Melkorka - 01.12.1961, Page 24

Melkorka - 01.12.1961, Page 24
en hitt veit ég að í Indónesíu er þessu ekki þannig farið. Þar er kotian raunverulega rniklu frjálsari en hér. í'fyrsta lagi er mjög auðvelt fyrir hjón að skilja, ef þau eiga ekki skap saman, og sumpart er aklrei nein fyrirstaða frá yfirvaldanna hálfu, en það sem cr mikil- vægast, hjónum þarf aldrei að finnast þau vera bund- in vegna barna sem þau eignast. Það er afi og amma sem sjá um þau með glöðu geði. Og þeim er vel borgið hjá þeim. Fjárhagslega hliðin er hcldur aldrei neinn þröskuldur f vegi. Þar cr fjölskyldan áhrifamikil og svo rótgróin stofnun, að sú kona sem skilur við mann sinn getur næstum undantekningarlaust gert ráð fyrir fjár- hagslegri aðstoð frá fjölskyldu sinni. En nú megið þið ekki halda að hjónaskilnaðir séu almennari af því hversu auðvelt er fyrir hjón að skilja. Það er öðru nær. Hjónaskilnaðir cru áreiðanlega miklu sjaldgæfari í Indónesíu hcldur en hjá okkur á Norður- löndum. Þar vita menn nefnilega hve auðvelt er að segja skilið hvort við annað, ef óánægja ríkir hjá öðr- um hvorum aðila hjónabandsins, og það verður til þess að hjónin koma fram af meiri kurteisi hvort við annað. Og þcgar alltaf er Ieitazt við að hegða sér sem bezt og taka tillit hvort til annars vcrða sjaldnar á- rekstrar en þar, sem hjón finna að þau eru reyrð sam- an óleysanlcgum böndum og geta sýnt hvort öðru megnasta hrottaskap án þess að eiga á hættu að annar hvor aðalinn yfirgefi hinn. Hvað viðvíkur peningum sem ætlaðir eru til heim- ilishalds í Indónesfu, hefur konan öll fjármál fjölskyld- unnar með höndum. Ef sá hluti þjóðarinnar á f hlut er stundar akuryrkju, þá er konan einráð yfir hrís- grjónaakrinum. Og hrísgrjónaakurinn er auðvitað að- altekjulind fjölskyldunnar. Allur annar afrakstur jarð- arinnar og alidýranna fer beint 1 hendur húsmóðurinn- ar. Ef eiginmaðurinn er embættismaður eða launþegi, afhendir hann konu sinni öll laun á útborgunardag- inn. Hún stjórnar svo fjármálum fjölskyldunnar og gefur manninum þá vasapeninga scm hann kann að þarfnast. Eftir því sem ég bezt veit, verða engir árekstr- ar innan fjölskyldunnar út af peningamálum. í Indónesfu er litið svo á að starfið á heimilinu, uppeldi barnanna og allt sem viðvíkur fjölskyldumál- um, sé það sem mestu máli skipti, hið þýðingarmesta f lifinu. Að afla fjár til að standa straum af fjölskyldu sinni er auðvitað nauðsynlegt, en aldrei litið á það sem takmark í sjálfu sér, aðeins ill nauðsyn. Húsmóðirin er miðdepill fjölskyldunnar og sú sem ákveður hvern- ig hlutirnir eiga að vera, þvi það cr hún sem hcfur fjármálin með höndum. Húsmóðurstaðan er því mest eftirsótt, mesta virð- ingar- og heiðursstaðan. Menn finna einnig að hún er sú þýðingarmesta. En þessu höfum við gleymt eða ef til vill aldrei vitað hér á Vesturlöndum. Þjóðfélag scm er rcist á fjölskyldum með veikum ættartengslum verður i sjálfu sér aldrei sterkt. Aftur á móti þjóðfélag sem mótast af fjölskyldum með svo sterkum ættarböndum, að samheldnin rofnar aldrei, verður svo ómóttækilegt fyrir ytri áhrif að það hagg- ast hvorki á ófriðartfmum né í stjórnarbyltingum. Það hefur maður séð í Indónesíu. Það er algengt að indónesískir karlmenn hjálpi til við hússtörfin. Að líkindum er þetta gömul venja, því aldrei hef ég heyrt að slfkt þætti ósamboðið virðingu karlmannsins, eins og að minnsta kosti áður fyrr var haldið fram hér á landi. Ef eiginmaðurinn stundar at- vinnu utan heimilisins, sjá konurnar venjulega um öll heimilisstörfin. En ef maðurinn er ekki bundinn allan daginn við vinnu sína, þá hjálpar hann auðvitað til á heimilinu, bæði við matreiðslustörf og barna- gæzlu. Það á sér stundum stað, að eiginmaðurinn sér algerlega um heimilishaldið, ef konan hefur smáverzlun eða eitthvað þessháttar. Aldrei hef ég heyrt talað um að slíkur maður hefði konuríki. Ég veit það ekki með vissu, en það er mjög trúlegt að til forna hafi móðurveldi verið í Indónesíu. Ótal margt f þjóðfélagsháttum bendir til þess. Á Borneó og Súinatra eru þjóðflokkar þar sem móðurvcldi er cnn við lýði. Nú á dögum eru völdin opinberlega i höndum karl- manna i Indónesiu, þar sem allir eru múhameðstrúar og er það i sambandi við trúarbrögðin. En aldrei hafa þessi trúarbriigð fengið konur Indónesíu til að hylja andlit sín eða fara inn í kvennabúrin eða sætta sig fríviljuglega við fjölkvæni. Þær hafa yfirleitt ekki viður- kennt yfirdrottnun karlmannsins. Samkvæmt múhameðstrú er karlmanni leyfilegt að eiga allt að fjórar konur. Með þessu er ætlazt til að hann fyrir utan fyrstu konu sína, ef fjárhagur hans leyfir, eigi að miskunna sig yfir fátækar ekkjur. Þar að auki er það lögfest, að hann verður að hafa sam- þykki fyrstu konu sinnar til að taka sér aðra. í reyndinni verður það venjulega ekki öldruð ekkja, sem maðurinn reynir að krækja f sem aðra frú, heldur stúlka, sem er yngri en fyrsta kona. Og af þvi prestarn- ir halda sér ekki ævinlega við bókstafinn, kcmur líka fyrir, að maðurinn tekur sér fleiri konur án þess að spyrja fyrstu konu sfna að þvf. í Indóncsíu er það undantekning að maður eigi meira en eiiia konu. í sveitarþorpinu þaðan sem konan mfn er, og ég sjálfur hef átt heima í fjögur ár, eru aðeins fimm menn sem hafa fleiri en eina konu. í þessu þorpi búa yfir fjögur þúsund manns. 88 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.