Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1961, Page 13

Vesturland - 24.12.1961, Page 13
VESTURLAND 13 Böbafregnir Einhver skemmtilegasta bók, sem ég hefi lesið nýlega, er Krossfiskar og lirúðurkarlar eftir Stefán Jóns- son, fréttamann (Ægisútgáfan). Bókin hefði allt að einu getað heitið t.d. Kinnfiskar og skyrkarl- ar, eða eitthvað í þá átt, en Stefán hefur sjálfsagt verið að hugsa um ,,fiskinn“ sinn. Hinsvegar er ekki gott að sjá hvemig heitið á við marxistisk hænsni á Djúpaivogi, Pétur Freuchen, stór-sitt-af- hverju, og Albert Brod, Tyrkja- hatara og milljónara, svo eitthvað sé nefnt. Stefán Jónsson er gaman- samur, en bak við brosið, sem blasir við svo til á hverri síðu bókarinnar, örlar fyrir háðsglotti, og ekki nóg með það. Stefán virð- ist veifa léttu vopni, en þegar bet- ur er að hugað þá er maðurinn með hausarasveðju, sem hann not- ar til þess að skera fyrir á ýmsum félagslegum kýlum. Stundum er eins og Stefán ætli sér ekki að beita sveðjunni, eða þá hann er með tilburði til að hella Rigabal- sami í flumbruna, meira að segja með plástur líka. Sumum hygg ég þó að þyki læknisaðgerðir Stefáns litlu betri ávei’kanum. Eða hvað segja Akureyringar, svo dæmi sé tekið? Krossfiskar og hrúðurkarl- ar er ekkert stórvirki á venjulegan íslenzk er talin, er að skólarnir láti framfylgja 14. gr. iþróttalag- anna, en þar segir m.a.: „Enn- fremur skulu piltar í öllum skólum landsins eiga kost á tilsögn í glímu.“ Og í þingsályktun frá Al- þingi 7. maí 1958 segir svo: „AI- þingi ályktar að beina þeirri á- skorun til ríkisstjómarinnar, að hún geri ráðstafanir til þess, að fullnægt verði á raunhæfan hátt ákvæðum gildandi laga og reglu- gerða um, iað í öllum skólum lands- íns sé piltum gefinn kostur á til- sögn í íslenzkri glímu.“ 1 greinar- gerð flutningsmanna, sem eru: Benedikt Gröndal, Karl Kristjáns- son, Alfreð Gíslason, Kjartan J. Jóhannsson, segir einnig: ....Is- lenzka glíman er þjóðariþrótt, sér- stæð og karlmannleg. Hún er menningararfur, sem ekki má glatast“. Loks eru ákvæði í gild- andi námsskrá fyrir skólaíþróttir, að því er snertir 10—12 ára drengi: „Þá má einnig veita til- sögn í undirstöðuatriðum glímu og frjálsra íþrótta." Og að því er við kemur 13—16 ára drengjum: ,,Á þessu tímabili skal nemendum kennd glíma svo að þeim séu töm öll brögð og varnir við þeim. Þeim skal einnig leyft að þreyta glímu ínnbyrðis, og skal þá aðallega láta þá glíma bændaglímu og einkunn- bókamælikvarða, reyndar hálf- gerður óskapnaður, en bókin er óvenjuleg og læsileg og prýðilega skemmtileg. T.d. eru persónulýs- ingar margar ágætar, og ýmsir kynjakarlar þarna á ferð, og kannske er kúnstugasti „fírinn“ á titilblaði bókarinnar, nefnilega höfundurinn, Stefán Jónsson, fréttamaður m.m.fl. NORÐUR Á AKUREYRI er mað- ur, sem hóf feril sinn fyrir 50 ár- um í Bolungavík, og stundaði sjó- mennsku lengi vel. Nú ver hann frístundum sínum til þess m.a. að skrifa fyrir böm. Hafa birzt eftir hann í fyrra Salomon svarti og í ár Salomon svarti og Bjartur (Bókaforlag Odds Björnssonar). Höfundurinn heitir Hjörtur Gísla- son, og stýrir lipi’um penna og skemmtilegum. Orðfæri og frá- sagnarbragur er við barna, nánar tiltekið drengja hæfi, og bækumar em prýddar teikningum, og auk þess sönghæfum og laglega gerð- um smákvæðum, enda er höfundur fær á því sviði, og hefur áður gefið út ljóðabók. Salomonsbæk- ui’nar eru víða fyndnar og fjör- legar og undirstraumur af sér- stöku di’engjasiðgæði í þeim, og því hollu og góðu að ég ætla. arglímur. Þeim skulu kynnt glímu- lög.“ Svo mörg eru þau orð, og auðvitað miklu fleiri, sem hníga í sömu átt í námsskrá skólanna, svo og í samþykktum hins háa Alþing- is. Og til hvers em lög? Sumir ei’u hræddir við meiðsl í glímu. Sannleikurinn er þó sá, að engin ástæða er til að óttast meiðsli þar fremur en í öðmm í- þróttum, ef undirstaðan í bi’ögðum og vörnum glímunnar er rétt fuiidin. Það getur að vísu hent sig þar sem hai’ðsnúnir víkingar reyna með sér, ef þeim rennur blóðið til skyldunnar í mikilli keppni, að þeir fái skrámur. En engu karlmenni vex slíkt í augum. Og engan glímum inn þekki ég sem hefur borið varanlegt tjón vegna þessa. Hinsvegar er það kannske ein- mitt i glímu, sem menn fá gott tækifærir til að læra tillitssemi, hver gagnvart öðrum í viðureign. Að glíma sjálfs síns vegna, því það er mjög skemmtilegt og lær- dómsríkt. Svo og vegna fagurs sigurs. Handtakið, sem notað er í byrj- un hvei’s leiks, á að minna á drenglyndi, sem sönn íslenzk glíma byggist á. Kveðjan, þegar hætt er, þýðir að menn séu sáttir að leikslokum. Hinsvegar felli ég mig ekki við það, að höfundur lætur drengi sína undantekningarlaust ekki aðeins sleppa slysalaust frá brögðum sínum, þótt þau séu í sjálfu sér saklaus, heldur lætur hann vörð laga og réttar alltaf bíða hinar verstu hrakfarir ef honum og söguhetjunum lendir saman. Virð- ing unglinga fyrir yfirboðurum, foreldrum, lögreglu, vinnuveitend- um, er ekki margra fiska virði að dómi flestra er um þau mál fjalla, en ekki bætir það úr skák þegar vel samdar og skemmtilegar ung- lingabækur beinlínis óvirða „yfir- völdin“ á alla lund. Það bætir hér helzt úr að Hjörtur Gíslason er aldrei illkvittinn eða rætinn, og er það meira en sagt verður um ýmsa aðra höfunda unglingabóka. BÓKAÚTGÁFAN SMÁRI sendir frá sér Orðabók konunnar. Þetta er þýðing á dönskum, enskum, sænskum og þýzkum oi’ðum í prjóna-, sníða- og matreiðslumáli, og hefur húsmóðir sagt mér að bókin sé hið þarfasta þing fyrir allar konur, sem nota erlendar uppskriftir. Er í’eyndar fui’ða að slíkt orðasafn skuli ekki hafa ver- ið fyrr gefið út, svo mjög sem konur styðjast nú við erlend blöð einkum í prjónaskap og sauma, og má segja að Orðabók konunnar sé góður fengur á þeim sviðum, sem hún tekur til. Sama fyrirtæki gefur út Hús hamingjunnar eítir Gertrude Thorne, og Ástin sigrar eftir Dorothi Quentin. Þetta eru ástar- sögur, og fi’ómt frá að segja hefi ég ekki treyst mér til þess að lesa þær, en sagt er mér að þær séu allgóðar á sína vísu, einkum fyrr- nefnda bókin. ÆGISÚTGÁFAN sendir frá sér unglingabók eftir Ragnar Jóhann- esson, Á flótta og flugi. Höfundur las þessa sögu í útvai’p á sínum tíma, og naut hún mikilla vinsælda og líklegt að svo verði um bókina. Sama útgáfa stendur að bók, er heitir Hvalur framundan eftir Frank T. Bullen. Ég hefi lesið margar bækur um hvalveiðar, en ég hygg að þessi bók sé í senn einhver bezta lýsing á þeim veið- um eins og þær voi’u á seglskip- um á síðari hluta 19. aldar og jafn- framt mjög spennandi. Annað mál er það, að víða get ég ekki fellt mig við þýðinguna, og satt bezt að segja hefði próf- ai’kalestur mátt vera betri. Allt um það vildi ég ekki hafa misst aif þessari bók. VÍKURÚTGÁFAN gefur út bókina I helgreipum hafs og auðnar eftir Geffrey Jenkins. Bókin er byggð á staðreyndum, en líkist skáldsögu, og henni spennandi, Þýðandi er Sverrir Haraldsson. Önnur bók sömu útgáfu er Undrið mesta, en það er sjálfsævisaga Arthurs Fords, manns, sem gæddur er sál- rænum hæfileikum. Bókin er um sálræn og yfirskilvitleg fyrirbæri (spiritisma, ekki andatrú), og vil ég ekkert um efnið segja. Undrið mesta er mjög læsileg bók. Góð ti’ygging efnisvals, ef menn hafa áhuga fyrir þessum fræðum, er nafn þýðanda, en hann er séra Sveinn Víkingux’. SLÉTTBAKURINN eftir Peter Fi’euchen i þýðingu Jóns Helga- sonar (Skuggsjá), er skemmtileg- ur reifai’i, og er ívafið lýsingar á lífi og stai’fi hvalveiðimanna, sem Freuchen þekkti vel. Úr því iað ég nefni Freuchen, má vel nefna bók hans Um heimshöfin sjö (ísafold- ai’prentsmiðja) 1959), en sú bók er mikið verk og fi’óðlegt og gott yfirlit fyrir þá, sem gaman hafa af kynningu við höfin og lífið í þeim og á. SKEMMTILEG sjómannabók er Tekið í blökkina, endurrninningar Jóngeirs Eyrbekks, skráðar af Jón- asi Árnasyni (Setberg). Mætti sitt- hvað um bókina segja, en það bíð- ur að sinni. Bári.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.