Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 12
12 VESTURLAND ÞÓTT ÍSLENZKU glímunni hafi verið lítill sómi sýndur á Vest- fjörðum síðustu áratugina, var þetta þó ein aðalíþróttin hér frá fornu fari og allt fram yfir þriðja tug þessarar aldar, einkum í ver- stöðvunum. Hún var kærkomið viðfangsefni vermanna í landleg- um og hin bezta skemmtun þeim sjálfum og almenningi. Þegar ungmennafélögin komu til sögunnar á íslandi, var glíman höfð þar efst íþrótta á dagskrá, hún var raunar sú eina, sem reglu- leg keppni var háð i lengi vel. Það mátti heita iað hvert einasta Geir Jón Jónsson. ungmenna- og íþróttafélag teldi það sjálfsagðan hlut að hafa sína árlegu skjaldarglimu. Þótti það hinn mesti íþróttavioburður. Sér- staklega viar mikill spenningur fyr- ir því hvort nokkrum tækist að vinna skjöldinn til eignar, t.d. í þriðja skipti í röð. Var þá ekki um annað meira talað næstu daga. Vestfirzku ungmennafélögin voru, um skeið, engir eftirbátar annara á landinu til eflingar þess- um áhuga. Þau létu til dæmis smíða hinn glæsilega verðlauna- grip ,,Vestfirðingabeltið“ sem Helgi Sigurgeirsson, gullsmiður, útbjó og silfurgreypti, af sinni al- kunnu snilld, svo margir töldu þetta fegurra en sjálft „íslands- beltið“. Þau félög sem stóðu að Vestfirðingabeltinu voru U.m.f. Árvakur, ísafirði, Ungmennafélag Bolungavíkur, Þróttur í Hnífsdal og Stefnir á Suðureyri. 1 næsta mánuði verða liöin rétt fimmtiu ár síðan fyrst var keppt um þennan veglega grip. Það var 28. janúar 1912. Þátttakendur voru þá aðeins fimm, allir frá ísafirði. Furðulegt að ekki skyldu vera keppendur úr nágnannaþorpunum, því vitað er að þar var almennt glímt á þeim árum. Innanfélags- mót, bænda- og skjaldarglímur. Ef til vill hafa samgönguerfiðleik- ar átt hér hlut að máli. Sigurveg- ari í þessari fyrstu „Vestfirðinga- glímu“ var Geir Jón Jónsson, kennari á Isafirði, ættaður frá Hvarfi í Bárðardal, en dvaldi hér árin 1909—1918 og fluttist þá til Reykjavíkur. Glíman fór vel fram. Geir Jón vann örugglega, fékk enga byltu. Næsta Vestfirðingaglíma fór fram árið eftir, 14. febrúar 1913. Þátttakendur voru 7, þar af 2 frá Hnífsdal, hinir frá ísafirði. Geir Jón sigraði þá í annað sinn. Hann fékk eina byltu, en vann eftir úr- slitaglímu við Pál Kristjánsson, Isafirði. Þriðja beltisglíman var háð 7. apríl 1914. Þátttakendur voni þá frá Bolungavík, Hnífsdal og ísa- firði, samtals 10. Þetta varð all söguleg glíma. Ilörku keppni, sterkleg átök, svo eigi færri en 6 voru orðnir meira og minna lemstraðir þegar líða tók á keppn- ina, þannig að nauðsyn þótti bera til að fresta glímunni. Þessu mót- mæltu áhorfendur kröftuglega, með háreysti og stimpingum, og heimtuðu að ekki skyldi hætt fyrr en yfir lyki. Framkvæmdanefnd og dómarar höfðu þó sitt f-ram, skipuðu að hætta. Lipurlegast og bezt þótti glíma Magnús Magnússon, úr Ungmenna- félagi Bolungavíkur, þar til önn- ur hnéskelin hrökk í viðureign við Geir Jón. Voru þá eftir þrír vígfærir, hæstir og jafnir að vinn- ingum: Þeir Geir Jón Jónsson, ísafirði, beltishafi, Guðmundur Ilalldórsson, Hnífsdal og Jens Jónsson, Bolungavík, miklir knaftamenn, og fróðlegt ef þeir hefðu fengið að kljázt til úrslita. Síðan var ekkert glímt um beltið öll fyrri stríðsárin og fram til 1922. Þá voru keppendur frá Bol- ungavík, Hnífsdal, Isafirði og Súgandafirði (óvíst um fjölda). Þessi keppni fór vel fram. öruggur sigurvegari varð Marinó J. Norðkvist, frá Bolungavík. Enn verður nokkurt hlé á Vest- 50 ára firðingaglímunni eða þar til 1928. Þátttaka var þá frá sömu stöðum og áður: Bolungavík, Hnífsdal, Isafirði og Súgandafirði, og auk þess Þingeyri, alls 9 keppendur. Marinó Norðkvist, Bolungavík, sigraði þá með yfirburðum í ann- að sinn. Þessi keppni var fjörug og spennandi, enda margir kröft- ugir karlar að leikum, m.a. hinn landskunni glímusnillingur Guðni Albert frá Súgandafirði, sem hlaut feguröarglímuverðlaun mótsins, og I-Ielgi Þorbergsson, ísafirði, sem varð næsthæstur að vinningum. Sjctta beltisglíman í röðinni, er svo háð 1933, á Isafirði sem hinar fyrri. Voru keppendur þá 8 tals- ins, 4 Bolvíkingar og 4 ísfirðing- ar. Þá sigraði Gísli Kristjánsson, úr Ungmennafélagi Bolungavíkur, og hlaut hann einnig fegurðar- glímuverðlaunin. Keppnin var all spennandi og fór vel fram. Síðan ekki söguna meir. Vest- fii'ðingaglíman hefur óvart legið niðri í öll þessi ár. Nokkrum sinn- um hefur þó keppnin verið aug- lýst en aldrei fengizt nægileg þátt- taka, enda þótt lengi vel héldust uppi glímuæfingar í einstaka hreppum á þessu svæði. Marinó Norðkvist. Fyrsta beltishafanum, Geir Jóni Jónssyni er svo lýst að hann væri myndarlegur maður, stór og þrek- lega samanrekinn að byggingu, Gísli Kristjánsson. vel íþróttum búinn og geysi sterk- ur. Hann var sagöur geta glímt vel, en var „þéttur á velli og þétt- ur í lund“ þegar á reyndi, og nokk- uð þungur. Beið þá tækifæris og fylgdi brögðum vel eftir. Hann notaði mest hin stærri brögðin svo sem klofbragð og loftmjöðm, sem kclluð var. Hann vann beltið tvívegis og hélt því á jöfnu (óútkljáð) í þriðja sinn, og var beltishafi um 10 ára bil. Geir Jón þótti vinsæll skóla- kennari. — Hann lézt í Reykjavík 1938. Marinó J. Norðkvist er meðal- maður á stærð og samsvarar sér vel. Afrenndur að afli og bar sig manna bezt á hólmi, harðsnúinn glímumaður. Hans sigursælustu brögð voru hælkrókur og snið sniðglíma, en hann var annars fjölhæfur. Marinó vann beltið í >tvö skipti, og hélt því um 11 ára skeið. Hann býr nú í Reykjavík. Gísli Kristjánsson er all hár maður og grannvaxinn. Hann mun vrfalaust hafa skort afl til móts við ofantalda glímukappa, en hann vann það nokkurn veginn upp með hröðum skiptingum í sókn og vörn, og afgerandi glímustíl. Gísli hefur unnið beltið aðeins einu sinni, en óáreittur fengið að halda því í sínum vörzlum í s.l. 29 ár. Hann er nú búsettur á ísa- firði. Eins og áður var getið, verður þessi verðmæti íþróttagripur — Vestfjarðabeltið — hálfrar aldar gamalt í næsta mánuði. Ekki er líklegt að menn takist neinum glímutökum að því tilefni, því ís- lenzka glíman virðist nú aldauða á Vestfjörðum í bili. Meira að segja ungmennafélögin hafa gefið á bátinn þetta fósturbarn sitt og þjóðarstolt. Einasta lífsvonin fyrir þessa vanræktu íþrótt, þá einu sem

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.