Valsblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 27
að ég varð að senda leikmenn í skóla
ef ég ætlaði ekki að missa þá í herinn.
Arið 1965-1966 var byrjað að greiða
leikmönnum Kunzeva og þá æfðu
menn 2svar á dag. Þeir sem voru í
skóla æfðu einnig 2svar á dag. Þetta
var allt mjög vel skipulagt. I þá daga
var það verkalýðsfélagið sem styrkti
liðið, verkalýðsfélagið átti verksmiðju
og leikmenn Kunzeva fengu góða
vinnu þar og jafnvel íbúð í eigu
verkalýðsfélagsins að auki.
Er það rétt að þú hafir stofnað hand-
Islandsmeistarar 2. fl. 1981, þjálfari Boris Bjarni. Á myndinni eru kunnir kappar:
Geir Sveinsson leikmaður Wuppertal, Júlíus Jónasson, Guðni Bergsson knatt-
spyrnumaður hjá Bolton, Jakob Sigurðsson o.fl.
boltaskóla í Kunzeva?
Já, ég tók krakka úr öllum skólum í
Kunzeva. I fyrstu hafði ég aðeins einn
hóp en síðan fengum við góðan styrk
og þá fór boltinn að rúlla. Eg réð 6
þjálfara til vinnu og eftir stuttan tíma
höfðum við 24 hópa fil umráða.
A hverju ári nánar tiltekið 1. septem-
ber í upphafi skólaárs sendi ég þjálfar-
ana í alla skóla í nágrenninu. Þar fóru
þeir í leikfimitíma og töluðu við íþrót-
takennarann sem benti þ/álfurunum á
krakka sem myndu henta vel í hand-
boltann. Börnin voru á aldrinum 9-17
ára. Eg skipti síðan krökkunum í hópa
en markmiðið var að ná í 100 krakka
á ári hverju.
Hvernig fór skólinn fram?
Við skiptum krökkunum í fjóra hópa
og eftir eitt ár í þrjá hópa og eftir tvö
ár var aðeins einn hópur af mjög
góðum einstaklingum eftir.
Þetta var unnið á mjög skipulegan hátt
og markmiðið var að búa til afreks-
menn í handbolta.
Þegar strákarnir voru orðnir 14 ára þá
komu þeir 2svar á dag. Dagurinn byr-
jaði hjá okkur kl 8.00 og var æft til
kl. 10.00, síðan kom annar hópur
kl.10.00 en hinir fóru í skólann. I
hádeginu gaf ég þeim að borða og
því var eftirsóknarvert að koma í
skólann auk þess sem þetta var frítt
fyrir foreldrana. Foreldrar voru mjög
herdeildum í landinu. Við unnum
herdeild frá Úkraínu í úrslitaleik. I þá
daga voru 11 leikmenn í hvoru liði en
það var ekki fyrr en árið 1961 sem
deildarkeppnin í Rússlandi var spiluð
með 7 leikmönnum í liði. Eftir að ég
hætti að spila þá fékk ég mikinn
áhuga á handboltaþjálfun auk þess
sem ég var lærður íþróttakennari.
Þannig að þetta var í beinu framhaldi
af náminu þrátt fyrir að ég hefði haft
knattspyrnu sem aðalval í skólanum.
Hverjir höfðu mest áhrif á rússneskan
handbolta í upphafi?
Rússar lærðu af Úkranímönnum en
þar byrjuðu menn að spila handbolta
árið 1927. Ukraníumenn höfðu stofn-
að sérstakan handboltaskóla og þeir-
ra handboltamenning hafði mikil áhrif
á Rússa enda var fyrsti landliðsþjálfari
Rússlands frá Úkraínu.
Hvenær hættir þú að spila handbolta
sjálfur?
Eg hætti að spila árið 1962. Eg spilaði
í vinstra horninu og var snöggur auk
jbess sem ég þótti mjög góður varnar-
maður. Þó get ég ekki sagt ac5 ég hafi
verið snjall leikmaður en ég var ágæ-
tur.
Hvenær varð uppgangur í hand-
boltanum í Rússlandi?
Arið 1961 var reglunum breytt þannig
að einungis 7 léku í liði eins og í dag.
Fyrir það var ekkert að gerast í hand-
boltanum. Upp frá þessu í kringum
1964 þá var farið að greiða leikmönn-
um fyrir að spila handbolta. Margir
leikmenn voru í skóla auk jbess sem
jbe/r spiluðu handbolta fyrir einhver
laun. I Rússlandi er herskylda þannig
Boris með Sovéska landsliðinu á sjöunda áratugnum.
27 Valsblaðið