Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 13

Melkorka - 01.12.1962, Qupperneq 13
Eins og vænta mátti um svo vakandi kon- ur sem hér voru að verki, létu þær ýmislegt fleira til sín taka. Svo að nefnt sé dæmi, þá lireyfðu þær fljótlega hugmyndinni um að endurreisa hinn forna heimilisiðnað og undan þeirra rifjum er stofnun Heimilis- iðnaðarfélagsins 1913. Heimilisiðnaður var í mikilli niðurlægingu, ekki sí/.t hér á landi, en slík félög starfandi annars staðar ;i Norð- urlöndum. 1 erindi um starfsemi slíks fé- lags segir Inga Lára Lárusdóttir að hún sé til að efla þjóðernistillinninguna og auka sjálfstæði í hugsunarhætti. Þá beitti félagið sér fyrir málvöndun, halði starfandi svokallaða orðanelnd sem var í sambandi við nýyrðanefnd Verkfræð- ingafélag íslands. Þegar í upphafi var stofnað Mánaðarrit. Sérstök ritnefnd sá urn Jrað og skrifaði það og var ])að svo lesið upp á fundum. Þar komu við sögu mörg skáld og rithöfundar í kvennahópi sem síðar urðu þjóðkunn. Má t. d. nefna Theodóru Thoroddsen, Herdísi og Ólínu Andrésdætur, Ingibjörgu Bene- diktsdóttur, Margréti Jónsdóttur, Ragn lieiði Jónsdóttur o. fl. o. 11. Sumar þessar konur áttu frumsmíðar sínar í Mánaðar- riti Lestrarfélagsins. Einnig var Jjýtt efni í Jiessu riti. Greinar skrifuðu og konur sem hvorki urðu nefndar skáld eða rithöfundar Jdó að hæfileikakonur væru í orðsins list. Mánaðarritið var skrilað í 19 ár, síðasta eintakið 1931. Eins og áður segir var stofnun Lestrarfé- lagsins verk Kvenréttindafélagsins. Fyrir- myndin var sótt til Kaupmannahafnar. Samt sem áður var mikið afrek að halda Jjessu starfi áfram við Jrær aðstæður sem \ ið var að búa. Eormaður lrá upphafi og til dauða- dags síns 29. marz 1960 var Laufey Vil- hjálmsdóttir og mun mega Jjakka lienni öll- um öðrum fremur viðgang félagsins. Með henni í fyrstu stjórninni voru atkvæðakon- ur á ýmsum sviðum, J>;er Ingibjörg H. Bjarnason, Sigurbjörg Þorláksdóttir, Theo- dóra Thoroddsen og Sigríður Hj. Jensson. Félagið átti oft í erfiðleikum, m. a. þurfti hvað eftir annað að skipta um húsnæði, fjármunir voru af skornum skammti og seinna dró nokkuð úr áhuga félagskvenna. Voru þar að verki breyttar aðstæður í þjóð- félaginu, lífið gerðist ljölbreyttara og efni manna uxu, einkum síðustu áratugina, bækur gátu heimilin eignazt í nokkrum mæli. En margar konur sinntu félaginu á- vallt af kostgæfni og fórnuðu Jrví miklu af tíma sínum, t. a. m. var allt starf við vörzlu bókasafnsins og lesstofanna unnið í sjálf- boðavinnu öll Jxau rúm 50 ár sem félagið hefur nú starfað. Útlán safnsins hafa farið minnkandi með árnnum og eru nú til jafnaðar 14 bindi á ári á hvern lántakanda. Það mun Joykja gott í almenningsbókasafni, en Lestrarfélagið man betri tíma. Nú mun um helmingur fé- lagskvenna nota sér salnið. Þá mun afráðið að aflienda safnið, sem er liðlega 5 Jjúsund bindi auk tímarita, til al- menningsafnota, Bæjarbókasafni Reykja- víkur og verður það sérstök deild innan þess með nafni Laufeyjar Vilhjálmsdóttur. í stjórn Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur eru nti: Sigríður ]. Magnússon, formaður, Arnheiður Sigurðardóttir, varaform., Arn- heiður Jónsdóttir, ritari, Þórhildur Líndal, gjaldkeri, Sólveig Petersen og Stefanía Ei- ríksdóttir meðstjórnendur. — í stjórninni var einnig Soffía Haraldsdóttir sent lézt á Jiessu ári. Ætlunin var að gefa út úrval úr Mánaðar- riti félagsins í tilefni 50 ára afmælisins, en hefur dregizt. Mun sú bók koma út á vegum M en nin gars j óðs. Hollenskur bókaútgefandi fór þess á leit við Bernard Shaw að gefa eitthvað út af leikritum lians. En þér verðið að skilja, sagði bókaútgefandinn, að við getum ekki greitt yður bá rithöfundalaun þar sem bókaforlag okkar er mjög ungt. Ég get vel beðið með að þið gefið mig út þar til ttókaforlag ykkar verður dálítið eldra. 49 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.