Valsblaðið - 01.05.1997, Page 37

Valsblaðið - 01.05.1997, Page 37
þcingað með flokk í góðu veðri, fór ég að hyggja til niðurfarar. Hugðist ég fara geilina, en er ég kom á barminn, varð mér ekki um sel, því að upp flugu tveir ernir og létu mjög vargalega. Ég sá þá niðri í kleyfinni klett einn eða drang, og var arnarhreiðrið þar upp og einn ungi í. Ég hætti við að fara þar niður og.gekk austur með brúninni, en arnarhjónin yfirgáfu mig ekki fyrr en ég eftir annari geil var komin niður á jafnsléttu. Nú var svo komin skemmtifarar- dagurinn, en ekki hafði oss verið spáð góðu um veðrið, því fréttst hafði að Skautafélagið ætlaði í skemmtiför suður á strönd. Um morguninn milli kl. 7 og 8 lá líka kafniða þoka yfir bænum. Söfnuðumst vér saman í K.F.U.M. og voru menn á báðum áttum, hvort fara skyldi eða ekki. Loks var afráðið að leggja af stað. Var gengið í fylking gegn um bæinn, en síðan með uppleystu liði. Vér áðum og borðuðum morgunverð í litlum veitin- gaskála, sem stóð uppi undir hlíðinni gegnt Korpólfsstöðum, svo var haldið upp að Lágafelli. Þar var ekki mes- sudagur og fengum vér að halda guðsþjónustu í kirkjunni. Ég lagði út af: Lítið til fuglanna í loftinu o.s.frv. - Svo eftir guðsþjónustuna lögðum vér á fjallið; þá var komið sólskin og hið blíðasta veður. Þegar upp á fjallið kom, fannst öllum mikið til útsýnisins. Um förina þangað upp var þetta kveðið seinna: Eftir göngu' um kletta klungur kemur bunga, þar sem ungir sveinar móðir mega’ í náðum mosabreiður nota heiðar; teygja úr limum, tala saman titrar oft af hlátri loftið, fá úr hreina fjallablænum fúsir teigað himinveigar. Jökullinn gnæfði hvítur og hreinn upp í vestri fyrir handan hinn mikla flóa, sem var nú alveg sléttur eins og spegill. Síðan blasti við hinn mikilfengi Snæfellsnessfjallgarður, og svo tóku við Mýrafjöllin, Akrafjall og Esjan og svo hinn fjallarmurinn mikli út Reykjanes. Svo blasti við Vatnsleysu- ströndin og svo firðirnir, víkur og vogar. Reykjavík öll grá fyrír járnum og hin stóra opna höfn eða hafn- arleysi með fjölda skipa út undir Engey. Fyrir neðan oss lá Mosfells- sveitin með grænum túnblettum innan- um melana. Reyki lagði upp frá lau- gunum og vegirnir voru eins og blá- naði í æðar undir handarhörundi. Allir voru hrifnir. Eftir nokkra hvíld og nestishressingu fóru menn að leika sér. Var farið í knattspyrnu, og stang- arstökk og ýmsa leiki aðra. Vér gengum fram að "Arnargeil" og heils- uðum fjölskyldunni og Loftur Guð- mundsson tók mynd af unganum. ÞegarArnarhjónin sáu að þessi mann- söfnuður ætlaði ekkert mein að gjöra búi þeirra, urðu þau róleg og komu aðeins við og við upp að skyggnast eftir atferli gestanna. - Milli leikja var sest og sungið, bæði andleg Ijóð og föðurlandssöngvar. Svo leið tíminn fljótt. Vér fórum niður annarsstaðar en upp var komið, borðuðum kvöldverð í veitingaskálanum, þ.e. að segja úti, og fengum þangað kaffi og mjólk og annað, sem vér þörfnuðumst. Svo var gengið heim og ég náði rétt aðeins í tæka tíð að halda almenna samkomu í K.F.U.M út af Davíðssálmi 148. I júlílok var völlurinn að fullu ruddur, og svo voru keyptar markstengur öfl- ugar, og net fengin og allir reitir markaðir. Síðan var völlurinn vígður með fallegri viðhöfn fyrst í ágúst. Það var fagurt veður. Félögin Valur og Hvatur gengu inn á svæðið í gegnum mörkin í fylkingu og heilsuðust á miðlínu, svo var haldin stutt ræða og líst hugsjónum og starfi knattspyrnu- flokkana innan K.F.U.M. Þar næst kepptu ellefu valdir menn úr hvorum flokki. Var hátíðleikabragur á öllu. Svo var nú tekið til óspiltra mála með æfin- gar á hverju kvöldi, hvort félagið annaðhvort kvöld. A næsta ári bættist þriðja félagið við og hét það "Haukur". Það var svo mikil gleði yfir öllu þessu samstarfi, svo mikil hrifning að því verður ekki með orðum lýst. Aginn var sterkur, ekkert blótsyrði var liðið, enginn mátti spýta á völlinn né gjöra neitt það, er ósæmilegt væri að heyrðist eða sæist í hátiðasal félags- ins. Ég var alltaf við hliðina á æfinga- stjóra og sá um að hinum sérstöku reglum félagsins væri hlýtt, þeim reglum, sem ekki lutu að hinum settu alþjóðareglum, sem æfingastjóri sá um. Það er mér óhæft að segja að í félögunum ríkfi einhuga sál og vilji, og leikurínn og samlífið allt varð mörgum af piltunum til mikillar blessunar einnig í andlegu tilliti. Ég man eftir mörgum atvikum, sem komu fyrir, og yrði oflangt mál að skrifa þau hér. Fyrir mig sjálfan var þetta allt mjög þýðin- garmikið. Og þótti ég því miður gæfi aldrei út í það að sparka sjálfur, þá varð mér þetta að miklu gagni einnig fyrir mitt innra líf. En nú verð ég að snúa mér að öðru, er kom fyrir þetta sumar. Fyrst var nú það, að Júlíus Arnason kom einn dag í júlí (að mig minnir) og færði mér sk/öl og skilríki fyrir afborgaðri bankaskuld minni, og tilkynnti mér jafnframt, að nú kæmi hann með 50 krónur mánaðarlega til mín. Ég varð svo feginn að vera nú skuldlaus, að mér fannst sem heljarbjargi væri létt af mér. En ég sá einnig annað. Ég sá að ég gat reiknað með þessari "perma- nent" afmælisgjöf, eins og ég kallaði hana. Og brátt þurfti ég á því að halda. 37 Valsblaðið

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.