Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 18
18
YESTURLAND
IffflW
\J sens aissrFmsxxn ssaaFsaxíusxmx/i
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðfinnur Magnússon.
Afgreiðsla og auglýsingar: Hafsteinn 0. Hannesson, Hafnarstrœti
12 (Uppsalir). Heimasími: 10. — Verð árgangsins kr. 50,00.
Skrifstofa Uppsölum, sími 232.
Ei ylúir æ á ynenuni lanki
Ei glóir æ á grænum lauki
sú gullna dögg uni morgunstund,
né hneggjar loft af hrossagauki,
né hlær við sjór og brosir grund.
Guð það hentast heimi fann,
Jtað hið hlíða
blanda stríðu;
allt er gott, sem gjörði hann.
* ★ ★
Ei heldur jel frá jökultindi
sér jafnan eys á klakað strá,
né nötrar loft al' norðanvindi,
sem nistir jörð og djúpan sjá.
Guð það hentast heimi fann,
það stríða
blanda blíðu;
allt er gott, sem gjörði hann.
★ ★ ★
Því lyftist brún um ljósa daga,
þá lundin skín á kinnum hýr;
því sikkar hún, þá sorgir naga
og sólarljós með gleði flýr.
Hryggðin burtu hverfur skjótt,
dögg sem þorni
mær á morgni,
unz hin raka nálgast nótt.
★ ★ ★
Þú, bróðir kær, þó báran skaki
þinn bátinn hart, ei kvíðinn sérl;
þvi sefur logn á boðabaki
og bíður þín, ef hraustur ert.
Hægt í logni hreyfir sig
sú hin kalda
undir-alda,
ver því ætíð var um þig.
Sveinbjörn EgiIsson.
»llnrs er að minnast?«
EF MARKA ÆTTI almennar
fregnir blaða og útvarps þá mætti
líklega kalla árið 1961 öðrum
fremur ár óttans. Um heim allan
eru menn að sögn venju fremur
uggandi um sinn hag, hag mann-
kynsins, hag jarðarinnar sjálfrar.
Er það alveg víst að þetta sé
rétt um menn almennt? Hugsum
við — þú og ég — nokkuð veru-
lega um þessa allsherjar ógn, sem
sífellt er verið að klifa á? Eða
lifum við lífi okkar eins og ekkert
sé, og teljum það minnisstæðan
atburð, að kisa átti kettlinga,
hvað sem áhyggjuhrukkum líður
í andlitum hinna „vísu“ feðra
þessa hnattar okkar?
Ótti skapar hörku og grimmd,
óbilgirni, sálarástand, sem sagan
sýnir að viljandi hefur verið fram-
kallað með heilum þjóðum, og
hefur þá ekki verið vandað til
heimilda. Raunar geymir sagan
líka dæmi þess, að menn hafa
viljandi leyst þau öfl úr læðingi,
sem þeim sjálfum reyndust síðar
ofviða. Það var — svo líkt sé til
þjóðsögunnar — erfiðara að kara
drauginn og ná valdi á honum,
heldur en að vekja hann upp.
Kynni það að hugsast að hinar
síendurteknu fregnir um hörm-
ungar, sem hugsanlega kunni að
dynja yfir mannkynið, séu fremur
gerðar í ákveðnum tilgangi heldur
en að áróðurinn svari til veruleik-
ans?
Svo er helzt að skilja sem „topp-
íígúrur" heimsfregnanna, sem
taka sig og „sitt“ næsta hátíð-
lega, telji jörðina okkar og okkur
með „þungamiðju" alheimsins. Til
er kvæði eftir ameríska skáldið
Oliver Herford, Jörðin, og er þann-
ig í þýðingu Magnúsar Ásgeirs-
sonar:
Ef vor heimur ylti á sveim
út af sínu spori í kveld,
hrapandi eins og hnoðri um geim,
hratt og beint í sólareld,
þar sem allt hann sviði af sér,
sem á skriði er um hans feld,
allt, sem Hfs hann á sér ber —
heimspekinga, maura, mýs,
milljónara, naut og lýs,
betlara, dömur, hross og her —
allt frá maðki að kóngi í kveld
keyrði hann beint í sólareld . . .
kannske hnetti öðrum á,
er vér biðum hinzta tap,
glymur barn með gleði á brá:
„Gott var þetta stjörnuhrap!“
Þýðing jarðar og þess, sem
henni fylgir, er afstætt hugtak, og
ef til vill er hlutverkið heldur ó-
merkilegt, allt eftir því hvaðan
horft er. Ef þetta er haft i huga,
og svo hitt, að sá sem lifir —
eins og flestir gera iíklega — í
sátt við guð og menn, jafnvel að
mestu í sátt við sjálfa sig og „sam-
vizku“ sína, þá er ekki víst að
ástæða sé til hugarvíls um fram-
tíðina. Sennilega er farsælast að
lifa eftir reglu, sem lengi hefur
verið kunn og margir spekingar
hafa fundið eftir langa leit og
mikla íhugun og látin hefur verið
i Ijós með þessum einföldu orðum:
Maður verður að rækta garðinn
sinn. Sá sem fyllir sinn sess í því
umhverfi, sem honum hefur verið
búið, gerir eins vel og þekking og
geta leyfa, getur látið allan böl-
móð og hatursáróður fyrir róða
og horft hugrakkur fram á veg-
inn.
Gleðilegt ár!
HútiílayuílsþjúnustuT í
Isafjarðarkirkju
Aðfangadagskvöld kl. 8.
Jóladagur kl. 2.
Jóladagur kl. 3: Sjúkrahúsið.
Gamlársdag kl. 2: Elliheimilið.
Gamlárskvöld kl. 8.
Hnífsdalur
Aðfangadagur kl. 6.
Jóladagur kl. 5.
Gamlársdagur kl. 6
Ögur
Annar jóladagur kl. 2.
Súðavík
Nýjársdagur kl. 2.
★
SALEM-söfnuðurinn á Isafirði
óskar öllum Isfirðingum gleði-
legra jóla og íarsæls komandi árs.
Verið svo hjartanlega velkomin
á samkomur sem hér segir:
Aðfangadag kl. 16,30: Jólabæn.
Jóladag kl. 16,30: Hátíðasam-
koma.
Annan jóladag kl. 16,30: Vakn-
ingasamkoma.
Fimmtudag 28. des. kl. 20,30:
Bæn.
Gamlársdag kl. 2 og 5: Hátíð
sunnudagaskólans.
Gamlárskvöld kl. 22,30: Ára-
mótasamkoma.
Nýjársdagur kl. 16,30: Hátíða-
samkoma.
Sunnudag 7. jan. kl. 11: Sunnu-
dagaskóli.
Sunnudag 7. jan. kl. 16,30:
V akningasamkoma.