Melkorka - 01.12.1961, Síða 4
bandalagsins er ekkert leyndarmál. Sjálfur
framkvæmdarstjóri þess, Walter Hallstein,
sagði síðast í vor leið, að „pólitísk markmið
eru æðri hinum efnahagslegu í bandalagi
sex-veldanna“. Og Jónas Haralz segir í
einni leyniskýrslu sinni til ríkisstjórnarinn-
ar um Efnahagsbandalagið: ,,Þó að mark-
mið sjálfra ákvæða Rómarsamningsins séu
efnahagslegs eðlis einvörðungu, mætti vel
halda því fram, að í víðtækari skilningi séu
þau í raun fyrst og fremst stjórnmálalegs
eðlis, þ. e. stofnun Evrópustórveldis. Sú
skoðun hefur náð útbreiðslu í Evrópu, sér-
staklega á meginlandinu, að hin hverfandi
áhrif álfunnar í alheimsstjórnmálum eigi
fyrst og fremst orsakir sínar að rekja til
þess, að Evrópa skiptist í mörg smærri lönd,
sem ekki fái keppt efnahagslega og stjórn-
málalega við stórveldin tvö, Bandaríkin og
Sovétríkin.“
En manni skilst, að það sé stefnt að þess-
ari sameiningu eftir efnahagslegum leiðum?
Já, þessi fyrstu ár grundvallast ríkjasam-
steypan einkum á aðgerðum í efnahagsmál-
um. Þar er tollabandalag og sköpun sameig-
eiginlegs vörumarkaðar aðeins einn þáttur-
inn af mörgum. Aðrir engu þýðingarminni
eru: frjáls tilflutningur manna, þjónustu og
auðmagns milli aðildarríkjanna; reglur um
samkeppni; ákvæði um ríkisfjármál; stefnaá
sviði félagsmála; samræming laga o. s. frv.
Og ekki má gleyma því mikla valdi, sem
stofnanir bandalagsins (þing, ráð, fram-
kvæmdastjórn, dómstóll) hafa í innri mál-
efnum aðildarríkjanna.
Hvaða aðilar hagnast á svona efnahags-
legri sambrœðslu?
Fyrst og fremst auðhringar stórþjóðanna.
Reynsla verkalýðsins í löndum Efnahags-
bandalagsins sýnir, að aldrei hefur kaup-
máttur launa tekið eins stórt spor aftur á
bak síðan í styrjaldarlok og einmitt síðan
Efnahagsbandalagið var stofnað. Fyrir stór-
atvinnurekendur hafa þetta hins vegar ver-
ið velti-ár. En samkeppnin harðnar, þegar
markaðurinn þenst út, og smærri atvinnu-
68
rekendur hafa farið á hausinn eða orðið
hinum stærri háðir. Það hefur verið mikið
um sambræðslu fyrirtækja, og einokunar-
samtök í iðnaði og fjármálum hafa eflzt.
Yfirleitt þróast kapítalisminn í þá átt, að
framleiðslueiningarnar verða æ stærri og
markaðir hinna ýmsu þjóðlanda tengjast
eða renna saman. Allt þetta er stærsta og
sterkasta hring hverrar framleiðslugreinar
í hag. Einokunarauðvaldið græðir því á
Efnahagsbandalaginu, enda hefur verið sagt
réttilega, að bandalagið sé ekki annað en
stofnun stærstu einokunarhringanna.
Á ísland þá nokkurt erindi inn i þetta
bandalag?
Síður en svo. Innganga mundi vera mesta
óhappaverk íslenzkrar stjórnmálasögu, síð-
an Gamla sáttmála leið. Við höfum öllu að
tapa — ekkert að vinna. Atvinnuvegirnir
mundu bíða mikið afhroð og gildir einu,
hvort um er að ræða þá, sem framleiðá fyrir
innanlandsneyzlu eða útflutning. Tollfrjáls-
ar vörur frá betur búnum keppinautum
mundu útrýma innlendum neyzluvörum.
Iðnrekendur yrðu gjaldþrota upp til hópa,
og bændur fengju að sjá fram á sölutregðu
og geipilegt verðfall. Markaðir fyrir út-
flutningsafurðir okkar mundu þrengjast.
Verkalýðsins biði atvinnuleysi og lækkað
kaup.
Er það samt ekki aðalröksemd þeirra, sem
mcela með inngöngu, að markaðshagsmunir
okkar heimti það?
Það eru falsrök. Lönd Efnahagsbanda-
lagsins mundu vafalaust ekki tilleiðanleg
að kaupa meiri fisk af okkur en hingað til
(15—30%), þó að við gerðumst samríki
þeirra. En engin hætta er á því, að þau
kaupi ekki af okkur fisk, ef þau hafa þörf
fyrir hann. Á hinn bóginn mundi aðstaða
okkar til að selja fisk til landa utan banda-
lagsins stórversna eða eyðileggjast með öllu,
ef við værum í bandalaginu. Það stafar að
nokkru leyti af liinum ytri tolli bandalags-
ins. Þetta mundi þýða það, að okkur yrði al-
gjörlega meinað að eiga viðskipti við sósíal-
MELKORKA