Vesturland - 24.12.1945, Síða 5
VESTURLAND
177
Baldur Johnsen:
Hugleiöingar um kjarnorkuöidina.
Erindi flutt 1. desember 1945 í Alþýðuhúsinu á ísafirði. •
Góðir Isfirðingar!
Á degi þessum, fyrir 27 ár-
um, var stærsta skrefið i sjálf-
stæðisbaráttu Islendinga stig-
ið; þvi hefir verið venja að
helga' deginum umræður um
sj álfstæðismál Islendinga al-
mennt.
Nú, eftir að síðasta sporið í
sjálfstæðisbaráttunni var stíg-
ið fyrir nærri IV2 ári siðan, á
annar dagur rikari þátt í hug-
um manna sem þjóðminninga-
dagur, þ. e. 17. júní, dagur
grænkandi grunda með glógula
sóley á bala, dagur gróandi
þjóðlifs og minninga braut-
ryðjandans Jóns Sigurðssonar
forseta.
1 dag getum vér tekið undir
með fjölmörgum öðrum þjóð-
um, sem eru að heimta lrelsi
sitt eftir hinar ægilegustn
þrengingar og vonað, að það
frelsi verði rannverulegt, ekki
aðeins i orði heldur og á borði,
að það verði eigi aðeins til-
sýndar, heldur megi andinn
verða frjáls, hugsunin frjáls.
Nú, þegar slcammdegisskugg-
arnir lengjast og sólin er að
kveðja okkar bæ og byggð —
þó ekki sé nema um stundar-
sakir — söfnumst við hér sam-
an til að stuðla að nýrri kirkj u-
byggingu, til að byggja turn-
liáa spíru, er teygi sig upp úr'
skuggadalnum, upp í ljósið,
sem við vitum að er þar til
fyrir alla menn, sem þess vilja
leita.
Vér ætlum að byggja kirkju,
þar sem við getum sameinast
í samstillta bæn um, að hér-
eftir megi ríkja friður og ein-
drægni þjóða á milli, sátt og
samlyndi milli manna, að við
megum bera, gæfu til að á-
stunda þjónustu og hjálpsemi
við náungann í stað ofsókna á
grundvelli skefj alausrar hags-
munabaráttu.
Aldrei hefir verið meiri þörf
fyrir andlega samstillingu
mannkynsins en nú, aldrei
meiri þörf fyrir frjálsa hugsun,
sem ekki lætur af-vegaleiða sig,
aldrei meiri, þörf fyrir tak-
markalausa þjónustulund.
Nýr dagur.
Við lifum á tímum þeirra
mestu umbyltinga sem sögur
fara af. Uppgötvun gufuork-
unnar og rafmagnsorkunnar,
sem þó hafa gjörbreytt lífi
manna og kjörum, og þurftu
að koma á undan, eru smá-
munir einir hjá því, sem nú
hefir skeð, er fiindist hafa ráð
til að hagnýta frumeindaork-
una, ráð til að breyta efni i
orku.
Og mannkynið hefir orðið
að ganga í gegnum 6 ára
heimsstyrjöld með öllum sín-
um þjáningum til að ná þessu
marki, til þess að höndla vizku-
steininn, sem gullgerðarmenn
allra alda hafa sífellt verið að
leita að, vizkusteininn, sem
gæti breytt grjóti í gull.
Þó felur þessi uppgötvun
í sér möguleika þeirra mestu
andstæðna, sem hugsanlegar
eru.
Þar er að finna þá mestu
hagsæld fyrir allt mannkyn
þar sem allir hafi allsnægtir
með litilli fyrirhöfn, þar sem
styrjaldir tilheyri liðna tíman-
um og hagsnmnabarátta ein-
staklinga hverfi úr sögunni.
En þar leynist og möguleiki
hins mesta böls ef ekki full-
kominnar tortímingar mann-
kynsins.
Þetta er í ætt við þann dýrð-
lega fugl þjóðsögunnar, «sem
var svo fagur, að allir sem sáu
hann voru samstundis örendir,
og vildu þó vinna það til.
Hvernig má þetta vera? —
Hvernig fáum við skilið þess-
ar andstæður. Til þess að geta
gert sér ofurlitla grein fyrir
málinu, verðum við að lita á
þróunina, sem er undanfari
uppgötvunarinnar.
Fornspekingar.
Hér liafa heimspekingar og
stærðfræðingar fornaldarinnar
fyrstir riðið á vaðið. Þeir gerðu
það sér til gamans að grúska í
tilverunni og það án nokkurra
annara tækja «n hinna 5 skiln-
ingarvita, rökréttrar hugsunar
og skapandi íniyndunarafls,
án þessara tækja verður aldrei
nein uppgötvun til, hversu hár-
finar smásjár, sem við höfum
eða, hversu öflug rafmagnsá-
höld, sem við höfum o. s. frv.
Þegar 500 árum fyrir Krists
burð voru menn þessir farnir
að láta sér detta í hng, að efn-
ið væri ekki heilt, ekki allt
þar sem það væri séð heldur
samsett úr ótal smáögnum,
hversu þétt, sem það sýndist
vera í sér.
Þessi innblásna hugmynd
fornspekinganna hefir nú ver-
ið sönnuð rúmlega tveim þús-
und árum seinna.
Frumefnin.
Vísindin hafa sannað, að allt
efni er samsett úr örsmáum
ögnum, sem nefndar eru sam-
eindir, og éru sameindirnar á-
kvarðandi fyrir gerð hvers efn-
is um sig. Sameindirnar eru
misstórar og sjást þær stærstu
í beztu smásjám. Sumar sótt-
kveiltj ur virus-f lokksiris eða
eitra-flokksins eru aðeins 1
sameind.
1 hreinu vatni er aðeins ein
tegund sameinda og sama má
segja um hvert hreint efni.
Eins og nafnið ber með sér
er sameindin samsett úr enn-
þá smærri ögnum, frumeind-
um, t. d. er vatnssameindin
samsett úr aðeins 2 tegundum
lr.umeinda; í öðrum sameind-
um eru oft fleiri tegundir
frumeinda og oftast margar af
hverri tegund.
1 hreinni brennisteinssýru
eru 3 tegundir frumeinda, en
alls 7 frumeindir í brenni-
steinssýrusameindinni. 1 hrein-
um þrúgusykri eru 3 tegundir
frumeinda, en 24 frumeindir
alls i sameindinni.
Vísindamönnum veitist til-
tölulega auðvelt að ldjúfa sám-
eindina, t. d. þarf ekki annað
til að kljúfa vatn en leiða raf-
magn frá rafhlöðu niður í
vatnið, þá klofnar' það við
leiðsluþræðina og fer sitt frum-
el’ni upp með hvorum þræði
eða pól i loftbólum.
Hér erum við þá komnir að
sjálfum frumefnunum, og þau
voru fram að síðustu aldamót-
um talin óumbreytanleg, ó-
kljúfanleg.
Menn lögðu alla stund á að
rannsaka frumefnin og leita
nýrra frumefna. öll hugsanleg
efni voru tekin og látin i deigl-
ur og rannsóknarglös efna-
fræðinganna, mulin, brædd og
leyst upp þar til komið var að
frumefnunum. Hver maður,
sem fann nýtt frumefni, varð
ffægur, en fljótlega var sá
brunnur þurausinn, frumefnin
virtust ótrúlega fá samanbor-
ið við þær miljónir efnateg-
unda, sem þau mynduðu.
Þótt lítil væru, voru frum-
efnin mæld og vegin og það
lcom í ljós, að þungi eindanna
(hann er svo lítill, að skapa
varð nýtt mælingakerfi til að
geta skilgréint hann) var háð-
ur sérstökum innbyrðis hlut-
íöllum, og varð það til þess, að
2 glöggir menn gátu dregið af
þessu algilt lögmál og búið sér
til kerfi, sem mætti líkja við
skáp með 92 skúffum. Hvert
frumefni átti heima í sinni
skúffu, sem ákvarðaðist af
þunganum.
Þegar kerfið eða skápurinn
var tilbúinn vantaði mörg
frumefni í til að fylla töluna
92, en seinna bættust nokkur
í hópinn, og það kom í ljós, að
þau pössuðu nákvæmlega inn
i kerfið, þau áttu sína skúffu
tilbúna með frumefnisþungan-
um árituðum fyrirfram.
Nú eru alls fundin 90 frum-
efni, en því er spáð að ekki
líði á löngu áður en 2 finnist
í viðbót svo talan verði full 92.
Svo langt voru menn komn-
ir í leitinni að því óendanlega
smóa rétt fyrir aldamótin sið-
ustu.
Sólkerfiu.
Samtímis þessu fór fram
rannsókn í þveröfuga átt, rann-
sókn á hinu óendanlega stóra,
hinu óendanlega fjarlæga —
þar voru stj öx-nufræðingarnir
að vex-ki.
Það er ekki ýkja langt síð-
an jöi-ðin okkar var álitin flöt
eins.og kaka og miðpúnktur al-
heimsins, en i kring um hana
snérust sól, tungl og stjörnur.
Síðan fundu menn, að j örðin
myndi vei’a hnöttótt. Það leiddi
á sínum tírna til þess, að Col-
umbus lagði á stað í sína frægu
ferð — ekki til að finna Arner-
íku, þó sii yi’ði raunin, heldur
til að komastdil Austui’-Indía,
að bakdyrunum, ef svo mætti
kalla það, ætlaði sem sagt að
komast á sarna áfangastað með
því að sigla í vestur og menn
höfðu alltaf siglt í austur til að
ná.
Þá fundu menn, að jörðin
var ekki miðdepillinn, heldur
sólin og snerist jörðin í kring-
um sólina ásamt fleiri reiki-
stjörnum, svo sem Marz, Ven-
us o. s. frv.
Loks fundu menn, að það
var ekki allskostar rétt, að
sólin okkar væri miðdepill
heims, heldur aðeins miðdepill
í sólkerfi voru, en það sólkerfi
væri aðeins eitt af miljónum
sólkerfa í einni veti’arbi’aut,
sem snerist uin rnöndul sinn,
en slíkar vetrai’brautir væru
fjölmargar í geymnum.
Allar fastastjöi’nui’nai’, sem
við sáum voru sólir, ef til vill
sólkerfa á borð við okkar.
Menn fóru að keppast við að
telja stjörnurnar, að vega þær
og rnæla, og reikna út gang
þeirra. Nýjar stjörnur fundust
nxeð nýjurn endui’bótum á
sj ónaukanum. Stæi’ðfi’æðing-
arnir tóku að reikna út gang