Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 47

Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 47
Qojjrnói Sigurvegarinn Styrmir Örn og Elinborg sem varð í öðru sæti, verðlaunabikarinn í forgrunn. Sjálfsagt hafa ýmsir tekið eftir því að áhugi margra Valsmanna á golfi er óvenju mikill. Einkum á þetta við þá Valsmenn af báðum kynjum, sem farnir eru að reskjast og hættir eru keppni fyrir hönd félagsins. Einnig má finna áhugasama golfara í röðum hinna yngri sem enn eru á fullu í leik og keppni á vegum félagsins. Frægasta dæmið um áhuga- sama golfara í röðum Valsara er eflaust hinn sam- henti hópur hand- boltamanna, sem gengur undir heit- inu Mulningsvélin og fjallað er um á öðrum stað hér í blaðinu. Eins má til gamans nefna að fjórir af níu manna aðalstjórn eru með lægri forgjöf en 20 og að tveir þeirra hafa síðustu árum farið holu í höggi. Þeir sem þessi afrek hafa unnið eru Reynir Vignir, formaður félagsins og Helgi Benediktsson, ritari þess. I Ijósi þessa mikla áhuga hefur um margra ára skeið verið haldið sérstakt golfmót Vals á hverju sumri. Keppt er um mjög vegle- gan bikar, sem Garðar Kjartansson gaf á sínum tíma í minningu bróður- sonar síns, Jóhanns Sebastína Einarssonar, sem lést aðeins tólf ára gamall úr krabbameini. Jóhann var sonur Einars Kjartanssonar, sem um árabil lék með yngri flokkum Vals við góðan orðstír. Einar hefur um árabil verið búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Frakklandi. I ár var golfmót Vals haldið í ágúst á hinum nýja og glæsilega velli Golfklúbbs Oddfellowa í Urriðavatns- dölum. Veðrið lék við þátttakendur í mótinu, sem voru margir, af báðum kynjum og á öllum aldri. Sigur úr býtum bar hinn ungi og bráðefnilegi Styrmir Örn Hansson, en hann hefur og er einnig að gera garðinn frægan með yngri flokkum félagsins í hand- bolta. I öðru og þriðja sæti urðu "gömlu" handboltakempurnar Elínborg Kristjánsdóttir og Bjarni Jónsson. Allur undirbúningur fyrir mótið og stjórn þess var í höndum Gunnars Kristjánssonar og Garðars Kjartans- sonar og nutu þeir að vanda dyggs stuðnings Halldórs Einarssonar við mótsstjórnina. Tókst mótið í alla staði mjög vel. I mótslok var öllum þátttak- endum boðið í höfðinglega garðveislu á heimili Gunnars en þar var fyrir Stefán Halldórsson, sem grillaði fyrir mannskapinn ókjörin öll af gómsætu lambakjöti. Hafi þeir félagar, sem undirbjuggu mótið og stóðu að veislu og velgjörðum í mótslok hinar bestu þakkir fyrir sinn þátt í skemmtilegum og eftirminnilegum degi. Þátttakendur í garðveislu á heimili Gunnars í mótslok. Munið flugeldasölu Vals að Hlíðarenda Opið: Mánudag 29. des. lOtil 22 Þriðjudag 30. deslOtil 22 Gamlársdag 31. des. lOtil 16 Anna Vignir Á síðasta ársþingi KSI fengu Valsmenn afhentan kvennabikar KSI fyrir öflugt og uppbyggjandi starf í yngri flokkum kvenna. A þessu þingi var einnig fyrsta konan kosin í stjórn KSI var það Valskonan Anna Vignir og óskar Valsblaðið henni til hamingju með kjörið. 47 Valsblaðið

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.