Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.12.1962, Blaðsíða 5
Þingsalurinn. ar sendinefndir, frá Danmörku 27 fulltrúar, um 30 frá Noregi og 45 frá Svíþjóð og stór sendinefnd frá Finnlandi. Margir voru full- trúar verklýðsfélaga eða menningarsam- taka, aðrir einstaklingar úr ýmsum starfs- greinum. Meðal Svíanna var rithöfundur- inn Arthur Lundquist og kona hans ljóð- skáldið Marie Vine. Við bjuggum á hótel Peking, ágætum stað skammt frá miðbiki borgarinnar. Var það fullskipað erlendum gestum, fulltrúum á friðarráðstefnuna. har var all mannmörg sendinefnd frá Vestur-Þýzkalandi og sagði einn fulltrúinn okkur að flestra þeirra biði réttarhöld og fangelsanir þegar þeir kæmu lieim, þeir höfðu farið í trássi stjórnarvald- anna en svo mikilvægt fannst þessu fólki að rödd Vestur-Þjóðverja heyrðist einnig á friðarráðstefnunni að allt: var leggjandi í sölurnar. Við íslendingarnir höfðum hálf kviðið fyrir hitanum í Moskvu, en slíkt liefðum við getað sparað okkur. Sumarið hafði ver- ið mjög kalt og ennþá var hryssingsveður með rigningadembum og jafnvel hagléls- skúrum, rétt eins og verið væri uppi á heið- um á íslandi. En maður er alltaf bjartsýnn og huggaði sig við að hitabylgja hlyti að vera einliversstaðar á leiðinni. En þó hita- bylgjan kæmi ekki — líklega sem betur fór — þá var komið bezta veður 9. júlí, sólskin og bkír himinn, veður til að fara í sumar- kjólinn og setja upp hvíta hattinn sem keyptur var sérstaklega fyrir sumarhitann í Moskvu. Við vorum snemma á ferli þennan morg- MF.LKORKA 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.