Valsblaðið - 01.05.1997, Qupperneq 43
drengjaliðunum og stóð sig vel í A-mil-
liriðli. Stelpurnar spiluðu mjög vel og
munurinn milli Islands, Dana og
Norðmanna er greinilega að minnka í
kvennaboltanum. A-liðið komst í A-
milliriðil en datt þar út og B-liðið stóð
sig vel í B-úrslitum en var slegið út af
firna sterku sænsku liði. Það vantaði
Þóru Helgadóttur í A-liðið en hún er
ein efnilegasta handboltastelpa á
landinu og Guðbjörgu Evu, línumann,
í B-liðið sem með ákveðni sinni skapar
ávallt 3-5 mörk í leik fyrir hinar
stelpurnar. Það var komið til
Danmerkur seint á föstudegi og komið
sér fyrir í skóla í Dronninglund sem er
á Jótlandi. Allir leikirnir áttu að spilast
á grasvöllum í kringum skólann og
tveimur íþróttahúsum og þetta
umhverfi líktist helst Hlíðarenda-
svæðinu. Á laugardeginum var farið í
vatnsgarð og nú var sólin við völd en
í Svíþjóð hafði rignt þónokkuð.
Sólarolían var tekin fram og flestir
voru duglegir að nota frítímann við
sólariðkun en enginn jafn duglegur og
Styrmir seiyi keypti sér tíu olíubrúsa og
hreinlega svaf úti til að ná morgun-
sólinni. Hann má þó eiga það að hafa
Óskar Bjarni Óskarsson yfirþjálfari
sýnir varnartakta.
leikgleðin úr andlitum þreyttra
stúlkubarna.
Kannski hafði það svona góð áhrif að
vita af ströndinni og öllum þessum fínu
búðum. B-liðið lenti í virkilega erfiðum
riðli og mætti þar Rússum sem áttu svo
eftir að spila til úrslita á mótinu. B-liðið
gerði sér lítið fyrir og knúði fram jafn-
Ein af 57 hálfleiksræðum Óskars Bjarna í ferðinni.
sigrað "brúnkukeppnina" ásamt
Markúsi. Dronninglund-Cup hófst á
sunnudeginum og það vargreinilega
fámennara og ekki jafn sterkt mót.
Hópurinn gat því slakað meira og
farið að versla. Það fannst stelpunum
mjög gott því stelpum finnst nefnilega
svo leiðinlegt að skoða í búðir og ver-
slall Bæcf/ kvennaliðin spiluðu mun
betur og það var greinilegt að trúin og
sjálfstraustið var meira og nú skein
tefli við þá en komst ekki áfram út af
tapi gegn þýsku liði. B-liðið spilaði þó
til úrslita í B-úrslitum en tapaði eftir
framlengdan leik. Þeir höfðu þá á
leiðinni t.d. sigrað landslið Kuwaitl!
Bæði sfúlknaliðin komust í A-milliriðil
en náðu ekki að komast í 8-liða úrslit.
A-liðið hjá strákunum spilaði hálf illa
framan af enda erfitt að halda ein-
beitingu eftir sigur á Partille-Cup en
loks fór "nýja mulningsvélin" í gang og
strákarnir sigruðu Rússa í úrslitaleik og
frændur vorir Danir áttu ekki orð yfir
góðri tækni og frábærri vörn
Valsmanna. I Danmörku var haldin
kvöldvaka þar sem fararstjórnin kom
með nokkur hálfmisheppnuð atriði en
hópurinn píndi þó fram hlátur í virðin-
garskyni. Hreggviður gat þó ekki flutt
einþáttung sinn úr Islandsklukkunni
þar sem hann sofnaði í vatns-
garðinum, roðnaði örlítið og lá í skug-
ga með kælikrem það sem eftir var
ferðarinnar. Hann missti því af bæði
Partille og Dronninglund en skemmti
sér þó ágætlega. Kristinn Arnar Diego
bjargaði þó kvöldvökunni með
frábærri leikstjórn og bröndurum og
var samhljóma álit ritnefndar að hann
hafi verið maður ferðarinnar. I
flugvélinni á leiðinni til Islands var
mjög svo sáttur hópur á leiðinni heim.
Sumir með sogbletti á hálsinum, aðrir
að hugsa um danska kærustu eða
Argentískan kærasta en annars var
lítið um pör innan hópsins enda þetta
miklir vinir. Stelpurnar voru þó dugle-
gar að kíkja á strákana í sturtu en
strákarnir voru ekkert fyrir svoleiðis vit-
leysu. Allir voru þó sammála um að
stefna til Italíu árið 1999 og vera viku
í Teramo og viku á Rimini en þá
verður að byrja að safna, og það strax
í dag. Ritnefndin vill að lokum þakka
hópnum fyrir stórkostlega ferð.
Foreldrarnir Hansi og frú, Olína og
Hreggviður stóðu sig mjög vél.
Aðstoðarþjálfararnir Eivor, Valur, Siggi
og Valur voru frábær og fórnuðu vinnu
til að koma með okkur út. Það var sér-
lega gaman að hitta Sigga aftur en
hann er nú búsettur í Noregi ásamt
fjölskyldu og vonandi styttist í að Valur
fái hann aftur í sínar raðir. Við
söknuðum Nonna mikið og gerum
reyndar enn. Óskar yfirþjálfari var
ágætur en þó dálítið þreyttur á kvöldin
enda voru þetta ca. 63 leikir og hann
náði 57 af þeim. 57 hálfleiksræður
setja smá svip á raddböndinl! 4.
flokkur karla og kvenna sem unnu 12
titla á liðnu ári (4.kv.= 6 og 4. ka.
=6) vilja að lokum þakka Bjarna
Ákasyni í ACO, sem er verndari '81
og '82 árganganna, en hann og HEN-
SON gerðu það að verkum að
Valshópurinn var langflottastur í Sví-
þjóð og Danmerkur.
Ritnefnd 1997
Myndir Hans Herbertsson
43 Valsblaðið