Melkorka - 01.12.1956, Page 22

Melkorka - 01.12.1956, Page 22
Keppinautar Kftir Joan Biss Þegar dyrabjallan hringdi, gat María ekki haldið sér lengur í skefjum, hún stökk upp af stólnum, leit í spegil, greip varalitinn, en lagði hann frá sér aftur, — án þess að nota hann. Fritz þoldi ekki nýmálaðar varir. Hjartað lrarðist í brjóstinu, þegar hún Jiljóp til dyra. Ókunnug kona stóð fyrir utan. „Ég er Cecilie Dahlen,“ sagði hún. „Má ég koma innfyrir?" Hún beið ekki svars, lieldur gekk inn í stofuna. María kom á eftir. Cecilie Dahlen leit í kringum sig kulda- lega. Þannig hafði hún hugsað sér, að það væri. Fullt af hægindum í sófanum, ódýr, nýtízku húsgögn, líkjörsflaska á borðinu, uppáhaldstegund Fritz. Stúlkukindin sjálf — andlitið ósköp venjulegt, laglega vaxin, röddin þægileg. Alþýðustúlkan, sem kunni ekki að klæða sig. Hvernig skyldi Fritz bless- aður hafa kynnzt henni? Á veitingahúsi, eða skrifstofunni. María bauð þessum óboðna gesti að setj- ast. Hún horfði með athygli á konu Fritz. Velklædd, hugsaði hún. Það var ekki mikill vandi, þegar nógir voru peningar til að kaupa fallegustu kjólana og dýrustu hlut- ina. En — miklu eldri en liún sjálf — sá hún sér til mikillar ánægju. Þær virtu hvor aðra fyrir sér þegjandi. Já, sagði María, og reyndi að leyna minni- máttarkennd sinni með því að vera dóna- lega stutt í spuna. Þér eigið von á manninum mínum, er ekki svo? spurði Cecilie rólega. Já, og hvað með það? Ef lestinni hefur ekki seinkað, hlýtur lrann að koma á hverri stundu. Þessi athugasemd kom Maríu úr jafn- vægi. Rifrildi, sáryrði hefði liún skilið. En stilling jressarar konu kom henni í æsing. Hvað er yður eiginlega á höndum? liróp- aði hún. Við getunr rætt vandamálið, sagði frú Dahlen. Ég verð hér jrar til maðurinn minn kemur. Eins og yður þóknast, ég gæti hvort eð er ekki kastað yður á dyr, en Fritz verður ösku- vondur! Cecilie brosti kuldalega. Hörkutól, hafði Fritz sagt unr konu sína. Eiginkona Fritz settist í hægindastólinn, en María lét fara vel um sig í öllum hægind- um í sófanum. Hún var æst og reið, en lagði að sér að sýnast róleg og stillt, eins og þessi óboðni gestur. Hvernig komust þér að þessu? spurði hún. Það var auðvelt, ég las bréfið frá yður, ég fann það í vasa mannsins míns. Það var ekki sérlega siðsamlegt! Þegar búið er að koma illa fram við nrann í langan tíma, vill siðsemin gleymast. Það er lygi, Fritz mundi aldrei hegða sér þannig! María var æst. Aftur brosti Cecilie. Þetta datt mér í hug; þér trúið honurn. Þess vegna ákvað ég að ræða málið við yður, áður en ég léti spæjara sanna sekt hans. Og það hafði yður til hugar komið að gera? Já, ég er orðin svo dauðleið á þessum ást- arævintýrum hans. Ég skildi af bréfi yðar, að liann mundi koma liingað beint úr lest- inni. Ég vissi það nú að vísu, þegar hann fór, að ég- myndi fá símskeyti frá honum. 86 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.