Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 18
allskonar, iðnaðarmenn, verkamenn, lög- regluþjóna og eina fótalansa stríðshetju frá Stalingrad. Allar þessar konur voru ýmist nýbúnar eða í þann veginn að ala börn. Vinna kvenna er afar fjölbreytt í Sovétríkj- unnrn, og margar giftar konur stunda vinnu utan heimilis, enda hafa þær sömu laun og karlar og eru alveg jalnréttháar þeim bæði í orði og á borði. J þessari fæðingarstofnun fékk ég meðal annars ágætt skyr að borða, lí.ússar kalla það trogor og mér hefur verið að detta í hug hvort íslenzka orðið trog sé þaðan komið. Skyrið er í miklu uppáhaldi hjá Rússum og yfirlæknirinn kvaðst nota það mikið handa vanfærum konum með nýrnasjúkdóma. í gestabók fæðingarstofn- unarinnar sá ég rneðal annars lofsamleg ummæli konu W. Churchill þar sem hún kvaðst ltvergi annarsstaðar fremur vilja ala barn; en kannski hefur hún bara skrifað það í trausti aldurs síns og segi ég það ekki vegna þess að ég vilji ger'a lítið úr þessari fæðingarstofnun í fangelsinu gamla, mér leizt mjög vel á hana og yfirlæknirinn, Klara Zetkin, var afar geðug, lítil kerling, sem talaði þýzku og mundi vel vandræða- tímana fyrir Jryltinguna og kunni frá mörgu að segja og var auðheyrilega vel að sér í sinni grein. Yfirleitt var starfslið þeirra stofnana, sem ég heimsótti, valið lið, vel að sér, áhugasamt og áberandi Iirifið af starfi sínu; það var ánægjulegur eldmóður sem einkenndi það allt, eldmóður sem yfirstíg- ur alla erfiðleika og sem tryggir sigurinn. Sem dæmi um stórhug og lramtakssemi þeirra, sem með heilbrigðismálin fara í Ráðstjórnarríkjunum, má nefna baráttuna við ungbarnadauðann sem var geysimikill fyrir byltinguna, Jtaráttuna við berklaveik- ina sem ágerðist meðan á stríðinu stóð og baráttuna við sumarkveisuna, ungbarna- blóðkreppusóttina, sem hrjáð hefur og hrjá- ir enn öll þau lönd sem mjög heit sumur hafa. Mótleikur Ráðstjórnarríkjanna er einfaldur en mjög áhrifaríkur. Hver kona er undir nákvæmu lækniseftirliti um með- 44 göngutímann allan, heilsugæzlustöðvarnar annast um að ekkert skorti er aukið geti vellíðan hennar og eflt heilsuna. Allar kon- ur fæða í fæðingarstofnunum sem heimsókn- ir eru bannaðar í, en upphringingarsími við livert rúm. Jiörnin eru bólusett við berkla- veiki 5 daga görnul og síðan berklaprófuð úr því öðru hvoru reglulega; gegn bólusótt eru þau bólusett 2ja mánaða en barnaveiki 6 mánaða. Allar konur sem það geta hafa börn sín á brjósti, en þegar hitatíminn nálgast eru þau börn sem ekki fá brjóst flutt ásamt mæðrurn sínum burt úr borgun- um í sumarbústaðahverfi í silfurskóg’um svokölluðunt eða barrskógum. Öll börn eru undir nákvæmu lækniseftirliti og annast heilsugæzlustöðvarnar allt slíkt og engin kona fær að fara með barn sitt burt úr fæð- ingarstofnuninni fyrr en lilutaðeigandi heilsugæzlustöð ltefur athugað heimilið og lýst það hæft. Séu húsakynni talin að vera t. d. of þröng eða léleg annast lögfræðingur stöðvarinnar um að annað lretra og börnum samboðið fáist. Árangurinn af ungbarna- heilsugæzlunni var auðsær. Ég hef ekki séð ánægjulegri Irörn en í Moskvu og sá ég þar mörg og á öllum aldri. Þau voru hraustleg, glöð í bragði, frekju- og hávaðalaus, gjör- sneydd feimni og ótta. Yfirbragð og fram- koma bar vott um sjálfstraust og trúnaðar- traust, rétt eins og þau vissu sig vera það sem þau eru í raun og veru: forréttinda- stéttin í Ráðstjórnarríkjunum, eina forrétt- indastétt í heimi, sem er elskuð og dáð og ekkert er of gott talið. — Nú efast ég ekki um að þeir sem ekki vilja trúa að Ráðstjórnarríkin byggi mennskir menn segi sem svo að þetta sé ekkert að marka. í fyrsta lagi Jiafi mér að- eins verið sýnt úrvalið; það þori ég að full- yrða að ekki er rétt til getið. Og í öðru lagi að ég hafi ekkert fengið að sjá annað en það sem Rússar voru fúsir á að sýna, og það er satt, en þó aðeins liáJfur sannleikur sem oft á tíðum er hreinni lygi verri. Ég skal viður- kenna það að ég Jiafði sama liáttinn á í MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.