Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 24

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 24
24 VESTURLAND Grænlenzku börnin þekkja ekki jóiasveininn, enda þótt börn- in suður í Evrópu haldi, að jólasveinninn eigi lieinia í Græn- Iandi. — A SUMARÞINGI1917 flutti Magn- ús sýslumaður Torfason, þá þing- maður isfirðinga, frumvarp um sameining Isafjarðar og Eyrar- hrepps. Frumvarpið var fellt, en harðasti andstæðingur þess var Guðjón Guðlaugsson, landkjörinn þingmaður. í umræðum sagði hann m.a. að isafjörður færi „að slaga hátt upp í Lundúnaborg á lengd- ina,“ ef hann fengi slíkan land- auka til viðbótar við það, sem fyrir væri. Þá var kveðið í orðastað Magnúsar Torfasonar: Allt fer nú að endemum, ekkert hægt að gera. Lord-mayor í Lundúnum langar mig að vera. ★ Undir sömu umræðum var ort: Gaf hann ýmsar upplýsingar um ísafjarðar veðurfar: það vita ekki allir vesalingar, að vatnið getur frosið þar. ★ Sverða heyrist söngurinn, sveitist dreyra gljáskallinn, skekur geirinn skapúfinn Skutulseyrar-týranninn. Síðasta vísan lýtur að því, að Bjarni Jónsson frá Vogi lét svo um mælt að Isafjörður héti að réttu lagi Skutulseyri, en Magnúsi Torfasyni mislíkaði þetta og mót- mælti fast. ★ Á þessu sama þingi var rætt um einkasöluheimild fyrir landstjórn- ina á steinolíu, og í því sambandi mótmælti Magnús Torfason skattaálögum, og mun hafa látið orð falla um að hann gerði það fyrir hönd kjósenda sinna. Magnús sér á völlinn vatt, — vopna neytti hann flestra. Þolir hann eigi þorparaskatt á þá, sem kusu hann vestra. (Úr „Þingvísum"). Sölusamband íslenzkra fisltframleiðenda Stofnað árið 1932. Skrifstofur að Aðalstræti 6, Reykjavík, sími 11480. Óskum félöcjum og viðskiptamönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Frá bankaútibúunum á ísafirði Engin afgreiðsla i almennum sparisjóði frá 24. desember 1961 til og með 2. janúar 1962. Ennfremur verða útibúin lokuð 2. janúar 1962. LANDSBANKI ÍSLANDS Otibiíið á Isafirði. UTVEGSBANKI ISLANDS Otibúið á Isafirði. M0M01FISHING NET MFG. CO.. LTD Útvegum allar tegundir neta, svo sem: Úr nylon: Þorska- og ýsunet, rauðmaga- og kolanet. HERPINÆTUR. Einnig úr bómull, marlon, pólex og nylon: Reknet, rækju- og humar- net, botnvörpur. Uppsettar lóðir úr sisal og pólex. Einnig öngultauma, áhnýtta og óáhnýtta. MARCO H.F. VESTURVERI — SlMI 15953

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.