Melkorka - 01.12.1962, Síða 29

Melkorka - 01.12.1962, Síða 29
6 skrítnir í dag. Það var engin leið að ganga á þeim. Þeir snérn fótunum á honum sínum í hvora áttina. Þetta gat Ari ekki skilið. ,,Líklega hafa þeir verið að rífast í nótt og horfðu nú hvor í sína átt- ina,“ hugsaði hann. „Mamma, skórnir mínir eru reið- ir!“ kallaði hann. Mamma leit á þá og sagði: ,,Þú hefur farið í þá öfuga. Hægri skórinn vill ekki vera á vinstra fæt- inum og vinstri skórinn vill ekki vera á hægra fætinum. Þessvegna eru þeir reiðir!“ R. Kasauskas. Fólk fyrir börn Sumt fólk er fyrir sjálft sig og sumt fólk er fyrir börn. Fólk fyrir sjálft sig er alltaf að flýta sér. Hvert skyldi því liggja svona á að komast? Og hvar vinnur það? Ef það væri í bússum eins og sjómenn eða með bílstjórahúfu. Þá vissi maður strax hvað það gerði. Fólk fyrir börn er að brýna rakhnífa eða trekkja eitthvað upp. Strax og það kemur er eitthvað fyrir okkur. Ég er hræddur við fólk, sem er fyrir sig. Fólk fyrir börn er betra. Hjá því er alltaf gaman, allt- af eitthvað fyrir börn. Viteslav Nezval. Klippmyndir í vinnubókina Athugaðu vel þessa mynd. Það er auðvelt að klippa fuglamyndirnar, en þær eru fallegar og þú getur, með því að æfa þig dálítið, gert mjög skemmtilega síðu í náttúrufræði- vinnubókina þína. Skreytingin færi vel við kaflann um farfuglana. Bezt fer á því að nota svartan pappír, en sé hann ekki tiltækur má lita hvíta örk með svörtu bleki eða vatnslitum. Reyndu að gera fleiri klippmynd- ir. „Verður þeim list sem leikur,“ segir gamall málsháttur. MELKORKA fif)

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.