Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 22
ÞJÓÐBÚNINGAR Ejtir Guðrúnu Sveinsdóttur Það var á einu undurfögru síðsumar- kvöldi, árið 1923, suður í Vínarborg. Um þessar mundir var þar margt aðkomumanna. Þótt borgin bæri enn menjar eftir hörm- ungarástand stríðsáranna og almenningur ætti við sára fátækt að búa, sóttust menn eftir að halda þar alþjóðamót af ýmsu tagi. Þessa daga var þar t. d. alþjóða friðarráð- stefna, þar sem þúsundir manna í góðri von og trú báru hvít bönd, sem á var letrað: „Aldrei framar stríð“. Ég hafði dvalið tæp- ar tvær vikur í borginni, í fylgd með móð- ursystur minni Halldóru Matthíasdóttur og Kristínu, sem þá var gift Steingrími lækni móðurbróður mínum. Við sóttum þar al- þjóðamót Guðspekifélagsins, sem fór fram í Konzerthaus, hinni veglegu hljómleikahöll Vínarborgar. Þetta var síðasta kvöld móts- ins, og var haldið sérstaklega liátíðlegt í kveðjuskyni. Þess hafði verið óskað að þeir, sem það gætu, mættu í þjóðbúningum. Pað er óhætt að segja að þarna var saman kom- inn skemmtilega skrautlegur hópur. Eflaust mundi einhver hugsa sér, að það hefði verið líkt og að horfa á grímudansleik, en því fór fjarri. Að vísu gefur að líta fólk í margs lét hann lífið. Það er áminning öðrum þeim, sem ekki geta lokað augunum, en halda áfram að sjá, þrátt fyrir allar viðvar- anir, að svo miklu leyti sem samvizkusamir menn geta notað augu sín nú á dögum, þreifa sig áfram, óseðjandi í leit sinni, þangað til mannkynið hefur eftir ringul- reið og hörmungar náð þeim þroska og því jafnvægi, að það aftur kunni að líta á sann- sýnina sem hugsjón, er vert sé að keppa að. (J. O. þýddi jyrir Melkorku) konar gerfi við slík tækifæri, en það var sá stóri munur, að þarna báru menn virðulega vandaðan búning þjóðar sinnar. Án efa hafa margir þessir búningar verið erfðagripir, í heiðri liafðir, svo mikið var til þeirra vand- að um efni og handbragð, og svo voru menn hreinir í framan, án andlitsfarða eða ann- arrar grímu. Fegurstir þóttu mér búningar þeir, sem liafa verið notaðir svo að segja óbreyttir öldum saman og enn þann dag í dag, líklega vegna þess að þeir hafa haft það til síns ágætis að vera hvorttveggja í senn, hentugir og fallegir í sniði. Vil ég þar t. d. nefna búninga Indverjannna, karla og kvenna, og kvenbúninga frá Spáni, sem mér þóttu sérstaklega fallegir. Seinna um kvöldið, þegar við gengum heirn að hótelinu, lá leið okkar fram hjá stóru veitingahúsi, þar sem fjöldi manns sat við smáborð fyrir utan, rétt við götuna. Allir liorfðu á fólkið í þjóðbúningunum, sem fram hjá fór. Kristín bar íslenzkan bún- ing, kyrtil og skaut. Hún var fögur kona og bar búning sinn með mestu prýði. Þegar röðin kom að henni var einhver, sem hróp- aði með mikilli aðdáun: „Lítið á, hér er drottning á ferð.“ Þegar ég kom lieim um haustið, fór ég að veita íslenzka búningnum nreiri atliygli. Á bernskuárunum liöfðu mér þótt peysufötin svo sjálfsögð, og sóma sér svo vel á ömmu minni og mömmu og öðrum eldri konum, og eins bolbúningurinn eða upphluturinn á ýmsum spengilegum blómarósum bæjarins. Skautbúning sá ég svo sjaldan á Akureyri, á æskuárum mínum, að mér fannst þær fáu konur eins og álfkonur úr hulduheimi, eða klæddar í fornkonuskrúða. Alls staðar voru til ljósmyndir af eldri kynslóðinni í þessum 48 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.