Melkorka - 01.12.1956, Side 16
Algeng götumynd i hina.
beygðar inn unclir fótinn og reyrt að með léreftsræmum.
Þessar umltúðir voru síðan liafðar á í uppvexti stúlk-
unnar og hindruðu þær eðlilega vöxt fótarius. Svo var
siður þessi rótgróinn, að auðséð er að lagabannið var
þráfaldlega brotið, því margar konur sem við sáum
virtust ekki hafa náð fimmtugsaldri. Burðarstóla sáum
við hvergi, enda eru þau flulningatæki nú bönnuð.
Arftaki burðarstólsins var tvíhjólaður vagn (rickshaw),
sem mönnuin var beitt fyrir, en nú liefir þessum vögn-
um vcrið breytt í eins konar reiðhjólavagna (pedicabs),
þannig að rciðhjól er fest framan við vagninn og er
ökumönnum nú léttara að flytja menn og farangur en
áður var. Bílar eru fremur sjaldséðir nema í nálægð
ferðamannagistihúsanna.
Hvaða borgir heimsóttuð þið aðrar fyrir utan Pcking?
Við hcimsóttum Shanghai, Hanchow og Kanton. Vin-
kona okkar frú Shi er búseLt í Shanghai og höfðum
við lofað því að heimsækja hana, og varð sú lieimsókn
okkur til mikillar ánægju og fróðlciks. Við kynntumst
af reynd, að |>að mun vcra á einhverjum misskilningi
byggt, sem oft er haldið fram hér lieima, að kristnir
scifnuðir séu ofsóttir í Kína. Bæði frú Shi, maður henn-
ar og prestar sem við hittum sögðu okkur að söfnuð-
irnir nytu þvert á móti stuðnings ríkisins til viðhalds
á kirkjum og bcitti sér engan veginn gegn kristniboði í
landinu, cnda eru nokkrir viðurkendir kristniboðsskól-
ar starfandi, bæði í Shanghai og í Peking. — í Shang-
hai hafa verið' ein stærstu fátækrahverfi heims og liafa
um 2 miljónir manna búið þar við slíka örbirgð, að
nálgast hefur allsleysi. Er nú óðum verið að flytja þetta
fólk í nýbyggð íbúðarhverfi og var okkur sagt að þegar
væri um 400,000 manns flutt í sæmilegar vistarverur.
Kínvcrjar gera sér nú mikið far um að bæta heilsufar
manna og útrýma hinum hættulegu drepsóttum, sem
löngum hafa verið landlægar þar. í hinum nýju íbúðar-
hvcrfum voru alls staðar staðsettar heilsuverndarstöðv-
ar, barnaheimili, leikskólar og leikvellir. Enn er langt í
land, þar til allir Shanghaibúar eru fluttir í íbúðar-
hæfar vistarverur. Mikið hefur samt verið lagfært í
gömlu hverfunuin; áður var t. d. allt vatn í eigu ein-
stakra manna og hver vatnsdropi seldur íbúunum, en
nú hafa verið settir upp vatnshanar í göturnar til al-
menningsþarfa. Hverfisstjórar hafa verið skipaðir til
eftirlits og uppfræðslu. Saina var að segja um Kanton,
en þar eru fátækrahverfin mestmegnis í bátum á fljót-
inu, þar sem miljónir manna búa á fljótunum í Kína.
Við fórum í nokkrar „húsvitjanir" til fólks sem bjó i
bátum á Perlufljóti í Kanton og virtist mér sem jarð-
neskir munir þessa fólks, sem þar bjó, væru jafnvel enn
færri en hinna, sem við sáum í Shanghai. Allt þetta fólk
telur sig þó bíða betri tíma, og sýnir okkur nýja skóla
fyrir börnin sín og ýmisskonar umbætur, sem það cr
mjög ánægt yfir að hafa fengið. Eins og kunnugt er.
hefir lestrarkennsla færzt mjög í vöxt í hinu nýja Kína,
sem fyrir nokkrum árum hafði einungis 15—20% læsa
ineðal þjóðarinnar. Átak lcstrarkennslunnar er í sjálfu
sér svo mikið þrekvirki, að slíkt virðist óframkvæman-
legt áií mikillar vakningar mcð þjóðinni.
Ert þú á þeirri skoðun, eins og oft er haldið fram i
vcstramum blöðum, að hvergi i hcimi sc framleiddur
jafn Ijúffengur matur og i Kina?
I’að er erfitt fyrir mig að dæma um slíkt, þvi víða
er matur ljúffengur, þótt með ólíkum hætti sé. Hinn
strembni danski matur á sér marga aðdáendur og
öðrum finnst hinn kryddaði matur Suðurevrópulanda
taka öllu öðru frarn. F.n víst er um það, að Kínverjar
hljóta að vera slyngir matreiðslumenn, ef dæma má af
þeim réttum scm fyrir okkur voru bornir: Heilir fiskar
soðnir eða steiktir, fljótandi í sýrópsdýfu, allskonar
krabbar og. fiskahveljur, Pekingöndin víðfræga, skorin
niður í smábúta, vafna innan í þunnar pönnukökur og
siðan dyfið í sterka kryddblöndu, kúlur úr hrísgrjóna-
mauki með kjörnuin innan í, harðsoðin egg, sem voru
gulgræn af elli, í þar til hæfri ídýfu, lirisgrjón blönduð
grænmeti og kryddi, soðnir bambusstiklar og ávaxta-
tegundir, sem ég hef ekki áður séð eða bragðað. Allt
þetta var mjög nýstárlegt og smakkaðist flest mjög vel.
Veizlusiðir eru að bera gestum 15—17 rétti. I’eir eru
bornir inn á stórum fötum, einn réttur í senn. Kínverj-
ar kraka með prjónum sinum í góða bita af fatinu og
lcggja á disk gesta sinna og hefir maður varla við að
innbyrða, enda orðinn pakksaddur í miðri máltið. En
forvitnin rékur mann áfram að bragða alltaf á nýjum
rétti, og heimamenn njóta auðsjáanlega matarins um
leið og þeir bjóða manni af hjartans gestrisni. I’etta
líktist allt cinskonar helgialhöfn.
80
MELKORKA