Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.12.1961, Blaðsíða 7
Æ> kk Hluti úr stóru úlfaldateppi. Alþýðulistin og barnakrot Eftir Valgerði Briem Vífilengjulaust val barna á yrkisefni úr veraldarveltunni og máti þeirra í mynd- túlkun er miskunnarlaus sem örlögin — þau líta varla á unnin verk, fremur en lið- inn dag, sem ekki er hægt að breyta. Þau meta ekki, velta ekki vöngum, ganga greitt til verks og óvart eða af tilviljun skapast stöku sinnum í höndunum á þeim furðuleg listaverk. Margt barnateiknið hef ég séð koma úr deiglunni hærra að listagildi en veggjaskraut listmangara, sá ólærði þar heilli þeim hálflærða. Yngstu skólabörnin eru frjóust í myndsmíð sinni, því að í okkar skólakerfi er mjög lítill tími ætlaður mynd- rænni sköpun og teikniþjálfunin helzt ekki í hendur við annan almennan þroska, með aldri barnanna eykst sjálfsrýnið, vandfýsnin vex og eftirlíkingaþörfin gerir strangari kröfur og þá kemur um leið vanmatið á eigin getu vegna tæknileysis. Ef listsköpun túlkar tilfinningu, greind og reynslu höfundar, verður barnamyndlist að mælast á annan mæli en gjört er, bera má frumstæði táknforms barns saman við myndlist mjög frumstæðra þjóða, hjá báð- um er um prelogiska vinnu að ræða, þar sem eðlisávísun og innsæi er ofar rökhugs- un, samlíkja mætti uppdráttum vandvirknu barnanna við dundur og nauðsyn alþýðunn- ar áður fyrr, sem ólærð en af mikilli mennt skar út sinn ask og spónastokk. Teikningar barna sýna að vísu ótæm- andi fjölda stílafbrigða eftir lund og lag- virkni, aldri og æfingu barnanna, auk á- hrifa frá verktækninni sem þau vinna í Melkorka hvert sinn og hugmyndagjöf þess umhverf- is sem þau lifa í. Fráleitt hafa börn nokk- urn nasaþef af hinum ýmsu tímabilum stíla alþýðulista meðal þjóða og lítið eða ekkert yfirlit almennrar listasögu, þó lesa megi úr fjölbreytilegum myndformum þeirra sögu alþýðulistanna í löndunum. Barnakrotið er forspjall alþýðulistar, upphaf hennar, þar sem barnakroti sleppir, tekur alþýðulistin við. Fólkið, alþýðan, hefur alltaf verið nægta- brunnur og búr menningarinnar og þeim mun meiri sem mennt almennings er, því meiri kröfur eru gjörðar til hinna sérhæfðu, mennt fólksins er skilyrði þess að list sé líft. Skáldin auka orðauð sinn með hlerun eftir hinu ómengaða orði sem lifir á vörum al- þýðunnar, tónlistarmennirnir safna stefjum og laglínum sem skapazt hafa og lifað með- al alþýðunnar í löndunum og nota þjóð- lögin sem tema með tilbrigðum eða tengja þau innbyrðis í hljómkviðu og nú er röðin löngu komin að því myndræna, þeirri Mohammed Mossa, 13 dra: „Geithafr 71

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.