Melkorka - 01.12.1962, Síða 27

Melkorka - 01.12.1962, Síða 27
ætlun, t. d. fyrir mánuðinn, sem er að líða.“ „Já, mánaðaráætlanirnar eru um daglegt líf, umhverfið, þjóðfélagið o. fl. T. d. lítur áætlunin yfir apríl þannig út: I. vika, vorið kemur. Þá ræðum við við börnin um vorið, vekjum atliygli þeirra á hvernig gróðurinn kemur smám saman, dagurinn lengist og yfirleitt öllu sem hægt er að fræða þau á um vorið. 2 vika, Ernst Tháhnann. Þá er fæð- ingardagur Ernst Thálmanns, ogræðum við við börnin um hann, líf hans og starf. 3. vika, páskarnir. Þá fræðum við börnin um páskana, tilefni þeirra, venjur þjóðarinnar um páskahald o. fl. 4. vika, 1 maí. Þá tölum við við börnin um 1. maí, undirbúum há- tíðahöld o. m. fl. Þetta er að vísu óvenju viðburðaríkur mánuður, mánuðirnir eru ekki allir svona, að þeir gefi svo sjálfkrafa tilefni til fræðslu eins og þessi, en þá verð- um við að vera því hugmyndaríkari sjálf- ar.“ „Hjálpið þið svo börnunum við lieima- nárnið?" „Já, við kennum þeim að læra, ef svo mætti segja, útskýrum fyrir þau, hjálpum þeim að reikna og reynum að gera námið sem mest lifandi og glæða áhuga þeirra á því á allan hátt.“ „Hafið þið nokkra tómstundavinnu fyrir börnin?“ „Já, tvisvar í viku liöfum við það sem við köllum klubbstarfsemi, þá höfum við til- sögn í söng, dansi, bastvinnu, útsaum, livers- konar föndri o. fl. Geta þá börnin kosið sjálf í hverju þau vilja taka þátt, t. d. getur barn í eitt sinn viljað taka þátt í söng, í næsta sinn í bastvinnu o. s. frv. Á þessu er oft hægt að finna ef eitthvert barn hefur hæfileika í einhverja sérstaka átt. Svo er alltaf sungið eitt eða tvö lög áður en heim er farið á kvöldin." Síðan sýnir frú Ingeborg mér sýnishorn af tómstundavinnu barnanna; þar eru á- vextir úr leir eftir yngstu börnin, körfur úr basti og forkunnarfagrar jólastjörnur, reglu- leg listaverk eftir þau elztu. Spyrjandi barnsaugu. „En á sumrin, þegar ekki er skóli, eru þessir barnagarðar þá einnig starfræktir?" „Þá eru börnin hér allan daginn, frá kl. 6 á morgnana til kl. 5 e. h. og fá hér allan mat, þá er dvöl þeirra hér enn ódýrari, kost- ar aðeins 1 mark fyrir hverjar 3 vikur. Þá eru skipulögð ferðalög, hverskonar leikir, farið með þau í dýragarðinn, skoðuð með þeim söfn, þeirn eru sýndir sjónleikir, kvik- myndir og þau æfa einnig sjónleiki sjálf og Jrá er yfirleitt margt hægt að gera fyrir þau, sem ekki er tími til á veturna, Jregar þau eru við nám.“ Að síðustu l'æ ég að skoða barnagarðinn. í einni deildinni eru 6 ára börn að hnoða leir, í næstu deild eru 8 ára börn að reikna heimadæmin sín, því næst er kennslukonan í 9 ára deild að segja frá ErnstThálmann, en þetta er einmitt hans vika. Þá eru 11 ára börn að gera vinnubók í dýrafræði og 14 ára börnin eru að ganga frá í stofunni sinni. 7 ára deild, 10 ára deild og 12 ára deild leika sér úti í garði sem er í kring um skólann. Ég þakka svo fyrir að hafa fengið að skoða þennan merkilega stað og kveð frú Ingeborg Nac/.insky, sem lofar mér að senda mér sýnishorn af vinnu barnanna. MELKORKA 65

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.