Valsblaðið - 01.05.1997, Page 24
I m i n n i n g u I á ti n n o Volsmonno
SIGFÚS HALLDÓRSSON
fæddur 7. september 1920
látinn 21 .desember 1996
Gamall og góður Valsmaður, Sigfús
Halldórsson, tónskáld og listmálari er
látinn.
Sigfús fæddist í Reykjavík 7. september
1920. Eins og títt er um unga drengi
hneigðist hugur hans snemma að fót-
bolta og aðeins átta ára gamall gekk
hann í Knattspyrnufélagið Val. Til ævi-
loka var hann ötull og áhugasamur
Valsmaður. Sigfús lék með yngri flokk-
um félagsins í fótbolta í mörg ár. M.a.
tók hann þátt í eftirminnilegum
vígsluleik með 3. flokki félagsins gegn
Haukum er fyrsti varanlegi æfingavöllur
félagsins, Haukalandsvöllur, var tekinn
í notkun á árinu 1936. Völlur jbess/ var
í næsta nágrenni við Hlíðarenda.
Síðar fékk félagið að njóta hinna
félagslegu og ekki síður listrænu
hæfileika hans. Þannig lagði Sigfús sitt
að mörkum við undirbúning og gerð
Valsblaðsins á árunum í kringum 1960
með því að teikna forsíður þess. Einnig
málaði hann fræga mynd af Albert
Guðmundssyni og gaf félaginu. Ætíð
var auðsótt að fá hann til þess að
skemmta á árshátíðum félagsins me<3
leik og söng. Þá samdi hann m.a.
baráttusöng fyrir félagið á sínum tíma.
Loks má nefna að hann hefur um ára-
bil verið mjög virkur í starfi í fulltrúaráði
félagsins. Sigfús var sæmdur silfurmerki
félagsins 1961.
Hugur hans og tilfinningar í garð
félagsins voru ætíð ákaflega hlýjar.
Bar hann hag þess ætíð fyrir brjósti og
var mjög áhugasamur um starfið sem
fram fer innan vébanda þess. Hann
kom gjarnan að Hlíðarenda til þess
að fylgjast með félögunum í starfi og
leik. Bæði sonur hans og sonarsynir
hafa starfað og leikið fyrir Val og
gladdi það mjög hug gamla manns-
ins þegar afastrákarnir hans klæddust
hinni rauðu treyju félagsins.
Um leið og við Valsmenn kveðjum
góðan dreng og einlægan félaga
þökkum við Sigfúsi fyrir óbilandi stuð-
ning og hlýju í garð félagsins og vott-
um eftirlifandi eiginkonu hans, Stein-
unni Jónsdóttur og börnum þeirra og
öðrum aðstandendum samúð okkar.
Knattspyrnufélagið Valur
JÓN EIRÍKSSON
fæddur 15. október 1911
látinn 29. maí 1997
Jón Eiríksson, fyrrum yfirlæknir, lést í
Reykjavík hinn 29. maí s.l. Með
honum horfir knattspyrnufélagið Valur
á bak fyrrum formanni sínum og heið-
ursfélaga. Að hans eigin ósk var hann
jarðsunginn frá Friðrikskapellu að
Hlíðarenda hinn 6. júní s.l.
Jón, sem var jafngamall félaginu,
fæddur 1911, byrjaði snemma að
sparka bolta. Atta ára gekk hann í
knattspyrnufélagið Hvat, sem nokkru
síðar sameinaðist knattspyrnufélaginu
Val. Jón lék knattspyrnu með öllum
yngri flokkum hjá Val síðan nokkur ár
í meistaraflokki. Hann var m.a. einn
af leikmönnum meistaraflokks félags-
ins, sem tryggði því sinn fyrsta Islands-
meistaratitil með því að vinna KR 2-1 í
eftirminnilegum úrslitaleik sumarið
1930. Með þessum sigri var brotið
blað í sögu félagsins og endi bundinn
á 19 ára bið þess eftir eftirstóttustu
verðlaunum íslenskrar knattspyrnu.
Þrátt fyrir ungan aldur og erfitt nám tók
Jón að sér formennsku í félaginu áríð
1931, aðeins tvítugur að aldri.
Samhliða formannsstarfinu hélt hann
þó áfram að leika stöðu útherja með
meistaraflokki félagsins. Arið 1934
lagði hann skóna á hilluna enda var
hann þá vel á veg kominn í krefjandi
læknanámi og því gáfust ekki margar
stundir til knattspyrnuiðkunar.
Jón lauk læknanámi við Háskóla
Islands 1938 og sigldi í kjölfar þess til
framhaldsnáms í Danmörku þar sem
hann dvaldi allt til stríðsloka við nám
og störf. Er hann kom heim aftur í lok
stríðsins hóf hann auk erilsamra skyl-
dustarfa aftur þátttöku í félagsmálum
og þá ekki síst fyrir sitt gamla félag.
Hann var t.d. fulltrúi Vals í stjórn KSI
og IBR auk þess að vera einskonar trú-
naðarlæknir IBR um tuttugu ára skeið.
Hann var einn af stofnfélögum full-
trúaráðs Vals og sat í því til
dauðadags. Alla tíð og þrátt fyrir háan
aldur fylgdist hann af áhuga og elju
með sínu gamla félagi, sótti leiki þess
ef þess var nokkur kostur og bar hag
þess ætíð fyrir brjósti. Auk þess að
hafa sjálfur leikið um langt skeið með
meistaraflokki Vals lék Sigurður sonur
Jóns um árabil með meistaraflokki
Vals. Þá hafa barnabörn hans verið
virkir þátttakendur í leik og starfi hjá
félaginu til ómældrar ánægju fyrir
gamla manninn. Jón hefur hlotið öll
æðstu heiðursmerki Vals fyrir störf sín í
þágu félagsins og á 80 ára afmæli
beggja var hann gerður að heiðurs-
félaga þess.
Með Jóni er genginn sannur Vals-
maður. Hann var ætíð viðmótsþýður
og góður félagi, sem unni Val af
heilum hug. Að leiðarlokum þakkar
félagið Jóni fyrir gifturík störf í þágu
félagsins og óbilandi stuðning við það
alla tíð. Félagið sendir börnum hans
og barnabörnum sínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Knattspyrnufélagið Valur
Valsblaðið 24