Valsblaðið - 01.05.1997, Síða 45

Valsblaðið - 01.05.1997, Síða 45
traunonefnd ?rrqur ols Getraunahornið í Félagsheimili Vals. Fjölgað var í getraunanefnd Vals á síðastliðnum vetri, Helgi Kristjánsson og Sverrir Guðmundsson höfðu séð um getraunastarf Vals undanfarin ár með miklum sóma. Til að létta aðeins á þeim var fjölgað í nefdinni og bætt- ust í hópinn þeir Ragnar Ragnarsson, Helgi Benediktsson, Guðmundur Hansson og Björn Hermannson. Sett var upp vaktafyrikomulag þannig að hver þarf að mæta fjórða hvern laug- ardag og hefur þetta fyrirkomulag komið mjög vel út. Opið er á laugar- dagsmorgnum allt árið um kring og er opið frá 10.30 til 14.00 eða þar til Islenskar Get- raunir loka sinni tölvu. Nýlega var bætt við tveimur tölv- um í getrauna- hornið okkar á efri hæðinni. Eru núna 3 tölvur til taks fyrir félags- menn Vals til að tippa á leiki. Ein tölvan er tengd Getraunum í gegn- um mótald og er hún notuð til að senda seðla til Getrauna. Hinar 2 geta Valsmenn notað og eru í þeim bæði getraunaforrit frá Getraunum og Getto íslenskt forrit stærra og öflugra. Þeir Valsmenn sem eiga tölvu heima hjá sér, geta fengið afrit af getrau- naforriti Islenskra getrauna og sett upp hjá sér, tippað í rólegheitum heima og komið með afrit af spánni í Valsheimilið á laugardagsmorgni og rennt því í gegnum tölvuna sem sendir það síðan til Getrauna. Bakararnir í Bernhöftsbakarí sjá um að nýbakað bakkelsi sé til staðar fyrir tippara Vals á laugardögum. Kunnum við Jóhannesi í Bernhöftsbakarí bestu þakkir fyrir þennan höfðingsskap. Óli Alberts hefur síðan séð um að koma bakkelsinu til okkar, hellt uppá könn- una þannig að alltaf er til rjúkandi kaffi og með því á laugardags- morgnum í Valsheimilinu. Valsmenn hvernig væri nú að fjöl- menna í morgunkaffi í Valsheimi/ið á nýju ári. Sala Vals á getraunaseðlum hefur verið mjög öflug fjáröflun innan félagsins. En betur má ef duga skal. Salan á síðasta ári var um 11 % af heild- arveltu Islenskra getrauna og vorum við Valsmenn hæstir, en við getum örugglega gert mikið betur og aukið tekjur félagsins enn meira. Til þess að það megi takast væri æskilegt að allir sannir Valsmenn fengju sér getrauna- seðil og merktu hann 101, eða vera með í Húspotti Vals. Ólafur Albertsson hefur séð um að Valsmenn fói kaffi og með því Knattspyrnufélagið V A L U R http://www.toto.is/felog/valur/ 45 Valsblaðið

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.