Melkorka - 01.12.1961, Síða 13

Melkorka - 01.12.1961, Síða 13
Stúlka. Myndlist Færeyja Eftir Drifu ViOar Þegar færeyska myndlistarsýningin var haldin á dög- unum í Listasafni rxkisins, vorum við eftirminnilega minnt á það að grannþjóð okkar sem við höfum haft alltof lítil samskipti við, á sér menningarverðmæti r landi sínu sem margar stærri þjóðir geta ekki borið sig saman við. Þegar við komum inn á listsýningu Fær- eyinganna urðu flest okkar alveg forviða yfir því, hve lítil þjóð var stór á menningarlegu sviði. Hugsa sér, sögðum við. Það var líkast því sem við værum búin að steingleyma okkur sjálfum í svipinn. Við vorum ekki lengur „gáfaðasta þjóð heimsins miðað við fólksfjölda“. Við vorum minnt á það, að Færeyingar hafa geyrnt meira af gömlum þjóðararfi heldur en við, þeir eiga enn dansa sína og söngva, þjóðbúninga sína bera þeir af mikilli reisn, skáld hafa þcir góð og sagnaskáld eiga þeir nú sem er með mestu sagnaskáldum. Myndlist sina hafa þeir að vísu numið í Danmörku, en þessar myndir i Listasafni ríkisins sanna, að þeir eru cngir viðvaningar í þeirri grein. Þeir vinsa úr það sem efst er á baugi og flytja til heimalandsins og glæða það þar nýju lífi. Málarinn Sámal J. Mikines er talinn fyrsti færeyski málarinn, sem leggur málaralist alfarið fyrir sig. Eftir þessa sýningu ættum við ekki að vera hlessa á því þótt þjóð sem býr við einangrun, er fátæk og berst : ; m jafnframt fyrir sjálfstæði sínu skuli eiga sér myndlist, sem stærri þjóðir gætu dregið lærdóm af. lega fljótt gegn umferðarkvillum. Ég get ekki sagt, að mér finnist mikil brögð að fjar- vistum þeirra barna, sem að staðaldri sækja dagheimilið í Steinahlíð. Hvað því viðvík- ur, að hafa einangrun fyrir börn, í sam- bandi við dagheimilin, þá er þar fyrst og fremst um að ræða aukið húsrými og auk- inn vinnukraft, sem sagt aukinn kostnað í rekstri dagheimilanna, en vitaskuld einnig aukin þjónusta við þá, sem eiga böm sín á dagheimilum, og sennilega mikilsverð þjón- usta. En til þess að þetta komi að veruleg- um notum virðist mér í fljótu bragði að dagheimilið þyrfti að lrafa tvö herbergi, lít- ið einangrunarherbergi og dágóða leikstofu, sér snyrtingu og sér inngang, auk þess sér- staka manneskju, helzt hjúkrunarkonu, sem annaðist þetta starf. En fyrst við erum að tala um heilsufar barnanna, þá má e. t. v. skjóta því inn, sem ég hef heyrt lækna halda fram, að börn hérna í Reykjavík séu yfir- leitt of dúðuð í fötum og það geri þau næm fyrir allskyns kvillum. Vildir þú nefna eittlwað, sem þú telur aðalatriði í uþpeldisstarfinu? Ég tel, að framkoma uppalandans gagn- vart barninu þurfi að vera örugg og sjálfri sér samkvæm og aðal góðs uppalanda að líta á barnið sem manneskju — virða per- sónuleik þess, jafnvel strax er það byrjar vegferð sína út í mannlífið. Að lokum spurði ég Idu Ingólfsdóttur: Hver vœri afstaða hennar til þeirra fyrir- mœla, að giftar konur œttu yfirleitt ekki að- gang að dvöl d dagheimilum fyrir börn sin? Ég er nú víst ekki mjög stefnuföst í þeim málum, ég reyni nefnilega að koma til móts Framh. <1 bls. 84. 77 melkorka

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.