Valsblaðið - 01.05.1997, Page 31
Iþróttamaður
Vals 1996
Jón Krist/ánsson handknattleiksmaður
Jón Krístjánsson, þjálfari og leikmaður
meistaraflokks í handknatfleik var
valinn Iþróttamaður Vals árið 1996.
Verðlaunafhendingin fór fram í
félagsheimili Vals að Hlíðarenda á
gamlársdag.
Jón fékk af-
henta tvo
glæsilega
bikara. ann-
an þeirra til
eignar. Jón
er orðinn þrí-
tugur en
lætur engan
bilbug á sér
finna enda
er hann
markahæstur
Valsmanna
þegar 1I um-
ferðum er lokið í Nissandeildinni í
haust með 52 mörk. Valsliðið er í 7.
sæti með 13 stig en það eru aðeins 2
stig í liðin í 2.-4. sæti. Jón Kristjánsson
þjálfar nú Valsliðið þriðja árið í röð.
Kom þér á óvart að þú skyldir verða
valin Iþróttamaður Vals 1996?
Já, ég verð nú að viðurkenna að þetta
kom mér nokkuð á óvart enda hefði
ég frekar búist við að fá þessa út-
nefningu
fyrr á mín-
um keppni-
sferli. Þetta
kom mér
því þægi-
lega á
óvart!
Hvað finnst
þér um
gengi liðs-
ins í vetur?
Eg er ekki
á n æ g ð u r
með gengi
liðsins í
vetur en þó finnst mér liðið vera á
uppleið. Við höfum lenf í vandræðum
en mér finnst við hafa leyst vanda-
málin nokkuð vel. Eg var ekki sáttur
við að tapa út í Eyjum og svo var
slæmt að tapa tveimur heimaleikjum
gegn Aftureldingu og Stjörnunni. Hins
Jón ásamt Halldóri Einarssyni sem gaf
bikarana og Reyni Vignir formanni Vals.
m'- > : —K
Jón Kristjánsson íþróttamaður Vals
fær sér væna sneið í tilefni dagsins.
vegar þá höfum við unnið góða úti-
sigra gegn FH og KA. I dag þá erum
við um miðja deild en ef við hefðum
sigrað IBV þá værum við í 2-4. sæti
deildarinnar sem er ásættanlegt.
En hvað um framtíðina? Hversu lengi
ætlar þú að vera spilandi þjálfari?
Eg er nú aðeins farinn að draga mig í
hlé enda er gott fyrir mig sem þjálfara
að fylgjast öðru hverju með frá hliðar-
línunni. Framtíðin er í raun óráðin, ég
tek eitt verkefni fyrir í einu en að sjálf-
sögðu er ég meðvitaðar um að ég
spila ekki handbolta allt mitt líf. Hvort
ég einbeiti mér alfarið að þjálfun á
næstu árum er ómögulegt að seg/a til
um, ég skoða það einfaldlega þegar
þar að kemur.
........: ~
Reykjavíkurmeistarar
Mfl. karla 1997
Aftari röð frá vinstri:
Guðni Haraldsson formaður HKD, Svanur
Baldursson, Guðmundur Hrafnkelsson,
Daníel Ragnarsson, Sigfús Sigurðsson,
Júlíus Gunnarsson, Theódór Valsson, Jón
Kristjánsson þjálfari, Oskar Bjarni
aðstoðarþjálfari, og Reynir Vignir for-
maður Vals.
Fremri röð frá vinstri: Ingvar Sverrisson,
Valgarð Thorodsen, Andri Jóhannsson,
Sigurgeir Höskuldsson, Ingi Rafn Jónsson,
Einar O. Jónsson, Davíð Ólafsson,
Ingimar Jónsson, Kári M. Guðmundsson
og Freyr Brynjarsson
37 Valsblaðið