Melkorka - 01.12.1961, Qupperneq 14

Melkorka - 01.12.1961, Qupperneq 14
Um kvennablöð, leikhús og leiklist Eftir Drífu Viðar I Veslings karlmennirnir haía engin karla- blöð, mér vitanlega er eitt blað, „For men only“, bara handa karlmönnum. Hvers vegna erum við þá að hafa kvennablöð og kvenfélög? Við höfum aðgang að öllu jafnt og karl- menn, við erum alin upp í jafnrétti. Við fáum jafnhliða menntun og getum lagt stund á hvað sem er, t. d. eftir stúdentspróf. En við lendum í eldhúsinu, að minnsta kosti hér á landi í nútíma þjóðfélagi, hvort okkur er það ljúft eða leitt; það verður ævi- starfið. Og jafnvel þótt þú værir þeirri gáfu gædd að vera snillingur í stærðfræði, þá er þér ekkert hlutverk búið annað en hræra í grautarpotti það sem eftir er, ef þú ert svo vitlaus að ganga í hjónabandið. (Það er von að gamla fólkið segi þegar það fréttir að einhver sé að gifta sig: hana nú, ætlar hún nú að fara í eymdina). Samt hefurðu lagt mikla stund á náms- grein þína og eytt til þess peningum frá foreldrum þínum og úr lánasjóðum ríkis- ins. Þarna stendurðu nú yfir grautarpottin- um og þykir lítt leggjast fyrir kappann. Og grauturinn brennur við. Þeim mun betri í stærðfræði, því verri grautur. Ef beðið er um jafna aðstöðu til að vinna og sömu laun fyrir sömu vinnu, svarar þjóðfélagið: þér var nær að gifta þig. Vinnuveitendur vilja ekki ráða kvenfólk upp á sömu laun, þær eru stopull vinnukraftur, eftir árið eru þær gengnar í hjónaband - í eymdina — og þeir verða að leita sér að nýjum starfskröftum. Þær konur, sem aldar eru upp með það fyr- ir augum að koma að gagni í þjóðfélaginu, vinna heildinni, eru úr leik. Hvílík sóun á starfskröftum! Og ef þær eru aldar upp með bjartsýni í veganesti, sem sjálfstæðishreyf- ingar aldarinnar fluttu með sér, þá er upp- skeran í öfugu hlutfalli við það. Þeim láðist að setja á stofn nægilega margar stofnanir áður en þær gengu í hjónabandið, til dæmis barnagarða, dagheimili, sameiginleg eldhús, allskonar stofnanir sem gætu unnið með þeim verkin. Bjargaðu þér sjálf. Ein og ein verður fyrir kunningsskap, þeirrar náðar aðnjótandi að koma barni inn á dagheimili. Ein og ein fær sér „vinnukonu frá Noregi eða Þýzkalandi" og borgar undir hana farið báðar leiðir, og það er ómögulegt að vita hvernig þær reynast. Hér ríkja miðaldir. Og meira að segja færist tíminn stöðugt aftar. Höfum við ekki hlotið of mikið sællífi til að geta lifað af ís- öld þegar þar að kemur. En okkur var nær, við getum sjálfum okkur um kennt, að vera að ana út í hjónaband og slíkt. Þvílíkir bölvaðir asnar. Kvennablöð hafa til skamms tíma verið sett á laggirnar til að ýta undir þetta ó- fremdarástand, sem sé, gleymdu þessu með stærðfræðina og að vinna þjóðfélaginu, farðu að klæða þig eftir tízkunni, bónaðu gólfin heima hjá þér, held þú þurfir ekki að vera að lesa bækur, saumaðu allt sjálf og þvoðu þvottinn, og sjáðu um að olnbogarn- ir séu ekki alltaf útúr á börnunum þínum og málaðu hjá þér húsið utan og innan, nú geta allir málað sjálfir. Og skiptu þér ekkert af heiminum eða þjóðfélaginu, það er ó- kvenlegt. Og ef þú segir: ég vil gjarnan mótmæla sprengingum, það á að fara að gera jörðina óbyggilega, þá segja kvennablöð, kvenréttindablöð, jafnvel kvenstúdentafé- lög: bakaðu bara köku og sýndu tízkuna og þá verður allt í lagi. Annað klæðir okkur ekki. Við getum ekki verið eins og súffra- gettur á öldinni sem leið. 78 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.