Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 24
og einstaklingar, sem hennar lögum lúta, standi framar að menningu þótt þær kunni að vera háttstandandi í lieimi tízkunnar. Gamalt máltæki segir: Maðurinn lifir ekki til þess að eta, heldur etur hann til þess að lifa. Það mætti bæta því við, að maðurinn lifir ekki til þess að eta og klæðast, heldur etur hann til þess að lifa og klæðist til þess að skýla nekt sinni og til varnar veðraham. Það er víst varla hægt að bera á móti því að óhóflega mikill hluti af lífsorku fer í þetta tvennt, en hirðuleysi á hitrn bóginn, lélegt fæði og óvönduð og illa gerð klæði, er lam- andi fyrir líkama og sál. Hvað stendur að baki hinni máttugu tízku? Er hún tákn menningar? Er það ein tilraunin til þess að skapa heimsborgarann og sameina þjóðim- ar, og er þá æskilegt að þjóðbúningar legg- ist niður? Ég held að tízkan sé fyrst og fremst stórgróðafyrirtæki, sem búið er að ná óhóflegu valdi í veröldinni. Án efa er heppilegt að til séu alþjóðlegir búningar, sem hæfi ákveðnum störfum undir svipuð- um skilyrðum, og sem almennt eru notaðir í borgum þegar menn óska að iiverfa í hóp- inn, en ég tel það vafasamt að sá geti verið góður heimsborgari, sem hirðir lítt um ein- kenni sinnar eigin þjóðar. Með því að hlynna að verðmætum heima fyrir, og fyrst og fremst þeim, sem eru í tengslum við sögu, náttúru og eðli þjóðarinnar, leggur hver þjóð hinn happadrýgsta skerf til heims- menningarinnar. Það er sagt að alll sé fall- valt í heimi hér og fyrr en varir er allt okk- ur tilheyrandi orðið að forngripum, en samt er þó dálítill munur á endingu og líf- rænu gildi hlutanna. Tízkuklæðnaður breytist með árstíðunum, en sumir þjóð- búningarnir hafa haldizt óbreyttir að heita má öldum saman. íslenzki búningurinn er á svo miklu hrörnunarstigi, bæði livað út- liti og notkun viðvíkur, að vafasamt er hvort hann á sér viðreisnar von. Ef til vill gera menn sér ekki almennt grein fyrir því, hve lítið er orðið um ís- lenzkan búning til daglegrar notkunar í Reykjavík. Vinkona mín, sem sómir sér sér- staklega vel í bolbúningi sínum, sagði mér frá smáatvikum, sem bera vott um hvernig börn líta á íslenzka búninginn. Við dagleg störf er hún í hvítum vinnuslopp til hlífðar. Eitt sinn er hún hafði lokið störfum og er að klæða sig úr sloppnum, segir lítill dreng- ur, sem þar var viðstaddur: „Hún amma mín á líka svona kjól.“ Barninu er ekki ljóst að þetta sé þjóðbúningurinn, það er bara skrítinn kjóll, sem hæfir eldri konum. Eitt sinn á förnum vegi kölluðu til hennar tvær litlar stúlkur 4—5 ára gamlar: „Kona, ertu jarðarfararkona?" „Hvers vegna haldið þið það?“ „Hún amma og hún Sigga frænka eru með svona pils og svona sjal jægar þær fy]gja.“ Svo er viðhorf unga fólksins. Ég spurði nýlega unga stúlku, sem var að fara á kvöld- vöku stúdenta, hvort henni liefði aldrei komið til liugar að eignast íslenzkan bún- ing. „Ef ég ætlaði að dvelja í sveit mundi ég sennilega vilja eiga peysuföt eða upp- hlut, en mér finnst ég ekki vera svo merki- leg að ég geti leyft mér að vera öðruvísi en aðrir, og mig skortir kjark til Jiess að þola að verða til athlægis.“ „Yrðir þú þá til at- hlægis, ef þú mættir á kvöldvöku stúdent- anna í íslenzkum búningi?" „Já, áreiðan- lega.“ Peysufatadagar skólanna bera ekki vott um að þjóðbúningurinn sé í heiðri hafður. Sérstaklega ekki í Verzlunarskólanum, Jiar sem piltarnir klæða sig jafnframt í eins fá- ránleg karlmannsföt og þeim er unnt að ná í, eins og til að sýna hve úrelt og hjákátlegt þetta allt saman er. Þetta virðist vera viðhorf unga fólksins a. m. k. Jiað, sem er mest áberandi. En hvernig lítur hið glögga gestsauga þjóðbúning okkar? Það fer sjálfsagt ýmsum sögum um það, en ég ætla að segja frá um- mælum listakonu einnar, sem dvakli hér á stríðsárunum. Hún liafði séð íslenzkan há- tíðabúning, sem er um það bil 100 ára gamall og er mesti kostagripur. Vakti hann 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.