Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 25
að vonum mikla aðdáun hennar. Hún minntist á það við stallsystur sína, að gam- an væri ef þær gætu fengið að láta taka rnynd af sér á íslenzkum búningi. Stúlkurnar fengu þá ósk uppfyllta. Sú fyrrnefnda klæddist fallega gamla búningnum, en hin fékk að láni upphlut eins og þeir nú tíðkast. Þegar listakonan sá þann búning, sagði hún undr- andi: „Getur þetta líka verið þjóðbúningur, sem er úr skræpóttu og óvönduðu verk- smiðjuefni, það líkist því, sem margar svert- ingjastúlkur klæðast heima hjá okkur.“ Búningur þessi var úr gljáandi gerfisilki og svunta og uppldutsskyrta var svokallað ,,sett“, eða samstæða úr stórmunstruðu sumarkjójaefni. Ég sagði ltenni að þessi afturför þjóðbúningsins ætti sumpart rót sína að rekja til langvarandi innflutnings- Jiafta, að þau efni sem væru Jretur við lians hæfi liefðu lengi verið ófáanleg, því miður væri það víst Jíka afvegaleiddur smekkur. Það er sameiginlegt einkenni þjóðbún- inga að reynt er að vanda sem ljezt til þeirra. Það er ætlast til að þeir séu endingargóðir og oftast eru þei'r að einliverju leyti úr heimaunnu efni. Ég liygg að það muni þykja Jieldur bágborinn þjóðlrúningur, þar sent allt efnið í hann er aðfengið frá öðrum þjóðum. Látum svo vera, þó reynt sé að ná í Jiað bezta, sem fáanlegt er í liátíðabúning- inn, Jiegar svo mjög á að vanda til Jtans um vinnu og endingu, en í búning til dagiegrar notkunar og minni liáttar spariföt, ættum við ekki að vera svo aum að sækjast eftir lé- legu efni til annarra landa. Við eigum sjálf ull, sem eitt sinn var unnin og spunnin og ofin á lieimilunum í klæði á landsins lýð. Heimasæturnar notuðu frístundir sínar til að skattera, ltaldýra og sauma búninga svo fagra, að Jteir vekja aðdáun allra kynslóða. Sagan sýnir að jrjóðliúningar taka oft smá- breytingum samkvæmt kröfum tímans. Þetta er í alla staði réttmætt, ef þess er gætt að stíll og eðli þjóðliúningsins glatist ekki við breytinguna. Það er ekki nema eðlilegt að nútímakonum, sent liúa við hlý liúsa- kynni, Jryki of Jmngt og lieitt að ganga í vaðmálspeysulötum. Ég lief sanit verið að virða fyrir mér vaðmál, sem tengdamóðir mín, frú Kristín Jakobsdóttir, spann og lét vefa en sendi í klæðaverksmiðju og lét ló- skera og lita. Það er fínt og fallegt og sízt Jtyngra og svörgulslegra en mörg ullarkjóla- efni sem aðflutt erú til landsins. Á köldum vetrardegi þyrfti enginn að amast við pilsi úr slíku efni. Svo var ég að skoða gömlu prjónuðu peysuna hennar móður hennar frú Sigríðar Jónsdóttur frá Breiðabólstað. Sú peysa er talin minnst J00 ára gömul. Hún er lneint ekki óliðlegri né grófgerðari en peysurnar, sem flestar nútímastúlkur eiga. Hún tilheyrði peysufötunum í Jiá daga, féll Jrétt og mjúkt að líkamanum, var nokk- uð liá í liálsinn og Jiar var mjótt slifsi linýtt í snotran linút. Við Jiennan búning var not- uð prjónuð, djúp skotthúfa með stuttum skúf. Ef ungu stúlkurnar sæju vandaðan búning Jressarar tegundar, gæti ég \ el trúað Jdví a ðeinliverjar þeirra segðu, að Iiann væri nú dálítið „smart“,“ og djúpa Jiúfan mundi áreiðanlega fara vel á stuttliærðum Jokkakolli. Samfellan liennar frú Sigríðar lier Jdó af öllu því, sem ég lief séð tilheyr- andi íslenzkum búningi. Hún er með breið- um bjómsturbfekk, skatteruð í ótal undra- liturn, með svo mikilli vandvirkni að lengra verður ekki komizt í Jreim efnum. Margar ungar stúlkur leggja mikið verk í að sauma veggteppi og annað, oft eftir lítið listræn- MELKORKA 51

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.