Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 6
Þorgrímur Þráinsson og með honum í
ritnefnd sátu þeir Ragnar Ragnarsson
og Lárus Ogmundsson.
Félagsmólaráð
Helgi Benediktsson stýrði félags-
málaráði á síðasta starfsári. Störf
ráðsins voru með hefðbundu sniði og
má þar nefna verkefni á borð við
skák- og bridgekvöld, Valskórinn,
getraunamorgna auk þess sem það
stendur fyrir útgáfu ritlingsins Vals-
frétta.
Nokkur fjöldi Valsmanna mætti til að fagna íslandsmeistaratitli 2. flokks í
knattspyrnu. Bikarinn var afhentur í helsta óvinavígi Valsmanna, KR vellinum.
/
Ymislegt
Jón R. Kristjánsson, þjálfari og leik-
maður meistaraflokks karla í hand-
knattleik var kjörinn íþróttamaður Vals
í árlegu hófi á gamlársdag sem að
vanda var fjölmennt og velheppnað.
Jafnframt var Jón kjörinn íþróttamaður
Reykjavíkur hinn 21. febrúar 1997 og
afhenti borgarstjóri honum af því
tilefni veglegan verðlaunagrip í
sérstöku hófi í ráðhúsi Reykjavíkur.
Þréttándobrenna
Þréttándabrennan var haldin á "tólft-
anum" þ.e.a.s. sunnudaginn 5. jan-
úar. Tókst hún með ágætum og komu
þúsundir manna á svæðið á meðan á
brennunni stóð. Ljóst er að brennan
hefur unnið sér sess sem ein helsta
skemmtun fyrir almenning og þá ekki
síst fjölskyldufólk í Reykjavík þetta
kvöld.
Þorrablót
Þorrablótið var að vanda haldið á
miðjum Þorra og heppnaðist það vel
enda en um 200 manns tóku þátt í
því. Heiðursgestir voru borgarstjórinn
í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og eiginmaður hennar
Hjörleifur Sveinbjörnsson.
Konukvöld Vals
Konukvöld Vals var haldið í lok apríl.
Veislustjórn var í höndum Óskars
Bjarna Óskarsonar og Theódór Vals-
sonar og þóttu þeir hafa tröllatök á
samkomunni. Heiðursgestur á konu-
kvöldinu var Björg Guðmundsdóttir.
Sumarbúðir í borg
Sumarbúðir í borg á vegum Vals voru
starfræktar með venjulegu sniði s.l.
sumar og hafa þær nú verið starfræk-
tar óslitið í 10 ár. Aðsóknin var
þokkaleg þrátt fyrir að noklc'uð hafi
dregið úr stuðningi borgaryfirvalda við
þetta starf. Þá stóð knattspyrnudeild
félagsins fyrir tveim námskeiðum í
knattspyrnuskóla Vals í byrjun sumars.
Á sama hátt voru haldin hand-
boltanámskeið á vegu handknattleiks-
deildar og körfuboltanámskeið á
vegum körfuknattleiksdeildar í ágúst.
Flerrakvöld Vals
Loks er að geta herrakvölds Vals sem
haldið var í byrjun nóvember eins og
vant er. Húsfyllir var og var veislu-
stjórn í höndum Hermanns Gunnars-
sonar sem leysti það verkefni af hendi
af stakri snilld. Flosi Ólafsson flutti
ræðu kvöldsins og telja ýmsir hana
hafi verið tímamótaræðu. Flosi fór á
kostum eins og fyrri daginn .
Fánaborg við styttu séra Friðriks á afmælisdegi Vals 11. maí .
Láttu ekki tóbaksframleiðendur
plata þig upp úr skónum!
TÓBAKS'MNANEFND
Valsblaðið 6