Melkorka - 01.12.1956, Síða 8

Melkorka - 01.12.1956, Síða 8
sér til rúms og kóramenningin breiddist út um landið. Ýmislegt úr baðstofunni hefur verið þaggað niður með aðhlátri og okkar helzta sérkenni bælt niður, dysjað, eins og gert var við misyndisfólk. 20. öldin, sem gefið hefur okkur lista- safn og Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn og út- varp og symfóníuhljómsveit hefur týnt niður og farið á mis við ýmislegt; gömul kona sem ég heyrði kveða inni í litlu stein- húsi uppi í sveit, gerði þessar stórkostlegu framfarir að engu, í kvæðalagi þessarar gömlu konu var eitthvað ólýsanlegt en sem mig langarþó til að reyna að lýsa: jafnskjótt og hún myndaði tón var líkt og hann hrap- aði í vissum tónskala, sem eyra mitt var ó- vant að heyra, en líkja má því við þegar strengur er sleginn og slaknar á honum um leið. Áhrifin voru seiðmögnuð. Þetta var hinn íslenzki tónn, sem hafði nærst hér, fest rætur og staðnað. Þetta var rödd, sem hljóm- að hafði eins um aldir og mátti heyra forn- eskju í hljómunum. Við erum í þann veg að slíta sambandinu. Rímurnar eru skáldskapur þjóðar, sem lifir við liörð kjör, eldgos, ísa, ófrelsi og er einangruð frá öðrum þjóðum. í aldaraðir voru húsakynni hvorki mikil né glæsileg, sumstaðar var vistarvera fólksins uppi yfir fjósinu og var hitinn frá kúnum eina upp- hitunin. Fólkið hélt til í baðstofunni, svaf þar um nætur, en á kvöldin og í skamm- deginu sat það þar við vinnu sína, oft var þá einhver fenginn til að kveða rímur til þess aðlétta fólkinu vinnuna. Jón Thorodd- sen segir frá því eitthvað á þá leið: „meðan kvæðamaður kvað, gekk nálin hraðar og rokkurinn söng glaðlegar, fólk réri sér og sá sem fléttaði hnykkti fast við hverja hend- ingu eftir því sem kvæðamaður hóf og herti röddina." Ekki var óvenjulegt að duglegir kvæðamenn flökkuðu milli bæja og kvæðu rímur sínar og var þeim þá vel tekið. Snemma hefur rímnakveðskapur byrjað. Sagt er frá kvæða-Önnu í annálum 1424. Rímurnar voru líka skáldskapur þjóðar, sem átt hafði gullaldarbókmenntir, ljóð- skáld hennar höfðu ort kvæði sín konung- um og þáðu laun fyrir, sem lesa má á göml- um bókum. Skáldskapur hafði verið útflutn- ingsvara og þjóðaríþrótt. Skáldamálið forna, eins og það kemur fram í rímunum var arf- leifð frá þessari gullöld. í skáldskaparmál- um Snorra-Eddu segir frá öllum heitum og kenningum sem til taks þurfa að vera í skáldskap á mönnum og guðum, náttúru- öflum, hlutum ýmsum svo og ósýnilegum verum. Ekkert heitir þar sínu rétta nafni, þó væri réttara að segja að liver hlutur liefði mörg nöfn og öll þau nöfn hafi skáldin orð- ið að Jjekkja. Skáldamál þetta er tekið til notkunar við rímurnar eins og viss skrá sem alltaf var til taks. Oft er þetta mál erfitt, en fólk verið furðu naskt að rýna í það og skilja. Fólk bjó oft við slíkar Jrrengingar að undrurn sætir hvernig Jjjóðin hafi lifað af. Það gefur að skilja að fólk lærir að nýta sér allan efnivið hins harðbýla lands út í æsar, og nýtnin verður að sama skapi á andlega sviðinu sem einangrunin er nær því algjör. Það hagga engir straumar né bókmennta- stefnur þjóðinni um margar aldir og hin heimalærða iðja hennar, rímumar, tekur alltaf á sig fastari mynd og fellur í þrengri skorður með hverri öld sem líður. Það má heimfæra þjóðlögin undir það sama, [)au daga hér uppi vegna einangrun- ar og takmarkast sumpart af því hljóðfæri sem notast er við, annaðhvort fiðlu eða lang- spili. Söngmaður reynir að fá tilbrigði í lögin með ringjum og dúllum á öllum mögulegum stöðum í laginu. Það má segja, að íslenzki hljómurinn sé fimmundarhljóm- ur og algengasta tóntegundin lýdísk, þótt erfitt sé að heimfæra svo breytilegt sem íslenzku lögin, undir eina og vissa tónteg- und. Lögin eru stutt og þunglamaleg og oft raunaleg, og í þessari sérstæðu tóntegund, sem hin ófullkomna fiðla og liið hálftóna- lausa langspil skorða. 72 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.