurn falleg- um og skemmtilegum myndum. En bókin er ekki aðeins ferðalýsing. Ferðalag blaða- konunnar er einnngis baksvið þeirra al- mennu vandamála, sem hún leitast við að kynna. Hún er einlæg gagnvart viðfangs- efni sínu, en full áhuga, og henni hefur á næstum yfirnáttúrlegan Irátt heppnazt að komast í samband við fólk, sem alls ekki er vant að vera á leið ferðamannsins. Þar sem hún er kona og lætur sig auk þess vanda- mál kvenna miklu skipta, eins og hún hefur sýnt í hinni ömurlegu en ógleymanlegu skáldsögu sinni: Detta ar mitt enda liv, reynir hún alls staðar að komast í samband við konurnar og gerir stöðu þeirra sérstök skil í bók sinni. kringumstæðum, festist sú mynd í minni mínu sem tákn og mynd sósíalismans og þeirra andlegu ofurmenna og mannvina er skyldu til fulls að auðæfi þjóðanna eru menn og þau auðæfi ber að vernda og verja, að þeim dýrgripum verður að hlúa að og Idynna og það er sannarlega gert í Ráð- stjórnarríkjunum. Megi gæfa og gengi fylgja þeim og þeirra framkvæmdum. Það yrði áreiðanlega öllum heiminum fvrir beztu. Þau austurlönd, sem Elly Jannes kynnir okkur fyrst eru Tyrkland, írak og íran. Hún dvaldist samtals 8 mánuði í þessum löndum árið 1948, sem fréttaritari blaðs síns. Hún segir frá því, að einhverntíma meðan síðari Iieimsstyrjöldin geisaði, hafi Lloyd George haldið ræðu í enska þinginu og gagnrýnt stríðspólitík Breta í Mið-aust- urlöndum. Að ræðu Iians lokinni reis ann- ar þingmaður á fætur og benti háðslega á, að fyrrverajndi forsætisráðherra Englendinga ætti að vita, að íran og íi'ak væru tvö ólík lönd. En þess var nú reyndar engin von, því að íran (hin forna Persía) og Irak (hin forna Mesópótamía) eru bæði olíulönd í augum Englendinga og olían hefur meiri þýðingu í stjórnmálum en manneskjur. í írak er hver útlendingur kallaður Eng- lendingur og er orðið oft notað sem skamm- aryrði. Menn gruna Englendingana um að gera sitt til að viðhalda eymd fólksins. Þeir eru taldir styðja sjeikana, sem eru einskon- ar hirðingja-landsdrottnar og halda ósjald- an leiguliðum sínum á barmi hungursins, og bedúínana, senr sæta færis að stofna til árása og skapa ringulreið, þegar kreppur verða á stjórnmálasviðinu. Og nú, þegar klerkavald múhameðstrúarinnar lifir þá endurreisn, sem margir Evrópumenn virð- ast óska katólskunni, til tryggingar gegn kommúnisma, þá þvkjast menn einnig hér geta merkt vestrænan stuðning. Hin erlendu áhrif mundu ekki eiga svo auðvelt framgangs ef aðstæðurnar (förut- sáttningarna) væru ekki jafnhliðhollar og þær eru. í írak eru 85% af íbúunum ólæs- ir, að minnsta kosti nreðal Araba, sem eru fjölmennasti þjóðflokkurinn í þessu ósam- 46 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.