Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 7
Fyrsta konan sem lýkur embættisprófi í íslenzkum fræðum Frú Karólína Einarsdótdr lauk embættis- prófi í íslenzkum fræðum við Háskóla Is- lands 22. maí s.L Hún er fyrsta konan, sem lýkur því prófi. Frú Karólína er dóttir hjón- anna Valgerðar Jónsdóttur og Einars Guð- mundssonar, Miðdal í Mosfellssveit. Hún er gift Guðmundi Gíslasyni lækni og eiga þau 3 börn, 14 ára, 8 ára og 3ja ára. Við óskum frú Karólínu til hamingju með sitt ágæta próf og þykir með sjálfum okkur dálítið gaman af því að 19. aldar hugsunarhátturinn um árangur við háskóla- nám eftir kynjum hefur lilotið enn einn skellinn. Frú Karólína er fædd 1912. Hún hóf ekki nám fyrr en 1939 og varð þá að byrja á gagnfræðaprófi, stúdent varð hún 1943 og eins og áður segir cand. mag. 1950, með I. einkunn. Valdimarsdóttir hrfði ritað og fékk í því skyni ágæta konu til þess að sjá um útgáf- una. Ágóði af sölu þeirrar bókar rennur svo til sjóðsins og er þegar orðin nokkur upp- hæð, því að ekki þurfti sjóðurinn að greiða neitt fyrir útgáfuréttinn. Um síðustu áramót var sjóðurinn orðinn rúmlega 170.000 krónur. Hefur þó á {ress- um árum verið veitt úr sjóðnum um 48.000 krónur til ýmsra kvenna við margvíslegt nám. Af þessum 170.000 krónum koma til úthlutunar á þessu ári kr. 17.800. Var þó svo komið um síðustu áramót, að fasti sjóð- urinn nam rúmlega 150.000 krónum, og má þá taka til styrkveitinga helming vaxta, ef stjórn sjóðsins telur það henta. Eins og sjá má al' framangreindu hefur sjóður þessi notið mikillar liylli, því að fá- melkorka Karólina Einarsdóttir, cand. mag. gætur mun vera svo skjótur vöxtur sjóðs, sem engar fastar tekjur hefur. Þó er enginn vafi á því, að á þessum árum hafa verið stofnaðir sérstakir minningarsjóðir með ýmiss konar tilgangi víðs vegar um landið. Verður hér enginn dómur lagður á, hve þýðingarmiklir slíkir sjóðir kunna að verða, er aldir líða. En hitt má óhætt fullyrða, að flestir þeirra eru stofnaðir af svo smáum fjárupphæðum, að engar líkur eru til, að þeir komi að nokkrum notum í náinni framtíð. Tilgangur nokkurra slíkra sjóða er og svo mjög miðaður við það, sem nú er, að búast má við, að margt verði orðið breytt í þjóðarháttum, þegar þeir eru orðnir þess megnugir að verða til einhvers gagns. Vel gæti og svo farið, að erfitt yrði að finna suma þeirra, ef ekki er því betur um hnút- 33

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.