Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 8
8 VESTURLAND ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR : Jólaleyfi í Moníana SÍÐASTLIÐINN vetur var ég svo heppin að fá styrk til 6 mánaða dvalar í Bandaríkjum Norður-Am eríku, á vegum Fullbright stofn- unarinnar. Ætlunin með styrkveit- ingum þessum er að kynna öðrum þjóðum þjóðfélags- og menningar- hætti í Bandaríkjunum, og skapa vináttu og skilning meðal hinna ólíku þjóða, sem sem veröldina byggja. 560 kennarar frá 56 þjóðum nutu þessa styrks á síðasta ári, þar á meðal tveir íslendingar auk mín. Var þetta heldur sundurleit- ur hópur, þegar saman var kom- inn, allt frá svörtustu Afríkubúum til ljóshærðra og bláeygra Norður- landabúa. Ekki virtist það samt koma að sök, hvað samlyndið snerti, þv.í að hin bezta eining ríkti um öll sam- eiginleg málefni. Þessum sex mánuðum var skipt í fjögur tímabil: Mánaðardvöl í Washington, þriggja mánaða dvöl í háskóla einhversstaðar í land- inu, jólaleyfi og síðast ferðalög til þess að kynnast kennsluháttum i sem flestum skólum, víðsvegar um Bandaríkin. Mun ég í þessari smágrein, segja litillega frá jólaleyfinu, sem ég eyddi að mestu í Montana, en það er eitt af nyrztu fylkjum Banda- ríkjanna, alveg norður við landa- mæri Kanada. Háskólatímabilinu eyddi ég, á- samt 23 kennurum frá 16 löndum, í litlum háskólabæ í Illinois, sem heitir Carbondale, ekki mjög langt frá Chicago. Þar höfðum við sótt tíma í háskólanum og heimsótt skóla og ýmsa merkisstaði í ná- grenninu. 16. desember skyldi dvöl okkar þarna lokið og hópurinn leysast upp í aðra minni, sem halda áttu sitt í hvora áttina. Var mikið bollalagt um það, hvert við yrðum send, og höfðum við látið í ljós, hógværlega, ýmsar óskir í þeim efnum. Mig langaði t.d. meira til Suður-Ríkjanna en Norður —, þar sem ég gat vel hugsað mér að lifa nú einu sinni sólrík og heit jól niðri á Florida eða Texas. Þetta fór þó á annan veg. Dagskipunin hljóðaði upp á ferðalag um Norðurríkin, og þegar ég sýndi vinum mínum í Carbon- dale ferðaáætlunina fór um þá kuldahrollur. Þeir sögðu að það væri eins gott að ég væri kuldan- um vön, og ráðlögðu mér að vera við öllu búna. Ég sætti mig ágætlega við þetta, en aumingja austurlandabúarnir, sem fylgja áttu sömu ferðaáætlun, voru hálf kvíðafullir. Við vorum níu saman sem lögð- um af stað frá Carbondale 16. desember í björtu og köldu veðri, og var ferðinni heitið norður á bóginn. Ekki var hægt að segja annað en að við værum dálítið sundurleit tilsýndar, enda vakti ferðalag okkar nokkra athygli. Á einum stað vorum við spurð hvort við værum leikflokkur á ferð, aðrir héldu að við værum sendisveit er- lendra ríkja. Höfðum við gaman af. Áður en lengra er farið vil ég kynna ferðafélaga mína fyrir les- endum. Konurnar voru fimm, ein frá Indlandi, önnur frá Ceylon, þriðja kínversk frá Malaya, fjórða frá Perú í Suður-Ameríku (henni var alltaf kalt) og svo ég. Karlmennirnir voru frá Finn- landi, Belgíu, Tyrklandi og Tai- landi (sá síðast nefndi var prins, en bar það nú ekki með sér). Allt var þetta elskulegasta fólk, og fór vel á með okkur allt ferðalagið. Fyrsti áfangastaður okkar var Chicago og bollalögðum við heil- mikið hvernig við ættum að eyða þessum tveimur dögum, sem á- formað var að dvelja þar. Auðvit- að voru fjölda margir staðir, sem við hefðum viljað sjá í þessari milljónaboi’g, en tíminn flaug áfram. Þarna hitti ég af tilviljun annan Islendinginn, sem var á þessum sama styrk og ég. Bjó hann á sama hóteli og ég, og urðu miklir fagnaðarfundir, þegar við hittumst. Hann var á leiðinni í öfuga átt við mig, en við nutum þess að tala saman á íslenzku eftlr þriggja mánaða enskubabl. Þarna fórum við í búðir, og fannst mér gaman að verzla þar. Borgin var öll skrautlýst og jóla- tré á fjöldastöðum. Búðargluggar allir fagurlega skreyttir og mikill fjöldi fólks á götunum. Við hefð- um gjarnan viljað vera þarna lengur en áfram skyldi haldið. Þegar við ókum gegn um Wisconsin fylki byrjaði að snjóa á okkur. Þá þótti nú litlu þeldökku Seylon stúlkunni gaman að lifa. Hún hafði aldrei séð snjó fyrr og naut þess að ösla í ökla ,í djúpri mjöllinni, jafnvel þótt hún væri í skósíðum silkisari. Hún og ind- verska konan gengu alltaf í þjóð- búningum sínum, sögðust ekki kunna við sig í kjólum á Vestur- landa vísu. Hvor um sig hafði með sér milli 20—30 saria, flesta úr fínasta silki, svo undur létta og litfagra, að þær minntu helzt á álfameyjar. Hver sari er ekki ann- að en 5^2 metri af efni, sem þær svo sveipa vísindalega utan um sig. Innan undir því er blússa og sítt pils. Var ég oft hrædd um að þetta raknaði utan af þeim, þegar þær voru að berjast um í vindi og snjó, enda kom að því að þær gáfust upp á þessu, þegar frostið var komið í 18° C. Þá klæddust þær síðbuxum og voru eftir það álíka ókvenlegar og ég og mínir líkar. Kaldast varð okkur í Duluth (h- 20° C.), það er borg nyrzt í Minnisóda. Stendur hún við vötn- in miklu og napur austanvindur- inn blæs af vötnunum inn yfir landið. Vorkenndu þá allir Suður- landabúunum í þessum kulda, enda voru þeir hálf aumir, en öllum fannst sjálfsagt að nú fyrst líkaði mér lífið. Ég gat þá ekki stillt mig um að segja þeim að meðal- hitinn í janúar væri í höfuðborg íslands + T C. Hefur þeim víst þótt það hálf ótrúleg saga, enda spurði einn mig, hvort 15° C. væri ekki venjulegur vorhiti á Is- landi! Eldsnemma á aðfangadag jóla komum við til Billings, sem er all- stór borg (70 þús. ,íb.) í Montana, og þar áttum við að vera um jól- in. Við vorum nú hreint ekki í neinu jólaskapi þegar við komum þang- að, svefnlítil og þreytt eftir langt ferðalag, en þegar við vorum bú- in að hreiðra um okkur á ágætu hóteli, fór nú heldur að hýrna yfir hópnum. Ákváðum við, að þegar „prógram dagsins" væri búið skyldum við öll hittast á einu her- berginu, og halda okkar sameigin- legu jól. Alstaðar þar sem við komum voru einhverjir mættir til þess að taka á móti okkur og aka okkur á hótel eða heimili til gist- ingar. Venjulega voru þetta félagar í verzlunarmannafélögum eða for- ráðamenn fræðslumála á hverjum stað. Var jafnan búið að ákveða hvað gera skyldi okkur til dægra- dvalar og skemmtunar, áður en við komum. Þessi áformaði jólafagnaður okkar ferðafélaganna fór nú held- ur betur út um þúfur. Við stúlkurnar notuðum morg- uninn til þess að fá okkur fegurð- arblund og labba um í búðum, en herrarnir voru allir drifnir í það að skoða einn skólann eftir annan og komu rétt nægilega snemma heim á hótelið til þess að skipta um föt fyrir kvöldið. Kl. 5 e.h. komu svo þeir sem ætluðu að bjóða okkur til sín um jólin til þess að sækja okkur. Þá kom reiðarslagið. Við áttum að fara með allt okkar hafurtask með okk- ur og búa alveg hjá gestgjöfum okkar þar til við yfirgæfum Bill- ings. Það þýddi ekki annað en taka þessu öllu með ljúfu og léttu geði, og hver fór í sína átt, og sáumst við ekki í tvo daga. Ég lenti hjá indælum hjónum, sem fóru með mig eins og ég væri dóttir þeirra. Frúin var af finnsk- um ættum, mjög vingjarnleg. Amerísk jól, eins og þau komu mér fyrir sjónir, eru ósköp ólík þeim jólum, sem ég á að venjast hér heima. Mikið er haft fyrir því að undirbúa þau, skreytingar utan húss og innan, mjög íburðarmikl- ar, og kaupskapur mikill í kringum þau. Þegar ég kom heim til þessara amerísku hjóna, sem voru bam- laus, stóð þar stórt silfurlitt jóla- tré út við glugga. Á því var ekk- ert, nema stórar bláar kúlur, eng- in Rerti, ekkert grænt greni, eða annað sem við notum til jóla- skreytinga. Mér var sagt að ekki væri yfirleitt gengið í kringum jólatré á amerískum heimilum. Þau standa venjulega úti í einu horninu, eða úti við glugga, alla- vega skreytt og allavega lit. Ég kom þarna heim um kl. 6 á aðfangadagskvöld, um það leyti sem við hlutum á aftansöng frá Dómkirkjunni hér heima. Ég sat og spjallaði við hjónin. Þau færðu mér lítinn, snotran jólapakka, og ætlaði ég að bíða með að opna hann, þar til þau tækju upp sínar jólagjafir, en þau sögðu að ég skyldi bara gera það strax, því að þau höfðu tekið sínar gjafir upp kvöldið áður. Ekki varð ég vör við neinn und- irbúning undir jólamiðdag, enda kom á daginn að ætlunin var að borða úti. Þegar líða tók á kvöld- ið fórum við ökuferð um borgina og skoðuðum jólaskreytingarnar við húsin, sem víða voru mjög fallegar. Síðan ókum við upp á klettahæð

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.