Valsblaðið - 01.05.1997, Page 25

Valsblaðið - 01.05.1997, Page 25
Gefið •kkur tíma Bjarki Stefánsson blandar orkudrykki fyrir strákana. Bjarki Stefánsson gekk til liðs við Val í 3.flokki en hann stundaði knattspyrnu h/á IR áður en hann kom að Hlíðarenda. Bjarki er orðinn einn af máttarstólpum meistaraflokks jbó að hann sé einungis 22 ára gamall. Hann hefur spilað fjöldan allan af land- sleikjum með yngri liðum Islands og það kæmi ekki á óvart ef Bjarki yrði næsti A-landsliðsmaður Vals í knattspyrnu. Viðfal við Bjarka Stefánsson hef ég haft fjóra þjálfara á síðustu fjórum árum sem er mjög slæmt en tel nauðsynlegt að gefa þjálfara meiri tíma með liðið en reynslan sýnir okkur. Hvað um framtíðina hjá félaginu? Mér líst mjög vel á strákana sem eru að koma upp úr 2. flokki, þeir leggja sig 100 % fram á æfingum þannig að mér finnst ákefðin á æfingum vera meiri en oft áður. En stefnir Bjarki Stefánsson á atvinnu- mennsku á næstu árum? Eg veit það ekki, ég lít ekki á atvinnu- mennsku sem draumastarfið mitt. Mér finnst mikilvægara að mennta mig fyrst en ef mér gefst tækifæri til þá mun ég náttúrlega skoða málin. En fyrir mig er námið mikilvægast því maður endist ekki í knattspyrnu nema til 35 ára aldurs og þá er mikið eftir af lífinu. Hins vegar er ég spenntur fyrir því að fara í nám erlendis og spila knattspyrnu samhliða því. Lífið er þó meira en fótbolti! Þannig að Bjarki Stefánsson er ekki fanatískur knattspyrnu- áhugamaður sem fer á alla knattspyrnuleiki? Nei, ég verð nú að viðurkenna að mér finnst stundum skemmtilegra að horfa á handbolta í sjónvarpinu. Eg er í fót- bolta því mér finnst gaman að leika knattspyrnu en ekki vegna þeirrar umgjarðar sem fylgir knattspyrnunni. Getur Valur orðið Islandsmeistari á næstu 3-4 árum? Ef við höldum þeim mannskap sem er fyrir hendi í dag og sýnum leikmönn- um og þjálfara þolinmæði þá mun það takast. Hvað viltu seg/a við unga knattspyrnumenn í dag? Eg er á því að ef menn ætla sér að ná langt í knattspyrnu þá verða þeir að leggja þetta fyrir sig og æfa mjög vel. Það nægir ekki að mæta á æfingar heldur verða menn að æfa aukalega og þá helst að vinna á véik- leikum sínum. En það er ekkert annað en sú vinna sem þú leggur í íþróttina sem skilar árangri síðar meir. "Ég lít ekki á atvinnu- mennsku sem drauma- starfið mitt." Síðustu fjögur ár hefur Valsliðið verið í fallbaráttu, hvernig getum við snúið þessu við? I fyrsta lagi þarf að gefa liðinu tíma til aðlagast. I dag er mikill fjöldi yngri leikmanna að koma í meistaraflokkinn en þessir leikmenn verða að fá tíma fil aó sanna sig. Einnig höfum við misst á hverju ári leikmenn úr byrjunarliðinu þannig að þjálfarinn hefur alltaf þurft Bjarki ásamt leikmönnum mfl. þeim Medda, Atla, Lalla, Herði, Sigubirni, a<3 móta nýtt lið á hverju ári. Einnig Porcha, Jóni S, Hólmsteini og ungum framtíðarleikmönnum. 25 Valsblaðið

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.