Melkorka - 01.12.1961, Page 27

Melkorka - 01.12.1961, Page 27
ísterta m/karamellusósu 4 egg 50 gr. kartöflumjöl 200 gr. sykur 50 gr. hveiti 1 tesk. lyftiduft Eggin eru þeytt ásamt sykrinum, þar til deigið er létt og ljóst. Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti blandað saman við. Deigið er í tvo botna. Nota skal annan botninn í ístertuna. Gott er að setja örþunnt lag af aldinmauki á tertubotninn áður en ísinn er lagður ofan á. Þegar ísinn er settur á tertuna er hann skorinn f hæfilega þykka bita. Karamellukrem: 125 gr. sykur 2 dl heitt vatn 4 dl rjómi Pannan er hituð, sykurinn bræddur þar til myndast hvít froða. Þá er sjóðandi heitu vatni hellt yfir sykur- inn og sykurinn látinn jafnast saman við vatnið og verða að karamellu. Gæta þess að karamellan sjóði ekki of lengi. Sósan er kæld. Gott er að búa til kara- melluna deginum áður. Þeyttum rjóma er blandað saman við karamelluna áður en tertan er borin fram. Vanilluís eða Nougatís, \/2 1 á eina tertu Tertan er borin þannig fram: Einn tertubotn, þar ofan á eru lagðir ísbitar og síð- an er sósunni hellt yfir tertuna með skeið. Tertan bor- in fram strax eða sett inn í frystihólf og geymd þar. Ávaxtasalat m/eggjasósu 1 egg 3—4 msk. sykur I sítróna Ávextir: gráfíkjur, döðlur, rúsínur, bananar, epli, appelsínur, súkkulaði, hnetur. Sykurinn og eggin eru þeytt saman yfir gufu þar til það er orðið að þykkri sósu. þá er sítrónusafanum blandað saman við smátt og smátt, þeytt áfram. Þegar sósan er orðin þykk, er hún kæld. Ávextirnir settir f. Stífþeyttum rjóma er blandað saman við. Gott er að setja 1 msk. af sherry saman við salatið. Síldarsalat í mayoness Mayoness: 1 eggjarauða i/4 tesk. salt 2 dl. salatolía i/, msk. borðedik Hrærið eggjarauðu, salt og edik vel saman, þar til gljáandi, látið þá olíuna drjúpa ofurhægt f og hrærið ákaft. Aukið olíuhraðann er sósan byrjar að þykkna. Ef sósan verður of þykk, má setja sftrónusafa eða kalt vatn saman við hana. Salatið. Út í mayonaisið er síðan sett brytjað epli, kartöflur, makkarónur, rauðrófur, sfld, salt, pipar og sykur sett í eftir smekk. Salatið er borðað með skons- um eða brauði. Rjómaterta m/ döðlum, súkkulaði og hnetum 3 egg 125 gr. döðlur 100 gr. sykur 125 gr. súkkulaði 125 gr. hnetur Eggin eru þeytt, sykrinum blandað saman við og þeytt áfram. Döðlur, súkkulaði og hnetur saxað mjög smátt og blandað saman við. Deigið sett f tvö mót og bakað við meðal hita. Þeyttur rjómi er settur á milli og ofan á. Skreyta má rjómann með döðlum, súkkulaði eða hnetum. Skonsur með ávaxtasalati og síldarsalati i/2 bolli sykur 1/, bolli hveiti 2 egg 2 tesk. lyftiduft 1 bolli mjólk Sykurinn er þeyttur með eggjunum þar til létt og ljóst. Þá er hveiti og lyftidufti ásamt mjólk blandað saman við. Bakað við mjög vægan hita á pönnu. Skons- urnar eru hringlaga og ca. 15 cm í þvermál. Gott er að bera smjör og salöt með þessum skonsum. Góðar vöfflur 3 glös hveiti 2 egg 3 tesk. lyftiduft 2 glös mjólk 1 glas sykur 100 gr. brætt smjörlfki Hveiti, lyftiduft og sykur blandað saman, vætt með eggjum, bræddu smjörlfki og mjólk. Með vöfflum er gott að bera fram þeyttan rjóma, sem hefur verið hrært út í ribsberjahlaup. Pönnukökur m/marengs 3 bollar hveiti 1—2 egg 1 tesk. lyftiduft 100 gr. smjörlíki 1 tesk. natron 4—5 bollar mjólk 1 msk. sykur Vanillu- eða sítrónudropar Hveiti, lyftidufti, natron og sykri er blandað saman, vætt í með egginu og mjólkinni og bræddu smjörlíki. Þegar búið er að baka pönnukökurnar eru þær rúllað- ar upp ineð aldinmauki og settar í eldfast mót og mar- engs sprautað ofan á hverja pönnuköku. Eldfasta mót- ið sett inn í heitan ofn og bakað ljósbrúnt. Einnig er hægt að setja pönnukökurnar í tertuform í lögum, 15— MELKORKA 91

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.