Melkorka - 01.12.1956, Page 14
Frá Kínaför
Viðtal viÖ SigriÖi Eiriksdóttur
Það er orðinn hversdagslegur viðburður að Xslend-
ingar bregði sér til útlanda og meira að segja austur
fyrir járntjaldið fræga. En þó þóttu það tiðindi í vor
þegar það fréttist, að tvær íslenzkar konur, þær Rann-
veig Tómasdóttir, starfsmaður á Hagstofu íslands og
Sigriður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona, hefðu farið alla
leið austur til Kínaveldis til eins mánaðar dvalar. Ung-
frú Rannveig hefur síðan flntt 4 erindi í útvarpið um
þessa einstæðu ferð og munu þcir sem hlustað hafa,
ekki sízt óska eftir að fá eitthvað meira að heyra. Þess-
vegna fannst Melkorku tilhlýðilegt að biðja frú Sigriði
að segja okkur einnig eitthvað frá þessari fjarlægu,
fornu mcnningarþjóð.
FóruÖ þiÖ stöllurnar ferð þessa á vegum kinverskra
kvennasamtaka, spyr eg frú SigriÖi?
Nei, við fórum til Kína í boði kfnversku friðarhreyf-
ingarinnar, en það eru geysi fjölmenn og sterk samtök
þar í landi. Þannig stóð á, að við Rannveig vorum báð-
ar á þingi Hcimsfriðarhreyfingarinnar i Stokkhólmi
síðastliðið vor og vildi svo einkennilega til, að okkur
var ætlað sæti við hlið kinversku friðarnefndarinnar.
Tókst brátt góður kunningsskapur með nefndarmönn-
um og okkur, einkum ungrar konu frá Shanghai, frú
Shi að nafni, en hún er aðalritari Kristilegs félags
ungra kvenna í Kína. — Rannveig hélt erindi á þing-
inu, sem vakti mikla athygli, og mun það ekki sizt vera
því að þakka, að okkur hlotnaðist þetta einstæða heim-
boð, sem okkur fannst að athuguðu máli að við gætum
ekki hafnað, enda þótt við hefðum fastlega gert ráð
fyrir því að hverfa strax heim að þinginu loknu. —
IJetta ferðalag alla leið yfir á hinn helming hnattarins
bætti röskum 5 vikum við fjarvistartímann, en við sjá-
um sannarlega ekki eftir þessum vikuin, sem okkur
auðnaðist að kynnast umhverfi og lífsháttum fólks, svo
gerólíkum því sem við eigum að venjast.
ÞiÖ hafiÖ auÖvitaÖ fariÖ i áföngum svona langa ferÖ
og komiö viÖ i merkum borgum á lciðinni?
Áfangarnir voru margir og telst mér til að þeir hafi
verið 33 í allri ferðinni, og að við höfum lent I 31 skifti
á flugvöllum, því tvisvar fóruin við í járnbrautum, en
það voru vegalengdirnar frá Helsingfors til Moskva, sem
tók 28 klst., og frá Hanchow til Kanton, sem tók rösk-
an lt/2 sólarhring. Við dvöldum í Moskva á útleið í 3
daga vegna óvenju mikils annríkis á flugleiðinni til
l'eking. Við höfum áður verið í Moskva, og notuðum
við þessa daga til að skoða okkur um í borginni og
lieilsa upp á vinkonur okkar, sem voru gestgjafar okkar
sumarið 1954. En á kvöldin voruin við boðnar í Bols-
hoi leikhúsið að sjá hinn óviðjafnanlega ballett Rúss-
anna. — Vorið var mjög kalt og snjór ekki leystur á
hinum norðlægu slóðum, sem við sfðar flugum yfir,
en við þræddum stærstu iðnaðarborgir Siberíu, Kasan —
Sverdlowsk — Oinsk — Novosibirsk — Krasnojarsk og
Irkutsk. Þaðan héldum við svo yfir til Mongólíu og
stönzuðum við í hötuðborginni Ulan Bator. Er það
einkennilegt borgarstæði, niðri í geysistórum dal, og
er dalbotninn rennislétt víðátta. Fjallahringur umlykur
dalinn og skal því ekki neitað að óhugnanlegt er, þegar
flugvélin steypir sér niður á milli fjallanna ofan á flug-
braut, sem ekki er einu sinni steypt, heldur aðeins
harður völlurinn. Því miður var ekki hægt að skoða
sig um í Ulan Bator, sem okkur hefði þó mjög langað
til, því sú borg kvað vera fornfáleg uppistaða af göml-
um bygginguin og hirðingjalffi með ivafi af nútíma-
liyggingum og menningu.
Voru ekki hátiöahöldin i Peking 1. mai stórfengleg?
Þar liefur sennilega gefið að lita mannhaf i orösins
fyllstu merkingu. SáuÖ þiö Mao Tse-tung? ,
Við vorum búnar að vera 9 daga í Pcking fyrir 1.
maí og heyrðum við oft á förunautum okkar, að við
æltum mikið í vændum að sjá, þar sem skrúðgangan
mikla væri. — Við höfðum því gert okkur töluvert háar
hugmyndir um þennan mikilsvcrða atburð ( augum
Kínverja, og við urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigð-
um. Við höfðum oft þessa daga ekið um hið mikla torg,
sem var miðdepill skrúðgöngunnar, fram hjá hliði
„liins himneska friðar," cn svo heitir einn aðalinngang-
ur til hinna fornu keisarahalla í Peking. Við höfðum
líka séð ýmsan viðbúnað, scm benti á hið mikla gildi
þessara hátíðahalda, en þó hefði ég aldrei getað imynd-
að mér hátíðahöldin slfk sein þau voru. Þar fór saman
mcðfæddur virðulciki Kínverjans, brosmikli og leikandi
léttleiki. — Við lögðum af stað frá gistihúsinu árla
morguns í blíðskaparveðri og tókum okkur stöðu á
gcysistórum pöllum sitt hvoru megin við hliðið, en fyrir
ofan okkur voru langar svalir, þar sem ríkistjórn
landsins og öðrum virðingarmönnum var ætlaður stað-
78
MELKORKA