Valsblaðið - 01.05.1997, Page 29
Boris lætur í sér heyra á bekknum fyrir nokkrum árum. Á myndinni sést einnig
ungur drengur Brynjar Harðarson fyrrverandi form. Handknattleiksdeildar.
langt í handbolta. Hins vegar dettur
mér ekki í hug að nafngreina þá því
ég veit að það yrði þeim ekki til góðs
í framtíðinni. Ungir leikmenn eiga það
til að ofmetnast mikið þegar þeim er
hrósað þannig að ég læt það ógert.
Það er hins vegar mjög mikilvægt að
ungir leikmenn sem eru 17-18. ára
gamlir fái að spila í meistaraflokki.
Mér finnst ungir og efnilegir leikmenn
fá tækifæri of seint. Ef við ætlum að
búa til leikmenn í landliðsklassa þá
verða þeir að leika í meistaraflokki
þegar þeir eru mjög ungir. Sagan
segir okkur þetta. Þeir leikmenn sem
eru í íslenska landsliðinu í dag byr-
juðu að spila f meistaraflokki á aldri-
num 16-18 ára.
Er Oskar Bjarni arftaki þinn hjá Val?
Öskar Bjarni er mjög áhugasamur og
klár þjálfari en hann er töluvert ,mýkri"
maður en ég. Að mínu mati verður
Valur að halda Óskari Bjarna til að
búa til lið fyrir framtíðina. Ef hann er
sterkur andlega þá á hann eftir að
verða mjög góður þjálfari. I dag hefur
hann mikinn tíma til stefnu en það er
spurning hvað gerist þegar hann
eignast fjölskyldu.
Heldurðu að þú komir til með að flytja
til Rússlands á næstu árum?
Nei, ég held ég fari ekki aftur til Rúss-
lands, fjölskyldan mín er hérna. Hvert
á ég svo sem að fara ég er nú ekkert
unglamb lengur. Eg tek aðeins eitt ár í
einu, í dag er ég að þjálfa hjá Val en
tíminn einn leiðir í Ijós hvar ég verð
eftir tvö til þrjú ár. En það hlýtur að
koma að því að ég hætti að þjálfa,
það er nú bara gangur lífsins.
eru þjálfaðir eins. Leikmaður sem er
lítill og aumur þarf ekki sams konar
þjálfun^ og sá sem er stór og sterkur! I
einstaklingsþjálfuninni skoða ég leik-
menn með tillifi til veikleika og styrk-
leika hvers og eins. Eftir þetta reyni ég
að gera honum grein fyrir hvað hann
þarf að bæta og síðan vinnum við
saman að því að gera leikmanninn
betri. Þegar ég var að þjálfa alla yngri
flokka hjá Kunzeva auk meistaraflokks
þá varð þetta ferli auðveldara þarsem
ég hafði mótað leikmennina og vissi
að hverju ég gekk þegar leikmennirni
komu upp í meistaraflokk.
Einstaklingsþjálfunin er gríðarlega
mikilvæg í þjálfun hópíþróttamanna
og algjörlega vanmetinn.
Hvað með framtíðina hjá Val?
I fyrsta lagi verður Valur að gera
yngri leikmönnum í handbolta kleift að
æfa allt árið um kring. Það þyrfti einn-
ig að vera fleiri í yngstu flokkunum hjá
okkur. Það þarf að leggja meirai áher-
slu á börnin og unglingana því það
skilar sér seinna meir. Þá þurfa gæði
þjálfunarinnar að vera góð. Við þur-
fum að leggja áherslu á að ráða góða
þjálfara sérstaklega barnaþjálfara en
þeir eru af skornum skammti á Islandi.
Einnig þurfa yngri flokkarnir að vera
reknir sér þar sem formaður unglin-
garáðs skipuleggur starfið líkt og er í
knattspyrnunni hjá Val. Valur hefur allt
sem þarf til að ná árangri en við þur-
fum ac5 leggja meiri vinnu í yngri
flokkana. I dag höfum við mjög
sterkan 3. flokk en eru flokkarnir sem
koma á eftir nægilega sterkir? Við
verðum að hugsa 3-4 ár fram í tímann
og það þýðir ekki að sofa á verðinum.
Valur er eitt af þeim liðum sem getur
ekki verslað sér leikmenn þannig að
flestir meistaraflokksmenn koma úr
yngri flokkum félagsins sem
undirstrikar mikilvægi þess að hafa
unglingastarfið í lagi. Þetta þarf ekki
að vera slæmt. Það er orðin hefð hjá
Val að leikmenn sem hafa verið alla
tíð hjá félaginu skipa meistaraflokk og
jafnvel landsliðið. Þessi staðreynd á
að vera okkur hvatning til að gera
ennþá betur í framtíðinni!
Eru einhverjir einstakir leikmenn sem
eiga eftir að ná langt hjá Val?
Það eru nokkrir leikmenn hjá félaginu
sem ég býst við að muni ná mjög
29 Valsblaðið