Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 21
stæða landi. Reynt er með dreifimiðum að vekja hina mergsognu alþýðu til meðvit- undar um hagsmuni sjálfrar sín. En þá kem- ur andstæðingurinn og lofar mönnum auka- skyrtu og gefur þeim jafnframt ofurlítið af brauði og það sannfærir þá fljótlegar en bréfmiði, sem þeir geta ekki lesið. En spill- ingin og klíkuskapurinn, sem er svo al- mennur meðal valdhafanna, er þó þyngstur á metunum. Stúdentar í írak virðast liafa nokkurn stjórnmálaþroska til að bera. Með- al þeirra er bæði þjóðernishreyfing, er pré- dikar einn þjóðflokk, ein trúarbrögð, eitt mál og burt með útlend áhrif, og vinstri- hreyfing, sem hefur umbætur í landbúnaði og félagsmálum á stefnuskrá sinni og auð- vitað jafnframt burt með erlend áhrif. í janúarbyltingunni 1948, þegar stúdentum heppnaðist með kröfugöngum að steypa stjórn og þingi, tóku þessar hreyfingar höndum saman í baráttunni. Elly Jannes lítur svo á, að menn verði að telja það gefa nokkrar vonir. Kvenstúdentar í írak hafa tekið mikið stökk fram á við í þróuninni, því að þær eru farnar að sitja við hlið karl- félaga sinna án þess að hafa blæju fyrir and- liti. En margar af jafnöldrum þeirra sitja ennþá einangraðar í dyngju sinni og bíða eftir þeim maka, sem hin harðsnúnu stétt- arlög geta viðurkennt. í írak gilda tvenn lög. Borgaraleg lög eru í gildi í bæjunum, en svo hafa stéttirnar sín sérstöku lög, sem oft stangast á við hin borgaralegu lög, t d. hvað snertir blóðhefnd. Kaflinn um írak er ef til vill áhrifamesti kaflinn í þessari 400 síðna bók. Blaðakonan notar oft tækifærið til að vitna í frásagnir gamla testamentisins og fyrir það verður ýmislegt lesandanum á vissan hátt kunnugt, Joótt framandi sé. Þá fara myndavél hennar og penni með okkur til staða, sem enginn ferðamaður hafði áður náð að leggja undir fót sinn. Tyrkland, fyrsta landið, sem hún lieimsótti, liggur nokkurn spöl inn í Evr- ópu, og lífið þar er á ýmsan hátt tengt okk- ar lífi. Sveitin sýnir hinsvegar mjög lítið af þeirri glæsimynd, sem einkennir borgirnar. En menntunarstarfið í sveitinni var í aug- um blaðakonunnar jákvæðasta uppeldis- fræði Tyrkjanna. Hún kom einnig í stóra bómullarverksmiðju í Kayseri. Var hún byggð eftir rússneskri fyrirmynd og að miklu leyti úr rússnesku efni. Agætis íbúðir voru fyrir starfsfólkið og allt bar vott um velmegun og félagsanda. En afturhalds- hneigðin er rík meðal Tyrkja og þjóðfélags- umbætur eru kallaðar kommúnismi. Hefur þetta alvarlegar afleiðingar í för með sér þar eins og annarsstaðar. Ekki er víst, að menn verði settir í fangelsi, heldur geta þeir líka orðið fyrir skoti úr byssu and- stæðingsins. Svo virðist sem Elly Jannes hafi kunnað verst við sig í íran. Henni fellur ekki eyði- mörkin og ekki heldur persnesku blaða- konurnar, stéttarsystur hennar. Vanafestan kemur í veg fyrir allan kunningsskap. En hún leitar burt til afvikinna staða og þaðan segir hún okkur einnig margt nýstárlegt. Elly Jannes var djúpt snortin af neyð- inni, sem hvarvetna mætti augum hennar á ferðalaginu, og blöskraði af hvílíkri rósemi Vesturlandamenn líta á hana. í bók sinni reynir hún að gefa eins sanna lýsingu og unnt er og tekur heldur broddinn af því, sem hún segir, en að gera sig seka um hlut- drægni. Hún lýkur þessari heillandi bók sinni á kafla um George Polk, ameríska útvarps- fréttamanninn, sem var myrtur fyrir utan Aþenu, af því að Iiann var nógu gamaldags til að vilja vera hlutdrægnislaus í dómum sínum um stefnu grísku stjórnarinnar. Þau áttu tal saman eina kyrrláta kvöldstund og þá iét hann orð falla við Elly Jannes, er fólu í sér hugboð um bráðan dauða hans. Hún gleymir aldrei dapurri rödd hans, er hann sagði: „Það eru aðeins þeir, sem ekk- ert sjá, sem komast hér áfram til lengdar, því að þeir eru þjónustusamleg verkfæri. Maður þyrfti að geta lokað augunum." En hann gat það ekki, segir hún, og þessvegna MELKORKA 47

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.